Morgunblaðið - 18.10.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.10.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 27 FRÉTTIR ELLEFU ára íslensk börn borða að meðaltali 95 grömm af ávöxtum og 60 grömm af grænmeti á dag en þess má geta að eitt meðalstórt epli er um 100 g að þyngd og banani um 50–80 g. For- eldrar barnanna borða svipað magn af ávöxtum en meira af grænmeti eða um 88 g að meðtali á dag. Þetta kemur fram í meistaraprófsverkefni Ásu Guðrúnar Kristjánsdóttur í næringarfræði sem nýlega var kynnt. Niðurstaðan bendir til að ávaxta- og grænmet- isneysla barna hafi aukist á undanförnum árum, en samkvæmt rannsókn sem gerð var á mat- aræði Íslendinga árið 1990 borðuðu 10–15 ára börn að jafnaði 31 g af grænmeti á dag sem sam- svarar um hálfum tómati eða einum þriðja úr gulrót á dag. Niðurstaðan nú er þó enn verulega langt undir manneldismarkmiðum Lýð- heilsustöðvar sem mælir með að fullorðnir borði 500 g af grænmeti, ávöxtum og safa á dag, þar af a.m.k. 200 g af grænmeti og 200 g af ávöxtum, auk kartaflna. Í rannsókn Ásu Guðrúnar kemur í ljós að þau börn sem borða mest af ávöxtum og grænmeti borða 372 g samanlagt á dag en hámark hjá for- eldrunum var um 390 g. Rannsókn Ásu Guðrúnar er hluti af evrópsku verkefni sem heitir á íslensku Efling og viðhald heilsu með aukinni grænmetis og ávaxtaneyslu evrópskra skólabarna. Níu lönd tóku þátt í rann- sókninni og var ávaxta- og grænmetisneysla um 1.200 barna og 1.000 foreldra könnuð hér á landi sl. vetur. Lagðir voru spurningalistar fyrir börnin í nokkrum skólum á landinu og voru þau beðin að rifja upp hversu mikið og oft þau borðuðu græn- meti og ávexti síðastliðinn sólarhring. Í ljós kom að um þriðjungur barnanna hafði hvorki borðað ávexti né grænmeti daginn áður í skólanum. Frekari niðurstaðna er að vænta síðar og verða þær m.a. notaðar til að stuðla á markviss- an hátt að aukinni grænmetis- og ávaxtaneyslu skólabarna hér á landi. Börn borða meira af ávöxt- um og grænmeti en áður Neyslan er enn langt undir manneldismarkmiðum Morgunblaðið/Sverrir Börn á Íslandi borða nú meira af ávöxtum og grænmeti en þau gerðu fyrir fimmtán árum. SAMTÖK myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) hafa kært forsvarsmenn Nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík til lögreglunnar í Reykjavík vegna sýningar á nýrri bandarískri kvikmynd 9. september sl. þremur vikum áður en myndin var tekin til sýninga í kvikmynda- húsum hér á landi. Í tilkynningu frá SMÁÍS segir að listanefnd Nemendafélags Kvenna- skólans hafi sýnt myndina Dodge- ball í húsnæði skólans og hafi að- gangseyris verið krafist. „Forsvarsmenn félagsins eru kærðir fyrir að halda opinbera sýn- ingu á myndinni án leyfis rétthafa auk þess sem ljóst er að ólöglegt eintak af myndinni var notað til sýningarinnar, en kvikmyndin hef- ur hvergi í heiminum verið gefin út á DVD- eða VHS-formi. Erlendur eigandi myndréttar að umræddri mynd er 20th Century Fox en aðilar innan SMÁÍS hafa keypt einkarétt til dreifingar og sýningar á mynd- inni hér landi,“ segir í tilkynningu SMÁÍS af þessu tilefni. Haraldur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þeir vissu ekki hvaðan það eintak sem sýnt hefði verið í Kvennaskólanum væri komið, en grunurinn hlyti að bein- ast að því að eintakið væri fengið af Netinu. Það væri ljóst að um lög- legt eintak gæti ekki verið að ræða, þar sem ekki væri búið að gefa myndina út og hún ætti ekki að koma út á myndbandi hérlendis fyrr en í febrúar á næsta ári eftir því sem hann best vissi. „Við fengum mjög hörð viðbrögð frá eiganda myndarinnar sem er í þessu tilviki 20th Century Fox. Þeir vissu nú bara ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir fréttu af þessu,“ sagði Haraldur. SMÁÍS kærir Nemendafélag Kvennaskólans FRÍMERKJA- og myntverslun Magna við Laugaveg hefur fengið í hendur sérstök spil sem Happ- drætti Háskóla Íslands gaf út í til- efni 70 ára af- mælis síns á þessu ári. Hafa spilin, sem eru tveir stokkar ásamt bók, eingöngu verið gefin vinn- ingshöfum happ- drættisins. Nefn- ast þau Sjávarspilin og sýna íslenska sjávarhætti á liðnum öldum, alls 52 myndir teiknaðar af Bjarna Jóns- syni listmálara. Magni segir mikinn feng að þessum spilum, enda um einstaka og útgáfu að ræða. Magni kominn með Sjávarspilin Á sveitarstjórnarráðstefnu VG á laugardaginn var samþykkt áskor- un í kennaradeilunni. Í áskoruninni segir: „Þátttak- endur á sveitarstjórnarráðstefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Hótel Loftleiðum 16. október 2004 skora á málsaðila í launadeilu sveitarfélaganna og grunnskólakennara, ríkisvaldið og alla þá sem lagt geta sitt af mörk- um að gera það sem í þeirra valdi stendur til að ljúka samningum á næstu sólarhringum. Því ófremdarástandi sem fólgið er í verkfalli og launaleysi 4.500 kennara og langvarandi röskun á skólagöngu 45 þúsund grunnskóla- barna verður að linna. Fundurinn fagnar frumkvæði þingflokks VG í nýframlögðu frum- varpi um að styrkja tekjustofna sveitarfélaga og gera þeim þar með auðveldara að greiða starfs- mönnum sínum góð laun.