Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV Mjáumst í bíó! Kr. 450  S.V. Mbl. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV S.V. Mbl. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 V.G. DV S.V. Mbl. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens V.G. DV S.V. Mbl. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR... ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR... ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. Sýnd kl. 6 og 10.Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8. Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4, 6, og 10.15 NOTEBOOK KOM Í Höllina þegar Quarashi var að ljúka sér af. Við tók of löng bið, eða um 45 mínútur, eftir aðalsveit kvölds- ins, dansrokkurunum í The Prodigy. Fór að hugsa um að það væri vel við hæfi að Quarashi hitaði upp því lík- indin væru mikil með sveitunum. Báð- ar hafa þær meðlimi innanborðs sem ekki fá pláss á nýjustu plötunum og þeim er stjórnað af miklum takt- smiðum sem framleiða grípandi lög. Unglingar voru í meirihluta á tón- leikunum í troðfullri Höllinni og var spennan í loftinu mikil áður en Pro- digy steig á svið um klukkan hálfell- efu. Tjaldið féll og allt gólfið hoppaði í kór þegar Liam Howlett hóf að vekja fólkið enn frekar, „Wake up, wake up“ söng rödd hæglát- lega og voru allir sannarlega glaðvakandi og fegnir að sveitin var loks komin á svið. Græjukóngurinn Liam var á miðju sviðinu á upphækkun, umkringdur tækjunum sín- um. Þó hann gæti framleitt tónlistina einn og óstuddur þá væru tónleikarnir ekki svipur hjá sjón ef Keith Flint og Maxim Reality vantaði. Þeir gáfusveitinni sterkari nær- veru á sviðinu þó ekki heyrð- ist alltaf mikið í þeim, en það batnaði þegar leið á. Á tónleikum Prodigy voru líka gítarleikari og trommari með í för en gítarleikarinn fékk einmitt að njóta sín í þriðja laginu sem sveitin spil- aði. Það var lagið „Their Law af Music for the Jilted Gen- eration“ frá árinu 1994. Út- gáfan var kraftmikil og þekktu allir í húsinu þetta lag. Þarna var Prodigy upp á sitt besta og hafði allan salinn á valdi sínu. Svo var þó ekki allan tímann því stemningin datt niður á köflum. Prodigy spilaði eitthvað um fjórtán lög, svipað prógramm og hún hefur verið með á tónleikum undanfarið. Vandamálið var að nokkuð skorti á tengingar milli laga og stemningin datt óþægilega mikið niður. Það var auðvitað gott að gefa áhorfendum tækifæri til að anda aðeins á milli, en ekki áður en búið var að ná upp nóg- um hita. Salurinn kunni vel að meta lagið „Girls“ af nýju plötunni, Always Outnumbered, Never Outgunned og var flutningurinn á því flottur með mögnuðum Maxim í fararbroddi. Hann og Keith Flint voru eins og jing og jang. Maxim hafði yfirvegaða og sterka sviðsframkomu en Keith Flint var pönktrúðurinn, dansfíflið. Hann minnti mig á Einar Örn á sviði, svolít- ið óþolandi, eins og Einar hefur sjálf- ur lýst sér. Við þetta dönsuðu Íslendingar þann dans sem þeir kunna best, að hoppa upp og niður í takt við bassann sem magnaðist upp í lungunum. Ég sá þó helst til lítið upp á sviðið, þó meira í Maxim því hann var duglegri við að fara upp á upphækkunina hjá Liam. Smellirnir héldu áfram að streyma frá Liam og fékk „Breathe af The Fat of the Land“, frá árinu 1997, frábærar viðtökur hjá salnum, sem og nýtt lag „Hot Ride“ sem Juliette Lewis syng- ur á plötunni og hljómaði lagið vel á tónleikunum. Annað nýtt lag „The Way It Is“ fylgdi á eftir