Morgunblaðið - 18.10.2004, Page 24

Morgunblaðið - 18.10.2004, Page 24
✝ Jakobína Stein-unn Þorbjörns- dóttir Hampson fæddist í Reykjavík 6. júní 1921. Hún lést á sjúkrahúsi í Roch- dale í Englandi 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Pét- ursson vélstjóri, f. á Grjóta í Garðahreppi 1. september 1892, d. 21. maí 1965, og kona hans Arndís Bene- diktsdóttir, f. á Vallá á Kjalarnesi 14. októ- ber 1900, d. 16. febrúar 1949. Systkini Jakobínu eru Pétur Þor- björn skipstjóri, f. 25. október 1922, Sigríður Kristbjörg hús- móðir og verkakona, f. 31. júlí 1924, d. 19. október 2003, Ólafur Hilmar steinsmiður, f. 5. apríl 1926, Jónína Vilborg húsmóðir og starfsstúlka, f. 15. september 1927, Benedikt sjómaður, f. 8. apr- íl 1931, fórst með bv. Júlí 8. febr- úar 1959, Eyjólfur Guðni veður- fræðingur, f. 28. október 1933, Júlíana Sigurbjörg hjúkrunar- fræðingur í Englandi, f. 3. sept- ember 1936, d. 12. desember 1992, og Þorbjörn Steinar sjómaður, f. 11. nóvember 1937, d. 5. nóvem- ber 1964. Jakobína var tvígift, fyrri mað- ur hennar var Maurice Sullivan, f. í Essex 8. nóvember 1918, d. 1975. Þau slitu samvistir 1946. Seinni eiginmaður hennar var Peter Leslie Hampson tannsmiður, f. í Hull 28. ágúst 1921, d. í Rochdale 10. maí 1981. Börn þeirra eru: Pétur Örn Hampson veitingamað- ur í Rochdale, f. í Hull 17. júní 1948, kvæntur Marguerita Quinn, f. í Manchester 23. maí 1954, Sonja Hampson Brine þjónustustjóri og húsmóðir í Roch- dale, f. í Nafferton í East Yorkshire 7. nóvember 1956, gift William Thomas Brine, f. í Rochdale 27. september 1951, Lesley Hampson Stott tannfræðingur í Rochdale, f. í Man- chester 21. maí 1960, gift Mark Stott, f. í Rochdale 6. maí 1959 og Benedikt Paul Hampson verk- taki í Rochdale, f. í Manchester 19. nóvember 1961, sambýliskona Jane Elisabeth Brown, f. í Dar- lington 25. febrúar 1960. Barna- börnin eru átta. Jakobína ólst upp á Lokastíg 28 í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskóla og Austurbæjarskóla og starfaði síðan sem skrifstofustúlka hjá Bergenska skipafélaginu skömmu fyrir stríð og í stríðsbyrjun. Hún fluttist til Englands 1942 með fyrri manni sínum, Maurice Sull- ivan, og bjó í London til stríðsloka þar sem hún starfaði sem sjúkra- liði það sem eftir var styrjaldar. Þau slitu samvistir um 1946. Jak- obína fluttist þá til Hull í Norð- austur-Englandi og þar kynntist hún seinni manni sínum, Peter Leslie Hampson, árið 1947. Bjuggu þau í Hull og Nafferton, East Yorkshire, til ársins 1957, en fluttu þá til Manchester, en bjuggu á Íslandi árin 1965-1969. Eftir það fluttu þau til baka til Englands og bjuggu eftir það í Norden í Rochdale í Lancashire. Útför Jakobínu Steinunnar fer fram í dag frá St. Pauls Church í Norden Village í Rochdale. Það var árið 1965 sem Bína frænka kom inn í líf okkar. Hún hafði búið í Englandi í mörg ár og auðvitað þekktum við krakkarnir hana af afspurn og höfðum kynnst Pétri Erni, eldri syni hennar þegar hann hafði komið í heimsókn til Ís- lands nokkrum árum áður. En þarna var hún komin sjálf, hávaxin, rauðhærð og glæsileg með alla fjöl- skyldu sína. Hún settist að á Sel- tjarnarnesi og urðum við þar með heimilisvinir hjá henni. Bína var veraldarvön og um- gekkst okkur krakkana eins og við værum fullorðið fólk. Hún gerði engan greinarmun á börnum og fullorðnum, háum og lágum og kom eins fram við alla. Hún var óþrjót- andi sagnabrunnur sem hafði búið og starfað í Englandi heimsstyrj- aldarinnar og fyrir okkur var hún sem gullnáma. Það varð ekki til að draga úr virðingu okkar fyrir henni að hún reyndi alltaf að sjá lífið með jákvæðum augum eins og Polly- anna. Síðar heyrði ég oft til sæfar- enda sem höfðu komið til Hull og kynnst