Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 21 Með þessu væri launakerfi grunnskólanna fært nær því sem tíðkast í þeim fyrirtækjum sem menn vilja gjarnan bera sig saman við, en ég hygg að þar sé nánast undantekningarlaust um fast- launasamninga að ræða og að menn vinna undir verkstjórn stjórnenda allan vinnutímann. Kennarar búa við miklu meira at- vinnuöryggi og betri lífeyrissjóð en gengur og gerist meðal starfs- manna téðra fyrirtækja og auðvit- að hlýtur það að vera partur af kjörunum. Þeir vilja að grunnlaun þeirra hækki úr 150 til 160 þúsundum í 230 þúsund. Þetta er ekki ósann- gjörn krafa og ég fyrir mitt leyti styð hana heilshugar. Nú hefur komið í ljós að meðalheildarlaun kennara eru um 250 til 260 þúsund krónur. Í því felst kannski lausnin á þessari erfiðu deilu. Það hlýtur að vera hægt að finna gott og sanngjarnt kerfi sem hækkar grunnlaunin verulega, þannig að þau verði t.d. á bilinu 230 til 330 þúsund,“ sagði Hafsteinn. Leikreglurnar duga ekki Nokkrir ræðumenn þökkuðu Hafsteini sérstaklega innlegg hans til umræðunnar. Þórunn Svein- bjarnardóttir alþingismaður sagði tillögur Hafsteins skynsamlega til- raun til nýrrar hugsunar um hvernig ætti að leysa þann hnút sem kennaradeilan væri komin í. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþing- ismaður, gerði kennaradeiluna einnig að umtalsefni og minnti á að ríkisvaldið hefði ekki fyrir margt löngu gert samninga við hjúkrun- arfræðinga og lækna. ,,Samninga sem eru með ofur háum launum og hafa leitt til mikils umróts á launa- markaði. Ríkið getur ekki skotið sér undan ábyrgð á kennarasamn- ingunum og við verðum að gera stjórnvöldum skýra grein fyrir því,“ sagði Árni. Ásmundur S. Pálsson, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Ár- borgar, sagði að laga þyrfti stöðu sveitarfélaganna. Hann sagðist vera mjög svartsýnn á lausn í kennaradeilunni. Leikreglurnar dygðu ekki og menn væru fastir í tæknilegum atriðum. ykkja hærri nnarra um minni vinnu a, minnkun sem í spil- íklega ekki ist bara ef gin fá meiri ldlega ekki mfram aðra ð í staðinn. ðunni og því ð landa ein- þessu tagi m vonbrigð- klu minna í sagði Haf- nær því tækjum sérstaklega nýtt kerfi, m tíðkast í m kennarar saman við“, ri yfirvinna yndinni og þeirri sem ði hent út. æri einfald- tíu klukku- ir ynnu að í skólanum ng og önnur gefa kost á ma, s.s. eins vinnumark- amkomulag og skóla- u valið um skyldu og ve kennslu- Mætti t.d. ldu frá 26 tíma. Sér- fyrir ferðir ra fram yfir fyrir kvöld- n t.d. tveir á anlega mið- fsaldur og og nú er. á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar jóri ASÍ vert að deiluna fylk- enn- tals- mar innfædda um fyrirbyggjandi að- ferðir gegn alnæmi, svo dæmi séu tekin. Þá fá foreldralaus börn og fjölskyldur, sem eiga um sárt að binda, stuðning og reglulegar heimsóknir frá sjálfboðaliðum sem hjálpa þeim að annast ým- islegt. Ráðgjafar fara um sveitir Jónas segir að ráðgjafar fari um sveitirnar og leiti uppi for- eldralaus börn í vanda. Fyrst er lögð áhersla á að sinna grunn- þörfum barnanna, þaki yfir höf- uðið, fatnaði og næringu en síðan er þeim hjálpað að finna leiðir til að framfleyta sér. Um 750 börn fengu fatnað og 20 einföld hús verða byggð á árinu. Tíu eru þeg- ar tilbúin og önnur tíu í smíðum og veita þau 65 foreldralausum börnum varanlegt heimili. „Þetta eru mikil umskipti fyrir börnin sem flest bjuggu áður í strákofum sem þau höfðu