Morgunblaðið - 18.10.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 18.10.2004, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DELL hefur ákveðið að kalla inn 990 þúsund straumbreyta sem seldir voru með hluta Latitude, Precision og Inspiron fartölva á árunum 1998–2002. Ástæðan er að tilkynnt hefur verið um sjö tilvik þar sem straumbreytar hitnuðu óeðlilega mikið, án þess þó að fólk hafi hlotið meiðsl af þeim völdum. Framleið- andi straumbreytanna er taívanska fyrirtækið Delta Electronics, sem framleiddi einnig straumbreyta sem IBM innkallaði í síðasta mánuði. Örn Alfreðsson hjá EJS, umboðs- aðila Dell á Íslandi, segir að erfitt sé að segja til um hve margar tölvur af þeim gerðum sem um ræði séu í notkun hér á landi, en fyrirtækið hefur selt átta gerðir af þeim sem tilteknar eru hér að neðan. Segir hann að engin kvörtun hafi borist um að straumbreytar frá Dell hafi ofhitnað, að einn viðskiptavinur hafi komið með straumbreyti vegna inn- köllunarinnar og fengið nýjan á síð- ustu dögum. Hann segir að EJS muni senda út fréttatilkynningu um málið og setja frétt á vef fyrirtækisins, ejs.is. Hægt er að sjá hvort straumbreytir er af umræddri gerð á síðunni http:// www.delladapterprogram.com/ multiorder.aspx. Straumbreytarnir voru seldir með eftirfarandi gerð fartölva: Latitude CP, CPi, CPiA, CPtC, CPiR, CPxH, CPtV, CS, CSx, CPxJ, CPtS, C500, C510, C540, C600, C610, C800, C805, C810, V700, C- Dock, C-Port. Inspiron 2500, 2600, 3700, 3800, 4000, 4100, 4150, 5000, 5000E, 7500, 7550, 8000, 8100, Advanced Port Replicator, Docking Station. Precision M40. Straumbreytar fyrir tölvur innkallaðir STJÓRN og fulltrúaráð Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna samþykkti eft- irfarandi ályktun á fundi sínum 15. október sl.: „Stjórn og fulltrúaráð Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna lýsir fullum stuðn- ingi við kjarabaráttu kennara og sendir Kennarasambandi Íslands baráttukveðjur. Mikilvægt er að samningar takist hið allra fyrsta því langvinnt verkfall getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla hlutaðeigandi.“ Slökkviliðsmenn styðja baráttu kennara FYRIRÆTLUN Iceland Express um að segja upp flugfreyjum félagsins til þess að endurráða þær hjá er- lendu félagi er tilraun til félagslegra undirboða í því skyni að verða sam- keppnisfærari á markaði lágjalda- flugfélaga. Svo segir í ályktun fram- kvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands. „Fyrirætlunin verður ekki túlkuð öðruvísi en sem aðför að skipulagðri verkalýðshreyfingu hér á landi og umsömdum lágmarkskjörum launa- fólks. Framkvæmdastjórn Starfs- greinasambands Íslands heitir Flug- freyjufélagi Íslands fyllsta stuðningi sínum og bendir á að svipaðar til- raunir atvinnurekenda séu þekktar á alþjóðlegum markaði. Í kjaradeilu SAS við starfsfólk sitt í september sl. varð félagsleg samstaða Norrænu stéttarfélaganna og tengsl þeirra við systrasamtök í Evrópu til þess að at- vinnurekendur gátu ekki lítilsvirt réttindi starfsfólks samkvæmt ráðn- ingarkjörum í einu landi með því að láta aðra taka að sér störfin annars staðar. Starfsgreinasambandið mun beita sér fyrir félagslegri samstöðu, bæði hérlendis og erlendis, gegn áformum Iceland Express, óski Flugfreyjufélag Íslands eftir þeirri aðstoð í kjaradeilu sinni við flug- félagið.“ SGS styður flugfreyjur ÞRÍTUGASTA og sjötta ólympíuskákmótið er haf- ið hér á Mallorca og teflt er í Gran Casino Mallorca. Mótshaldið er mjög þunglamalegt og mikil örygg- isgæsla á skákstað. Þeir sem hafa eitthvað með sér, eins og t.d. töskur eða myndavélar, verða að horfa inn í byssukjafta hermanna á meðan þeira sæta rannsókn, eins og á flugvöllum. Skákmennirnir (sem ekki eru með farangur) fara sjálfir inn á skák- staðinn um annað hlið. Þetta varð til þess að und- irritaður þurfti í byrjun 1. umferðar að standa í bið- röð í 30 mín. með veski kvennaliðsins og myndavélar. Þegar undirritaður loksins komst inn á skákstað