gestrisni Hampson fjöl- skyldunnar og hvernig hún lagði sig fram um að veita íslenskum sjó- mönnum aðstoð við að fóta sig á er- lendri grundu. Eftir nokkurra ára dvöl á Íslandi og alúðlega rækt við frændgarðinn, héldu Bína og fjölskylda aftur til Englands. Eftir þetta urðu fjöl- skylduheimsóknir á milli landa mun tíðari en áður og stóðu heimili Bínu og Peters og barna þeirra ávallt op- in fyrir frændfólkinu á Íslandi og hlýlegt þótti mér að heyra í Bínu í síma þegar höfð var viðkoma í Eng- landi og ég hringdi í hana. Eftir að Peter lést, kom hún nokkrum sinn- um til Íslands ásamt börnum sínum og ávallt var jafngaman að sjá hana og börnin. Fyrir þremur árum veiktist Bína alvarlega og var að mestu rúmliggj- andi eftir það. Smám saman dró af henni og á síðastliðnu vori, er þrjú barna hennar voru hér á landi ásamt fjölskyldum sínum, var Bína ekki með. Það var stutt eftir og ljóst að hverju stefndi. Nú er hún farin á fund eiginmanns síns og fylgja henni hlýjar minningar um yndislega manneskju sem ávallt átti til bros og hlýju í fórum sínum. Anna K. Kristjánsdóttir. JAKOBÍNA STEIN- UNN ÞORBJÖRNS- DÓTTIR HAMPSON 24 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Hjördís Kjart-ansdóttir fædd- ist í Reykjavík 13. september 1982. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 4. október síð- astliðin. Foreldrar hennar eru hjónin Magnea Guðmunds- dóttir, f. 2. septem- ber 1951, og Kjart- an Ólafsson, f. 8. júlí 1949. Magnea er dóttir Erlu Hjördís- ar Gísladóttur, f. 17. september 1928, d. 16. nóvember 1983, og Guðmund- ar Þórhallssonar, f. 2. desember 1926. Kjartan er sonur hjónanna Eyrúnar Jóhannesdóttur f. 10. október 1917, og Ólafs Árnason- ar, f. 19. apríl 1915, d. 18. mars vöðvasjúkdóm, Senger Synd- rome, sem hún barðist við allt sitt líf. Vegna sjúkdóms þessa hafði hún skerta sjón og aðra fylgi- kvilla auk þess sem hún undir- gekkst hjartaskipti á Östra- sjúkrahúsinu í Gautaborg í jan- úar 1995. Hjördís starfaði að félagsmál- um blindra og sat í fjölda nefnda á vegum Blindrafélagsins. Hún var þrívegis kjörin formaður ungmennadeildar félagsins, síð- ast í október 2003. Hún var vara- maður í stjórn Blindrafélagsins frá 2001 til 2003 og fulltrúi sam- takanna í norrænu æskulýðsstarfi frá árinu 1999. Hún var á haust- dögum 2004 skipuð í stjórn Sam- bands íslenskra æskulýðsfélaga fyrir hönd Blindrafélagsins. Hjör- dís hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og var félagi í Sjálfstæðisflokknum. Hjördís var mikill KR-ingur og fylgdist grannt með sínu félagi. Útför Hjördísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1995. Hjördís var yngst fjögurra systk- ina. Hin eru: Sverrir, f. 9. nóvember 1969, d. 13. febrúar 1989, Erla Hjördís, f. 8. nóvember 1974, d. 15. nóvember 1975, Ólaf- ur, f. 29. mars 1977. Hjördís stundaði nám í Menntaskólan- um við Hamrahlíð að loknum grunnskóla og lagði síðan stund á tölvu- og upplýsinga- tækninám við Dat- aNon-skólann í Hels- ingfors í Finnlandi frá september 2001 til ársloka 2002. Hún starf- aði hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá ársbyrjun 2003. Þriggja mánaða greindist Hjör- dís með sjaldgæfan meðfæddan Það er stormviðvörun í útvarp- inu, ég hlusta, framundan venju- legur dagur, einungis meiri veð- urhamur en venjulega. Seinna um morguninn skilaboð um að Hjördís frænka mín sé komin á bráðamót- töku Landspítalans. Hún hefur komið þangað áður oftar en flestir og þurft á læknisaðstoð að halda frá unga aldri. Fyrir einungis tuttugu og einu ári, hinn 13. september 1982, fædd- ist Magneu og Kjartani sitt fjórða barn sem var skírð Hjördís eftir ömmu sinni sem reyndar hét Erla Hjördís en þar sem þau höfðu áður misst aðeins ársgamla prinsessu