ekki þekkingu eða getu til að halda við,“ segir Jónas. Mörg barnanna áttu lítinn skika þar sem foreldrar þeirra ræktuðu korn eða banana en börnin höfðu ekki líkamlega burði eða þekk- ingu til að halda ræktun áfram. Ráðgjafarnir aðstoða börnin við að finna hvaða leið hentar þeim best til framfærslu. Fengu sum þeirra geit eða hænur og rúmlega 1.500 börn fengu sáðkorn, maís og baunir, og aðstoð við að koma ræktun af stað. Er það að sögn Jónasar úrvals sáðkorn sem gefur mun meiri uppskeru en það sem hingað til hefur verið notað í hér- aðinu. Ráðgjafarnir kenna börn- unum að yrkja jörðina og fylgja þeim síðan eftir. Þá stunda 50 börn nú iðnnám með stuðningi Hjálparstarfs kirkjunnar. Fá þau verklega þjálf- un í hjóla- og bílaviðgerðum, smíðum, bakstri eða fatasaumi og er markmiðið að þau geti starfað sjálfstætt að náminu loknu og séð sjálfum sér og systkinum far- borða. Um 1.500 foreldralausbörn í Úganda nutugóðs af söfnun á veg-um Hjálparstarfs kirkjunnar á fyrri hluta ársins en fénu, samtals um 20 milljónum króna, var safnað í söfnun Hjálp- arstarfsins á Íslandi um síðustu jól. Að sögn Jónasar Þóris Þór- issonar, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, er ár- angur Hjálparstarfs kirkjunnar af hjálparstarfi í Rakaí-héraði í Úg- anda mjög góður, en áhersla er lögð á að virkja innlenda sjálf- boðaliða og byggja upp stuðnings- kerfi sem hjálpar foreldralausum börnum að ná tökum á tilverunni og efla sjálfsbjargarviðleitni þeirra. Flest þeirra hafa misst foreldra sína af völdum eyðni. Hlutfall eyðnismitaðra yfir 20% í Ssembabule Samstarfsaðili Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda er Lúth- erska heimssambandið. Að sögn Jónasar hafa sem dæmi um 130 börn fengið aðstoð á árinu við að gera við húsakynni sín sem oft á tíðum eru hriplek. Fengu þau um 600 bárujárnsplötur sem gefnar voru til þessa verkefnis. Segir Jónas að vatnshelt þak geti skipt sköpum á regntímanum um hvort hýbýlin séu byggileg eða ekki. Bárujárnsplötur eru hátt metin verðmæti á þessum slóðum og dæmi eru um að munaðarlaus börn hafi þurft að berjast fyrir eignarhaldi sínu á einni ryðgaðri plötu sem foreldrarnir hafi látið eftir sig. Áformað er að sjálfstæð samtök ráðgjafa taki við hjálparstarfinu í árslok 2005 og lýkur þar með tveggja ára stuðningi Hjálp- arstarfsins við verkefnið. Að sögn Jónasar hefur grunnur verið lagður að sams konar upp- byggingu í nágrannahéraðinu, Ssembabule, en þar er hlutfall eyðnismitaðra rúmlega 20% borið saman við 6% á landsvísu og er fjöldi foreldralausra barna í hér- aðinu talinn vera um 27 þúsund. Hjálparstarf í Úganda er marg- þætt og byggist sem fyrr segir á að virkja innlenda sjálfboðaliða sem fá þjálfun í að kenna fólki betri ræktun á landi og um hrein- læti og aðrir fá fræðslu í að fræða Hjálparstarf kirkjunnar í Úganda EKKJA með þrjú börn í Ssembabule-héraði í Úganda, sem hér sést á mynd ásamt Jónasi Þóri, naut aðstoðar íslensku söfnunarinnar en unnið var að byggingu íbúðarhúss fyrir fjölskylduna sem á um sárt að binda. Eiginmaður hennar lést úr eyðni og bræður mannsins höfðu tekið rækt- arland fjölskyldunnar til sinna nota og látið ekkjunni eftir lítinn jarð- skika. Sem þakkætisvott til íslensku þjóðarinnar færði ekkjan Jónasi þessa hænu þegar hann var á ferð þar nýlega með þökk fyrir aðstoðina. Segja má að konan hafi gefið af skorti sínum fremur en nægtum því hún átti aðeins þrjár hænur. Þar sem Jónas gat ekki tekið hænuna með sér til landsins varð hænan áfram í varðveislu konnunnar. 