“ Samningum ljúki hið fyrsta BREYTINGAR á skiptingu kostn- aðar milli Tryggingastofnunar ríkis- ins og sjúklinga, viðhorfsbreyting til sjúkraþjálfunar, fjölgun öryrkja og snemmbúin útskrift af sjúkrahúsum eru meðal helstu ástæðna þess að þeim sem nýta sér sjúkraþjálfun hef- ur fjölgað mjög á síðustu árum og kostnaður ríkisins aukist að sama skapi. Þetta er álit Guðlaugar Björnsdóttur, starfsmanns samn- inganefndar heilbrigðisráðherra. Frá 1994–2003 fjölgaði sjúkling- um sem fóru í meðferð til sjúkra- þjálfara sem TR tók þátt í að greiða um tæp 63%. Á sama tíma jókst kostnaður sjúkratrygginga vegna sjúkraþjálfunar úr 312 milljónum í um milljarð og er þá miðað við verð- lag hvers árs. Á þessu ári stefnir í að kostnaðurinn verði um 1,4 milljarð- ar. Sjúkraþjálfari má ekki taka sjúk- ling til meðferðar án samráðs við lækni skv. lögum um sjúkraþjálfun. Guðlaug segir margvíslegar ástæður fyrir aukinni aðsókn í sjúkraþjálfun og auknum kostnaði TR. Nefnir hún að sjúkrahús hafi í auknum mæli reynt að útskrifa sjúk- linga fyrr en áður og þar með fari endurhæfing þeirra í auknum mæli fram á stofum sjúkraþjálfara. Kostn- aður sem áður féll á sjúkrahús falli því á TR. Hið sama gerist þegar sjúklingar eru fluttir af stofnunum yfir á sambýli, eins og reynt hafi ver- ið að gera á síðustu árum. Fjölgun öryrkja hafi einnig sitt að segja. Árið 1994 voru samningar TR við sjúkraþjálfara þannig að sjúklingur- inn greiddi 40% af taxta fyrir al- menna þjálfun. Fyrir sjúklinga með ákveðna alvarlega sjúkdóma greiddi TR 100% kostnaðar. Þessu var breytt árið 1997. Í stað þess að sjúk- lingar með ákveðna sjúkdóma fengju fría þjálfun var tekið upp kerfi þar sem öryrkjar, ellilífeyrisþegar og börn undir tólf ára aldri greiða lægra gjald sem er 25% af fullu verði fyrir fimmtán skipti en eftir það fá þessir hópar fría meðferð. Til áramóta 2003/2004 greiddu sjúklingar 50% af fullum taxta en greiða nú 60% fyrir fyrstu 24 skiptin á hverjum tólf mán- uðum en síðan lækkar greiðsla þeirra niður í 25%. Guðlaug segir að þetta hafi gert fleirum kleift að fara í sjúkraþjálfun. Fólk vill ekki liggja veikt heima Guðlaug segir erfitt að svara því hvort aukinn kostnaður TR leiði til sparnaðar á öðrum stöðum í heil- brigðiskerfinu, erfitt sé að festa hendur á slíku. Á hinn bóginn ræði margir um að sjúkraþjálfun valdi því að fólk þurfi síður á lyfjum að halda sem hljóti að spara einhverja fjár- hæð. Hún viti þó ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á því. Guðlaug bendir einnig á að TR greiði nú kostnað við sjúkraþjálfun fyrir fleiri hópa. Hinn 1. apríl 2002 hafi reglum verið breytt þannig að í upphafi tímabilsins, þ.e. árið 1994, hafi reglum um umferðarslys verið breytt þannig að þjálfun vegna þeirra færðist yfir á sjúkratrygging- ar. Þá hafi sjúkraþjálfun íþrótta- manna færst að miklu leyti yfir á sjúkratryggingar í apríl 2002. Auk þessara atriða hafi orðið al- menn viðhorfsbreyting til sjúkra- þjálfunar og jafnt læknar sem sjúk- lingar gert sér grein fyrir kostum hennar. Fái einhver bata við sjúkra- þjálfun sé það fljótt að spyrjast út sem leiði til þess að fleiri sækjast eft- ir að komast í þjálfun. „Fólk vill ekki liggja veikt heima heldur vill það fá lækningu meina sinna,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru taldar fyrir fjölgun sjúklinga hjá sjúkraþjálfurum Greitt fyrir fleiri hópa en áður Boðið var upp á veitingar og starfsfólk deild- arinnar fjallaði um og sýndi gestunum gjör- gæsluaðstæður fyrr og nú. Gínur lágu í nokkrum sjúkrarúmum og gafst gestum færi á að prófa ýmis tæki og tól sem Í TILEFNI af 30 ára afmæli gjörgæslunnar við Hringbraut var opin dagskrá í Hringsalnum á laugardaginn og þar var almenningi gefinn kost- ur á að kynna sér þá starfsemi sem fram fer hjá gjörgæslunni. venjulega eru í höndum lækna og hjúkr- unarfræðinga. Eins og sjá má á myndinni stóð ekki á þeim Guðbjörgu Evu og Lilju Dís að prófa sig áfram í hlutverki læknisins. Morgunblaðið/Kristinn Kynntu gjörgæslu í þrjátíu ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.