voru skákirnar byrjaðar, þannig að minna varð af myndatöku en efni stóðu til. Aðstæður á skákstað eru ef til vill góðar fyrir skákmennina sjálfa, en mjög slæmar fyrir alla aðra. Þetta stafar fyrst og fremst af þrengslum, t.d. hafa liðsstjórar enga stóla í skáksalnum til að setjast á í þær 4–5 klst., sem skákirnar taka. Og ekki tekur betra við ef menn fara út úr skáksalnum, þar er fá sæti að hafa. Keppendur og liðsstjórar mega ekki tala saman nema dómari sé viðstaddur. Þessari reglu er fylgt hérna af slíkri hörku að þegar und- irritaður ætlaði að færa liðsmönnum vatnsflöskur í 1. umferð, var honum bent á að hann yrði afhenda dómara þær, sem kæmi þeim svo til skila! Vegna þessara þrengsla (og öryggisgæslunnar?) fá ein- ungis þeir skákmenn, sem tefla í hverri umferð, og liðsstjórar að fara inn í skáksalina, sem eru tveir, annar fyrir opna-/karlaflokkinn, en hinn fyrir kvennaflokkinn. Liðsstjórar karla fá ekki aðgang að skáksal kvenna og öfugt. Fóru rólega af stað Íslensku sveitirnar hafa farið rólega af stað, karl- arnir hafa 6,5 v. af 12, en konurnar 4 v. af 9. Karlarnir hafa unnið Tobago og Trinidad 3,5–0,5, tap fyrir Kúbu, 1–3 og jafnt við Túnis 2–2. Tapið við Kúbumenn var nokkuð óheppilegt, því að Hannes Hlífar tapaði unninni skák og Stefán átti góð færi sem hann nýtti ekki. Hins vegar var Þröstur frekar lánsamur að vinna. Á móti Túnis tapaði Helgi Ólafsson í flókinni skák þar sem hann missteig sig í örlítið betri stöðu. Íslenska kvennaliðið fékk það skemmtilega verk- efni að tefla við ofursveit Rússa (nr. 2 á styrkleika- listanum, fyrir mótið) í fyrstu umferð. Lenka tefldi því við eina sterkustu skákkonu heims í fyrstu skák sinni í landsliði Ísland. Alexandra Kostenjuk mætti tilefni dagsins með neglurnar lakkaðar í bláum, rauðum og hvítum lit, fánalitum Rússlands og reyndar líka Íslands. Hún komst lítið áleiðis gegn Lenku, og í tímahrakinu var þráleikið. Sú rúss- neska rétti fram höndina, sem átti að tákna jafn- teflisboð, án þess að segja orð. Lenka lét sér fátt um finnast og það var dálítið „kómiskt“ að horfa á þetta í þær 15–20 sekúndur sem liðu áður en Lenka rétti fram höndina og tók boðinu. Guðlaug missteig sig í byrjuninni og þá var ekki að sökum að spyrja. Harpa fórnaði manni, en því miður yfirsást henni drottningarskák andstæðings- ins. Eftir það var lítil von um björgun. Meðal þáttakenda eru alltaf einhverjar „príma- donnur“. Maja Tsjíburdanidze, fyrrverandi heims- meistari kvenna, á 1. borði fyrir Georgíu, er ein þeirra, og undirstrikar hún það m.a. með því að tefla ávallt með barðastóran hatt, þannig að ekki sér í andlit hennar þegar hún beygir sig yfir tafl- borðið. Stóllinn, sem Maju var boðið að setjast í við skákborðið, var ekki nógu góður fyrir hana, og varð að útvega henni sérstakan stóláður en hún gat hafið taflið. Þetta dugði þó skammt, því að hún varð að sætta sig við jafntefli við Titovu-Boric frá Bosníu- Herzegóvínu. Konurnar óheppnar Í annarri umferð voru íslensku konurnar sein- heppnar í meira lagi. Þær áttu betra tafl á öllum borðum framan af í keppni við Makedóníu, en upp- skeran varð aðeins hálfur vinningur. Lenka stóð mun betur framan af, en eftir að hún missti frumkvæðið, hélt hún áfram að reyna að vinna, sem endaði með skelfingu. Lilja tefldi mjög vel og byggði upp vinningsstöðu með kraftmikilli og skemmtilegri taflmennsku. Þegar tíminn var orðinn lítill í lokin missti hún skákina niður í jafn- tefli. Harpa átti þægilegt tafl, þar sem hún átti mun betri möguleika. Einn vanhugsaður leikur kostaði peð og eftir það var erfitt fyrir Hörpu að flækja taflið. Í 3. umferð vannst stórsigur á Jómfrúreyjum, 3–0. Við skulum nú sjá vinnningsskák Arnars gegn Túnis. Arnar E. Gunnarsson – Chikhaoui, Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. Rf3 d6 6. 