1.500 börnum komið til bjargar Ljósmynd/Jónas Þ. Þórisson Systkinin Júlíus, 18 ára, James, 16 ára, Gerald, 13 ára, Joyce, 11 ára og Maidina, 8 ára, fyrir utan hrörlegt hús sitt sem komið er að falli. 130 börn hafa fengið aðstoð á árinu við að gera við húsakynni sín. Þakklætisvottur til íslensku þjóðarinnar Ljósmynd/Hjálparstarf kirkjunnar lkingarinnar, sagði þetta húsnæði afar mikilvægt til að mynda félagar utan af landi litið inn þegar tyrkja tengsl samfylkingarmanna. Morgunblaðið/Kristinn „SAMFYLKINGIN telur að út- boð á rekstri hverfagrunnskóla til einkaaðila geti fyllilega sam- ræmst stefnu flokksins um upp- byggingu grunnskólans, ef að því er gætt að nemendur/ foreldrar njóti sömu þjónustu hvað varðar gæði kennslunnar, aðgengi barna í viðkomandi hverfi og þeirra félagspólitísku markmiða sem sett eru,“ segir í greinargerð starfshóps á vegum Framtíðarhóps Samfylking- arinnar um rekstrarform í al- mannaþjónustu, sem lögð voru fram til umræðu á flokksstjórn- arfundi á laugardag. Þar segir ennfremur að ýmsir fjárfestingar- og rekstrarþættir geti einnig verið betur komnir í höndum einkaaðila. Nauðsyn- legt sé að sveitarfélög kanni for- dómalaust hvenær slíkt leiði til hagfelldari útkomu og jafnvel aukinnar nýsköpunar, eins og þar segir. Tekið er fram að ef slíkar leiðir séu farnar eigi skilyrð- islaust að fara fram útboð. Einn- ig kemur fram að meginreglan eigi að vera sú að grunnskólar verði hverfisskólar sem reknir séu á ábyrgð sveitarfélaga. „Skoða má eftirfarandi rekstrarfyrirkomulag grunn- skóla:  Sveitarfélagið byggir og á skólahúsið og sér alfarið um rekstur skólans. Um getur verið að ræða einhverja að- keypta þjónustu, t.d. viðhald og ræstingar. Þetta er lang- algengasta fyrirkomulagið. Sums staðar úti á landi hafa verið stofnuð byggðasamlög um byggingu og rekstur skól- anna.  Sveitarfélagið sér alfarið um skólastarfið en leigir skóla- húsið ásamt stoðþjónustu í einkaframkvæmd.  Sveitarfélagið leggur til skólahúsið en semur við einkaaðila um að annast skólastarfið, t.d. Hjallaskóli.  Sjálfseignarstofnun eða einkaaðili stofnar skóla og semur við viðkomandi sveit- arfélag um tiltekinn fjárhags- legan stuðning vegna rekstr- ar skólans, t.d. Ísaksskóli og Landakotsskóli.  Sveitarfélagið býður út byggingu, rekstur og skóla- starf, t.d. í 25 ár. Um getur verið að ræða fjórþætta samninga, þ.e. um leigu, fast- eignarekstur, kennslu og fæði. Til greina kemur að bjóða út byggingu og fast- eignarekstur sérstaklega og kennslu og fæði sérstaklega. Var gert í Áslandsskóla og dæmi eru um þetta úr nokkr- um leikskólum, t.d. á Sjálandi í Garðabæ,“ segir m.a. í grein- argerðinni. Móta tillögur um leikreglur viðskiptalífsins Greinargerðir starfshópa Fram- tíðarhóps Samfylkingarinnar verða áfram til umfjöllunar sem efniviður í stefnu Samfylking- arinnar, sem afgreiða á á lands- fundi næsta haust. Fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, varaformanns flokksins og formanns Framtíðarhópsins, á flokksstjórnarfundinum, að á næstu mánuðum munu starfs- hópar á vegum Framtíðarhóps- ins vinna að mótun tillagna m.a. um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, leikreglur viðskipta- lífsins og lýðræði og jafnrétti. Útboð á rekstri grunnskóla samræmist stefnu flokksins omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.