með sama nafni vildu þau að nýja barnið fengi einungis Hjördísar nafnið sem reyndar hæfði henni ljómandi vel. Þegar hún var einungis nokk- urra mánaða gömul kom í ljós augnsjúkdómur sem var ekki ein- ungis ógnvænlegt heldur benti til þess að hún væri með sama sjúk- dóm og systir hennar hafði látist úr og elsti bróðir hennar, sem þá var 12 ára, var einnig með og lést úr aðeins tvítugur að aldri. Þarna byrjaði þrautaganga ungu stúlkunnar, augnaðgerðir sem skil- uðu henni eftir mikla baráttu lítils háttar sjón sem hún með dugnaði og elju nýtti sér til hins ýtrasta. Vegna þess að hún hafði fengið í vöggugjöf þá gleði og kraft til að takast á við erfiðleika og storm- urinn var einungis áskorun um að berjast áfram. Með þetta veganesti fór þessi unga stúlka út í lífið en skellirnir voru margir. 12 ára gömul fór hún í hjartaað- gerð og fékk nýtt hjarta. Mín kona fór í gegnum þá raun með því sem áður hafði einkennt hana, einbeitt- um vilja til að halda áfram og eign- ast enn betri daga. Í Svíþjóð kynntist hún framandi tungu og nýju landi sem hún síðar átti eftir að sækja meira til því þaðan kom Peter sem hún kynntist í Finnlandi þegar hún fór þangað til náms. Þangað sótti hún ekki einungis menntun heldur var þetta hennar leið til að standa á eigin fótum og feta sig áfram í lífinu. Á spítalanum tjáði hún mér að nú væri hún búin að fá nóg af bar- áttunni. Þrek hennar væri þrotið, óvissuferðin mikla væri það eina sem hún sæi fyrir sér. Þó ferðin yf- ir móðuna miklu sé okkur flestum kvíðaefni, eins og flest það sem við ekki þekkjum, hafði hún meiri áhyggjur af þeim sem stóðu henni næst og hún var að yfirgefa. For- eldrum, bróður og kærasta sem hafði í ágúst komið til Íslands til að hefja með henni sambúð. Þetta var kveðja ungrar konu sem hafði á fáum árum aflað sér reynslu öld- ungsins – sem var tilbúin að fara í ferðina miklu sem bíður okkar allra. Við sem eftir stöndum erum ríkari vegna þess sem hún kenndi okkur svo margt og börnin í fjöl- skyldunni minnast hennar með hlýju og söknuði fyrir umhyggju og ástúð. Hjá sumum haustar snemma. Megi lífsganga hennar verða okkur minning um að hringrás lífsins er óvissuferð þar til henni lýkur. Gagnvart valdi dauðans má mað- urinn sín lítils. Þó var dauðinn í hennar huga upprisa til nýs lífs. Fortjald milli lífs og dauða er hula sem skýlir en hylur ekki. Megi ljós lífsins lýsa í skammdeginu foreldr- um, bróður og unnusta. Megi minningin um Hjördísi vera okkur öllum hvatning til að skoða storm- viðvaranir sem áskorun til lífsins. Þannig verður hennar lífsganga ljósneisti sem lýsir í myrkrinu. Sigríður Erna. Hver er tilgangurinn með því að taka ungt fólk í blóma lífsins og hvers vegna eru líkamlegar þján- ingar og fötlun lagðar á börnin okkar? Hjördís fékk að hafa fyrir lífinu, fæddist með sama sjúkdóm og systkini hennar, Erla Hjördís og Sverrir, sem bæði hafa kvatt þenn- an heim. Hjördís var baráttujaxl sem tókst á við erfiðleikana og ætl- aði ekki að gefast upp, sama hvað öldurnar voru háar eða dalirnir djúpir. Nýtt hjarta fékk hún hinn 19. janúar 1995 og hefur sá dagur, „hjartadagurinn“, verið haldinn há- tíðlegur síðan, enda var það mikil gleðistund þegar hún vaknaði eftir aðgerðina. Hún setti markið hátt enda dugnaðarforkur, tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni í ágúst 1995, síðan í nokkrum kvennahlaupum þrátt fyrir að líkamlegt þrek væri lítið. Árið 2001 hélt hún til Finnlands í tölvunám. Hún vildi standa á eig- in fótum, búa erlendis, enda var mikið flökkueðli í henni. Hún átti góða vini í Finnlandi sem hún gat leitað til og var það mikið öryggi fyrir hana og fjölskylduna. En í árslok 2002 varð hún að koma heim vegna veikinda sinna. Hjördís beit á