Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 37 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI kl. 4. frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum “Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill” KRINGLAN Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 16 ára KRINGLAN kl. 8 og 10.15 KRINGLAN kl. 6. KRINGLAN kl. 5.45. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 10. M.M.J. Kvikmyndir.com  „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu." M.M.J. kvikmyndir.com AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. Ísl tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i 16 ára Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. j ll l . . ÁLFABAKKI kl. 4. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal. ÁLFABAKKI kl. 8.15. ÁLFABAKKI kl. 6, 8 og 10.10. AKUREYRI kl. 6. HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF MÖGNUÐ HROLLVEKJA FRÁ RENNY HARLIN FRÁBÆR LOKAKAFLI SEM REKUR FORSÖGU HINS ILLA MÖGNUÐ HROLLVEKJ A FRÁ RENNY HARLIN FRÁBÆR LOKAKAFLI SEM REKUR FORSÖGU HINS ILLA MILLA JOVOVICHI I Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. TOM CRUISE JAMIE FOXX COLLATERAL Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Ég heiti Alice og ég man allt AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI kl.10. B.i.16 ára. HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF MBL B.i 16 ára The Corporation: Sýnd kl. 8 Bush’s Brain: Sýnd kl. 6 The Yes Men: Sýnd kl. 10:30 OUTFOXED! Frumsýnd á morgun kl. 8 FJÓRAR AF BETRI HEIMILDARMYNDUM SÍÐARI ÁRA Á EINUM STAÐ UPPHAFSMAÐUR dogme- myndanna, Thomas Vinterberg, verð- ur að öllum líkindum minnst fyrir Festen, öðrum myndum fremur, a.m.k. hefur nýjasta verkið hans, It’s All About Love, enga burði til að breyta nokkru þar um. Vinterberg hefur úr heimsfrægum leikurum að moða, þeir skila sínu ásættanlega en breyta ekki miklu því handrit Vinterbergs og landa hans Mogens Rykov er veikburða. It’s All About Love gerist að tæpum 20 árum liðnum, en á fátt skylt með dæmigerðum vísindaskáldskap. John (Phoenix), millilendir í New York á leið til Kanada og hyggst nota tímann til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum og Elenu (Danes), konu sinnar fyrrver- andi. Hún er heimsfrægur listskautad- ansari, umkringd umboðsmönnum, líf- vörðum og öðru aðstoðarfólki. John sér að ekki er allt með felldu, frestar för sinni og reynir að bjarga Elenu úr lífs- hættu. Myndin er lengst af forvitnilegt, út- litið óaðfinnanlegt og þrúgandi óhugn- aður og ofsóknaræði liggur í loftinu. Það er fátt sem sýnist í viðskiptum persónanna, látið fólk liggur eins og hráviði um allar jarðir og veðráttan að fara úr böndunum. Það snjóar á norð- urhveli um hásumar, við miðbaug er þyngdarlögmálið úr sögunni. Er vand- inn skortur á ást á þessum síðustu og verstu tímum? Það liggur ekki í augum uppi frekar en flest annað í áhugaverðri mynd sem verður að lokum úti í harðindunum. Armstrong og Henshall eru virkastir leikaranna en hæfileikum Penn er varpað á glæ í yfirborðskenndu smá- hlutverki. Á köldum klaka KVIKMYNDIR Regnboginn: Dönsk kvikmyndavika Allt snýst um ást (It’s All About Love)  Leikstjóri: Thomas Vinterberg. Aðalleik- endur: Joaquin Phoenix, Claire Danes, Douglas Henshall, Alun Armstrong, Sean Penn.104 mínútur. Danmörk ofl. 2003. Sæbjörn Valdimarsson STELPURNAR í Nylon eru nú í óða önn að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu sem mun koma í verslanir 28. október nk. Platan ber nafnið 100% Nylon og munu tvö lög af henni fara í spilun nú í vikunni. Upptökum og vinnslu á myndbandi við lagið „Bara ein nótt“ er að ljúka og myndbandið væntanlegt til sýningar á næstu dögum. Gerð myndbandsins var í höndum tveggja ungra drengja, þeirra Hannesar Þórs Halldórssonar, 20 ára, og Braga Þórs Antoníussonar, 19 ára, en þeir hafa m.a. gert myndbönd fyrir söngleiki í Verslunarskóla Íslands. Útgáfutónleikar í Smáralind Útgáfutónleikar Nylon verða í Smáralind 4. nóvember nk. og munu stelpurnar þar koma fram með sjö manna hljómsveit auk þess sem ýmsir þekktir gestir stíga á pall, s.s. Friðrik Karlsson, Ellen Kristjánsdóttir og Love Guru. Á nýju plötunni verða ellefu lög. Af þeim voru tvö lög í spil- un í sumar en það eru lögin „Lög unga fólksins“ eftir Dr. Gunna og Þór Eldon og „Einhvers staðar, einhvern tímann aft- ur“ eftir Magnús Eiríksson. Einar Bárðarson, umboðsmaður Nylon, og Friðrik Karlsson sömdu lögin á plötunni en Einar og Alma Guðmundsdóttir, ein af Nylon-stelpunum, sömdu textana við lögin. Upptökustjórn plötunnar var í höndum þeirra Hafþórs Guð- mundssonar, Nigels Wrights og Robins Sellars. Hafþór hefur verið upptökustjóri hjá Í svörtum fötum og Skítamóral en Wright hefur unnið með heimsþekktum stjörnum á borð við Madonnu, Boyzone og Barböru Streisand. Sellars hefur tekið upp fyrir Westlife, Ronan Keating og fleiri. Að sögn Einars er einnig fyrirhugað að gefa út bók um hljómsveitina og mun hún koma út í nóvember. Marta María Jónasdóttir, blaðamaður hjá Séð og heyrt, skrifar bókina. Fyrsta plata Nylon væntanleg í verslanir og myndband frumsýnt næstu daga Gerir mynd- band við „Bara ein nótt“ Það var glatt á hjalla á tökustað myndbandsins. Myndbandið við lagið „Bara ein nótt“ er tekið í Þjóðleikhúskjallaranum. Loka- atriðið gerist fyrir utan í mikilli rigningu. BANDARÍSKA kapalsjónvarps- stöðin In Demand hefur hætt við að sýna þriggja tíma langan kosn- ingaþátt Michael Moore fyrir banda- rísku forsetakosningarnar. Í þættinum átti meðal annars að sýna mynd Moore, Fahrenheit 9/11, í fyrsta sinn í sjónvarpi en í mynd- inni kemur fram mikil gagnrýni á George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna. Auk þess átti að sýna viðtöl við þekkta Bandaríkjamenn þar sem fólk er hvatt til að kjósa. Sjónvarpsstöðin, þar sem greitt er fyrir hvern þátt (pay per view), ber fyrir sig lagalega fyrirvara varðandi ákvörðun sína um að hætta við sýn- ingu þáttarins. Micheal Moore segir hins vegar að svo virðist sem sjónvarpsstöðin hafi verið beitt þrýstingi. Hann skrifaði undir samning við stöðina í september og segist vera að hug- leiða málsókn á hendur fyrirtækinu. ReutersMicheal Moore Hætt við sýn- ingu á þætti Michael Moore

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.