kryddað með Thriller-stemningu sem framkallaði ófá brosin. Lokalagið „Firestarter“ kveikti vel í fólkinu. Uppklappið var ekkert sérlega kraftmikið en fólkið vildi þó meira og fékk það í tveimur frábærum lögum, „Poison af Jilted Generation“, frá- bært lag sem er í uppáhaldi hjá mér eins og mörgum öðrum, og „Smack My Bitch Up“ af The Fat of the Land. Ljósin voru kveikt og fólk gekk ánægt út um tíu mínútum fyrir mið- nætti. Ég verð þó að koma því að, að þetta jafnaðist ekki á við að sjá Prodigy í Tunglinu fyrir tíu árum. Þá hafði tón- list Prodigy meira að segja og var tákn fyrir eitthvað nýtt og spennandi í tónlistarlífi. Enginn getur þó verið nýr og spennandi að eilífu en það er ljóst að mörg lög Prodigy lifa góðu lífi og eru orðin sígild. Í heildina voru þetta skemmtilegir tónleikar, lægð- irnar voru fullmargar en von til að prógrammið styrkist eftir því sem sveitin spilar það oftar. Hoppað upp og niður TÓNLIST Laugardalshöll Tónleikar The Prodigy í Laugardalshöll föstudagskvöldið 15. október 2004. Quarashi hitaði upp. The Prodigy  Keith Flint og Maxim Reality voru í miklum ham á föstudagskvöldið. Inga Rún Sigurðardóttir Keith Flint er þekktur fyrir líflega sviðs- framkomu og litríkan klæðnað. Hann olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Eggert Keith fór af sviðinu og heilsaði áhorfendum sem létu sér vel líka. FJÓRÐI og vonandi síðasti kafli myndbálksins um Særingamann- inn fer ágætlega af stað en endar í þreytulegri klisjusúpu. Atburða- rásin þar á milli er aldrei ógn- vekjandi, í mesta lagi óþægileg og sundurhjökkuð af innskotum um lífsreynslu föður Merrins í síðari heimsstyrjöldinni, sem varð til þess að hann missti trúna. Faðir Merrin (Skarsgård), sem Max Von Sydow túlkaði eft- irminnilega í fyrsta og besta kafla fernunnar, er semsé aftur komin til skjalanna. Merrin er staddur í Kaíró skömmu eftir stríðslok þeg- ar hann er beðinn að kanna dul- arfullar kirkjurústir sem verið er að grafa upp í Kenýa. Merrin segist ekki lengur teljast í hópi kirkjunnar manna en áhuginn er vakinn. Á uppgraftarsvæðinu gengur fjandinn laus í orðsins fyllstu merkingu því hér er fund- inn staðurinn þar sem Lúsífer féll af himnum ofan og blundar illur andi hans í iðrum kirkjurúst- anna … Hreint ekki sem verst efni í krassandi hrollvekju ef vel er haldið á spöðunum. Særingamað- urinn: Upphafið á eins og nafnið bendir til að vera undanfari at- burðanna í bókinni hans Blattys, en geldur greinilega fyrir flæking á milli manna. John Frankenhei- mer hóf verkið skömmu fyrir and- látið, Paul Schrader eftirmaður hans var rekinn frá störfum, að lokum var Harlin fenginn til að púsla hlutunum saman. Skars- gård ljær myndinni vissulega ör- litla reisn, en það er hvorki á færi Harlins né handritshöfundanna að mjólka það sem með þarf úr efninu. Brellusmiðirnir eru stein- geldir, útlitið er ómerkilegt þrátt fyrir alla möguleikana svo og handbragð kvikmyndatökustjór- ans Vittorios Storaros, sem hefur oftast gert betur. Það vantar til- finnanlega frumleikann, jafnvel hryllingur Þriðja ríkisins er þjóf- stolinn frá William Styron (Sophie’s Choice). Fjandinn gengur laus KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Renny Harlin. Aðalleik- endur: Stellan Skarsgård, James D’Arcy, Izabella Scorupco, Remy Sweeney, Ben Cross. 110 mínútur. Bandaríkin. 2004. Særingamaðurinn: Upphafið (Exorcist: The Beginning)  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.