jaxlinn, það var ekki í hennar eðli að gefast upp. Hún fékk vinnu hjá Orkuveitunni þar sem hún hafði unnið áður en hún fór til Finn- lands, en þrekið var ekki mikið. Hún gat ekki stundað vinnuna eins og hún hefði viljað, en hún hafði góðan yfirmann sem hún mat mik- ils. Hjördís hafði mikla ánægju af því að hafa boð fyrir vini og fjöl- skyldu, það síðasta var á 22 ára af- mælinu í september og var gert af miklum myndarskap eins og henni var lagið. Gamlárskvöldin höfum við haldið saman með freyðivíni og flugeldum. Hún kenndi okkur að njóta flugeldanna á annan hátt en okkur finnst sjálfsagt sem sjáandi erum og erum við þakklát fyrir það og söknum þess jafnframt að heyra ekki hlátur hennar og skellina í skónum þegar hún gekk um. Hjördís starfaði mikið með Blindrafélaginu og var formaður fyrir Ungblind. Vegna starfa sinna þar ferðaðist hún til Norður- landanna og sótti sumarbúðir SUN, félags sjónskertra á Norð- urlöndum. Síðastliðið sumar voru sumarbúðirnar á Íslandi og var hún í forsvari fyrir þeim. Í þessu starfi kynntist hún stóru ástinni honum Peter Fork. En fjarlægðin er mikil á milli Ís- lands og Svíþjóðar fyrir ungt ást- fangið fólk, þótt á tölvuöld sé. Pet- er flutti til Íslands í ágúst síðastliðnum, í litlu íbúðina sem hún var búin að eignast og koma sér svo vel fyrir í. En samveran varði ekki lengi eða rúman mánuð þegar kallið kom svo snöggt. Elsku Magga, Kjartan, Óli og Peter. Guð gefi ykkur styrk og blessi minningu Hjördísar. Elísabet, Guðjón og Sigurður. Fjórði október rann upp eins og aðrir dagar. Það var kalt og skýj- að. Við sátum við eldhúsborðið heima á Hliðsnesi, ég, Hrefna, Álf- hildur og Svanhildur, og vorum að ráða lísfgátuna. Okkur var öllum hálfkalt og við höfðum orð á því að engu væri líkara en eitthvað lægi í loftinu þegar síminn rauf hugrenn- ingar okkar. Okkur var tjáð að Hjördís vinkona okkar væri mikið veik. Allar sögðum við einum rómi: „Ó, nei, ekki leggja meira á þessa fjölskyldu, Drottinn, það er komið nóg!“ Við stóðum upp og gengum að stofuglugganum og allt í einu drógust þung ský frá sólu og him- inninn birtist okkur í undurfögrum litum. Þá vissum við, án þess þó að vita, að stundin var komin, að him- inninn hafði opnast til að taka á móti hetju sem var búin að kenna svo mörgum svo margt á sinni stuttu lífsleið. Það þarf vart að rekja sögu Hjördísar í smáatriðum því svo margir þekktu hana eða til hennar. Það bjó ótrúlegur baráttuandi í sálu Hjördísar. Hún vildi umfram allt réttlæti handa öllum sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hjördís lá ekki á skoðunum sínum hvort sem hún talaði til þeirra, sem stundum eru kallaðir málsmetandi, eða annarra. Hún vildi lausnir á margháttuðum vanda blindra en reyndi einnig að rétta hlut margra lítils megandi. Hjördís vílaði ekki fyrir sér að fara til útlanda í nám, ein og óstudd, sjónskert og á stundum illa á sig komin líkamlega en með járnvilja sem fleytti henni að settu marki. Þótt það kunni að virðast und- arlegt þykjumst við vita að það ferðalag sem Hjördís er nú lögð í verði henni gæfuríkt. Margir úr fjölskyldu hennar hafa farið á und- an, systkini og amma, og munu þau taka henni opnum örmum á stað þar sem líkamlegir fjötrar eru leystir. Annað mál er svo hvernig við sem eftir sitjum, unnusti Hjör- dísar, foreldrar, bróðir og aðrir sem elskuðu hana, vinnum úr sorg okkar og söknuði. Tíminn leiðir það í ljós. Elskulega vinkona. Þú ert kvödd með orðum afa Þórðar sem hann skildi eftir sig: „Nú legg ég af stað út á veg allr- ar veraldar án vissu en með von um eitthvað sem mér er hulið og fæ ekki skilið. Minnugur þess að enginn veit sína ævina fyrr en öll HJÖRDÍS KJARTANSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.