0-0 c5 7. d3 Rc6 8.Bd2 a6 9. Dc1 He8 10. Bh6 Bh8 11. h3 Hb8 12. Rh4 Rd4 13. e3 Rf5 14. Rxf5 Bxf5 15. e4 Bd7 16. a4 b5?! (Betra er 16...e6 17. f4 Bc6 18. Kh2 Rd7 o.s.frv.) 17. e5 (betra er að leika fyrst 17. axb5 axb5 18. e5 b4 19. Ra4 o.s.frv.) 17. -- dxe5 (Best er 17...b4 18. exf6 bxc3 19. fxe7 Dxe7 20. bxc3 De2 og svartur heldur sínu) 18. axb5 axb5 19. Rxb5 Db6 (ekki gengur að drepa tvisvar á b5, vegna Bc6) 20. b4 Bxb5 21. bxc5 Dxc5 22. Be3 Dd6 23. cxb5 Hec8 24. Db1 Rd5 25. Ha6 Dd7 26. Bxd5 Dxd5 27. b6 Bf6 28. Hc1 Hxc1+ 29. Dxc1 e4 30. dxe4 Dxe4 31. Dc7 Be5 32. Dxe7 Dd5 33. Ha7 Kg7 34. Hd7 og svartur gafst upp, því að hann tapar manni, vegna máthótunar. Stórsigur kvennaliðsins Íslenska liðið tefldi við Túnis í gær og gerði jafntefli 2:2. Næst á myndinni er Arnar Gunnarsson á 4. borði, þá Þröstur Þórhallsson, Helgi Ólafsson og loks Hannes Hlífar Stefánsson á 1. borði. Mallorca, frá Braga Kristjánssyni. ENGIN vísindaleg sönnun liggur fyrir um skaðleg heilsufarsleg áhrif farsímafjarskipta, hvorki frá sendistöðvum né frá farsímum sem nota sendistyrk sem er innan sér- stakra viðmiðunarmarka Alþjóða- geislavarnaráðsins, ICNIRP, að því er fram kemur í samnorrænni tilkynningu geislavarnayfirvalda. Þar kemur fram að á undanförn- um árum hafi hópar sérfræðinga birt skýrslur með viðamiklu áhættumati vegna rafsegulsviða og niðurstaðan jafnan orðið hin sama og hjá hinni bresku Stewart-nefnd árið 2000 að ekkert bendi til að geislun með útvarpsbylgjum undir viðmiðum ICNIRP hafi í för með sér skaðleg líffræðileg áhrif á al- menning. Óvíst hvort börn eru við- kvæmari fyrir bylgjunum Í tilkynningunni segir þó að birst hafi skýrslur sem gefi til kynna að líffræðileg áhrif kunni að vera fyrir hendi undir sömu við- miðum og því þurfi að endurtaka rannsóknir og fylgjast vel með vís- indalegri þróun á þessu sviði. Í því samhengi telja norræn geislavarnayfirvöld skynsamlegt að fólk noti handfrjálsan búnað sem dragi umtalsvert úr rafseg- ulsviði nálægt höfði. Þá sé óvíst hvort börn og ungt fólk séu við- kvæmari fyrir rafsegulsviði frá farsímum en þeir sem eldri eru og mikilvægt að foreldrar fræði ungt fólk og börn um leiðir til að minnka rafsegulsvið frá símunum. Þorgeir Sigurðsson, fagstjóri hjá Geislavörnum ríkisins, segir að til- mæli um notkun handfrjáls bún- aðar séu fyrst og fremst sett fram í varúðarskyni og án þess að fyrir liggi sannanir um hættur frá raf- segulsviði farsíma. Aðsðurður segir að hann að allt- af komi upp tilfelli þar sem fólk telur sig hafa orðið fyrir heilsufar- stjóni af völdum farsímanotkunar, meðal annars hér á landi, „en það er bara svo erfitt að segja til um það hvort hægt er að kenna far- símum, farsímamöstrum eða ein- hverju um. […] Það er ekkert sem gefur til- efni til að hafa verulegar áhyggj- ur,“ segir Þorgeir. Reuters Engar vísindalegar sannanir eru fyrir skaðlegum áhrifum á heilsu þeirra sem nota farsíma, samkvæmt niðurstöðum norrænna geislavarnayfirvalda. Engar sannanir eru um skaðsemi farsíma Samnorræn könnun geislavarnayfirvalda á símum FLOKKSSTJÓRN Samfylk- ingarinnar sendi frá sér álykt- un á laugardag, þar sem lýst er yfir stuðningi við ASÍ og sjómannasamtökin í máli Sól- baks EA. Í ályktuninni er framgöngu Brims lýst sem „aðför að grunnreglum ís- lensks nútímasamfélags“. Tekið er undir mótmæli verkalýðshreyfingarinnar vegna kjarafyrirkomulagsins sem Brim hf. hefur komið upp á Sólbak EA-7, „þar sem eitt skilyrðið er að sjómenn séu ekki félagar í stéttarfélagi“, segir í ályktuninni. „Á Íslandi er til siðs að ágreiningur á vinnumarkaði sé leystur við samningaborðið á grundvelli vinnulöggjafarinn- ar. Þess utan hafa aðilar átt með sér víðtækt samstarf til heilla fyrir atvinnulífið og sam- félagið allt. Fyrirkomulag eins og Brim hf. reynir nú að koma á um borð í Sólbak ógnar þess- um samskiptavenjum. Í því felst aðför að verkalýðshreyf- ingunni og grunnreglum ís- lensks nútímasamfélags. Sam- fylkingin fagnar því að stéttarfélögin bregðast hart við og heitir þeim fullum stuðningi.“ Styðja sjómanna- samtökin í máli Sól- baks EA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.