Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 23 að því að mynda blöð frá árinu 1964. Segja má að aðgangur al- mennings að greinum sem birst hafa í Morgunblaðinu sé tvískipt- ur. Greinar sem birst hafa fyrir árið 1986 verða aðgengilegar með því að fletta myndum af síðum blaðsins, en nýrri greinar eru til á textaformi á vefnum. Aðgangur að greinum yngri en þriggja ára er þó ekki opinn og þarf að greiða fyrir aðgang að þeim greinum. Mynda þarf hverja síðu í blöð- um útgefnum fyrir 1986 með sér- stakri myndavél, og eru skráðar upplýsingar um ártal, dagsetn- ingu, blaðsíðutal og fleira. Text- inn á hverri síðu er svo lesinn inn með tölvuforriti sem þekkir stafi, og búin til textaskrá með öllum orðunum sem fyrir koma á síð- unni og hún tengd við gagna- grunn sem hægt er að leita í. Þeg- ar notandinn ætlar svo að leita að ákveðnu orði í gömlum blöðum fer leitarvélin yfir orðin sem fram koma í textaskránum og finnur þær síður þar sem orðin koma fyrir. Sveinn segir að menn séu vissu- lega stórhuga og alltaf sé hægt að bæta það sem boðið sé upp á. Þannig sé t.d. áhugi á því að láta leitarvélina auðkenna þau orð sem leitað er að á síðunum sem það finnur, en í dag finnur hún ein- ungis þá síðu sem orðið kemur fyrir á, en notandinn þarf sjálfur að finna orðið á síðunni. Einnig er stefnt að því að hægt verði að velja textabúta eins og í rit- vinnsluforriti svo hægt sé að af- rita texta úr gömlum blöðum og skeyta í annað skjal. Til þess að skoða gömul eintök af Morgunblaðinu á Netinu þurfa notendur að hlaða niður sérstöku forriti, DjVu, sem býður m.a. upp á möguleika á orðaleit á síðunum. Finna má hlekk sem vísar á for- ritið í gagnasafninu. aðgang landsmanna að gagna- söfnum og tímaritum, enda hægt að líta svo á að verið sé að verja því fé sem söfnin hafa til kaupa á rafrænum áskriftum. Einnig hef- ur komið til fjárframlag af fjár- lögum, auk þess sem ýmsar stofn- anir og fyrirtæki hafa lagt fé til verkefnisins. Á þessu ári hafa verið greiddar samtals 25 milljónir króna fyrir aðgang að gagnasöfnum, og 54 milljónir króna vegna aðgangs að tímaritum í landsaðgangi. Með rekstrarkostnaði er kostnaður við verkefnið því rúmar 80 milljónir króna á þessu ári. Sveinn segir að þrátt fyrir þetta sé fé af skornum skammti, og nefndin sem ákveður hvað á að kaupa þurfi sífellt að vera tilbúin til að skera niður áskriftir. „Ef fólk vill ekki greiða fyrir þetta þá hverfur það á endanum. Það er ekkert flóknara en það.“ Þarf að mynda hverja síðu Þegar er búið að mynda öll ein- tök Morgunblaðsins frá því það kom fyrst út 2. nóvember 1913 til ársins 1963, og er verið að vinna u leyti, þó fullu.“ asöfnin í r þennan gengileg almenningi í gegnum Netið aleit í Morgun- árinu 1913 Morgunblaðið/Kristinn rmaður landsaðgangs að gagnasöfnum og raf- unnið af stórhug að þessu verkefni. brjann@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn myndar gamlar blaðsíður Morgunblaðsins. repúblikaninn Peter Fitzgerald ákvað að hætta þingmennsku. Og þokkalegar líkur eru taldar á því að Betty Caster, fyrrverandi mennta- málaráðherra í Flórída, takist að halda þingsætinu sem demókratinn Bob Graham gefur nú eftir; hún á í höggi við Mel Martinez sem gegnt hefur ráðherraembætti í stjórn George W. Bush. Verður Daschle „dömpað“? Mesta spennan er í kringum þingkosningarnar í Suður-Dakóta og segja menn raunar, að spennan þar sé næstum því jafn mikil og í forsetakosningunum sjálfum. Ástæðan er sú að repúblikanar leggja gífurlegt kapp á að fella sitj- andi þingmann, sjálfan leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, Tom Daschle. Minnist sá sem þessi orð ritar raunar að hafa séð dreifimiða á flokksþingi repúblikana í New York í byrjun september þar sem allir þingfulltrúar voru hvattir til að leggja í kosningasjóði repúblikana í Suður-Dakóta. „Hjálpið okkur að „dömpa“ Daschle“ [e. help us dump Daschle]. Er það til marks um þá áherslu sem Bush og nánustu ráð- gjafar hans leggja á að fá repúblik- anann John Thune kjörinn í stað Daschle. Thune nýtur sérstaks velvilja í Hvíta húsinu, var sérvalinn af Bush til að sækjast eftir þingsætinu í Norður-Dakóta fyrir tveimur árum. Hann hafði ekki árangur sem erfiði þá en á góða möguleika núna. Í Suð- ur-Dakóta eru nefnilega mun fleiri skráðir repúblikanar en demókrat- ar og staða Daschle því fyrirfram alls ekki örugg; jafnvel þó að hann hafi þegar setið þrjú kjörtímabil á þingi og sé einn mesti áhrifamaður demókrata í bandarískum stjórn- málum. Hefur lengi verið um það rætt að Daschle hafi fyrir nokkrum miss- erum síðan áunnið sér reiði ráða- manna í Hvíta húsinu og skil- greindu þeir hann í kjölfarið sem þann mann sem helst stæði í vegi fyrir því að stefnumál Bush næðu fram að ganga (e. chief obstruction- ist). Skýrir þetta hvers vegna þeir hafa lagt jafn mikla áherslu á kosn- ingarnar í Suður-Dakóta og raun ber vitni. Kosningabaráttan þykir hafa ver- ið mjög hörð og hún hefur kostað sitt; talið er að þegar yfir lýkur muni flokkarnir tveir hafa eytt sam- anlagt 25 milljónum dollara í barátt- una í þessu litla ríki. Umdeild ákvörðun í Alaska Einna athyglisverðustu kosning- arnar verða svo haldnar í Alaska en þar á öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Lisa Murkowski í vök að verjast. Repúblikanar eru reyndar mun sterkari en demókrat- ar í Alaska en nú ber nýrra við. Skýringin er sú að margir eru ósátt- ir við það hvernig það atvikaðist að Murkowski varð þingmaður. Fyrir tveimur árum gerðist það semsé að sitjandi öldungadeildar- þingmaður fyrir Alaska var kjörinn ríkisstjóri. Hann hætti því á þingi og tók til starfa sem ríkisstjóri – og eitt fyrsta verk nýja ríkisstjórans var að skipa öldungadeildarþing- mann í sinn stað (þar til kjósa mætti um þingsætið). Og hvern valdi rík- isstjórinn nýi, Frank Murkowski? Jú, dóttur sína, téða Lisu Murk- owski. ungadeild Bandaríkjaþings – en alls sitja 100 fulltrúar í öldungadeild- inni, tveir frá hverju ríki Bandaríkj- anna. Repúblikanar ráða öldungadeild- inni en meirihluti þeirra er þó mun naumari en í fulltrúadeildinni; 51 þingmaður situr í öldungadeild fyrir Repúblikanaflokkinn, 48 fyrir demókrata og einn er óháður (en sá leggst þó oftast á sveif með demó- krötum). Venju samkvæmt er lík- legt að sitjandi þingmenn verði endurkjörnir, séu menn á annað borð að sækjast eftir endurkjöri. Á þessu eru þó fjórar undantekningar eða svo, þ.e. kannanir sýna að stað- an milli frambjóðenda í fjórum ríkj- um er hnífjöfn og tvísýnt er talið að sitjandi þingmaður nái að verja sæti sitt. Stóru flokkarnir tveir leggja skiljanlega mikið á sig til að ná sigri í þessum ríkjum en að auki ber að nefna að í átta ríkjum er þegar ljóst að nýr þingmaður verður kjörinn; ástæðan er einföld, sitjandi þing- menn hafa ákveðið að setjast í helg- an stein. Sætin eru því laus. Alls setjast fimm demókratar í helgan stein að þessu sinni og þrír repúblikanar. Þeirra á meðal eru nokkur þekkt nöfn: John Edwards ákvað t.d. að gefa eftir sæti sitt í öldungadeildinni er hann hóf að berjast fyrir útnefningu Demó- krataflokksins í þessum forseta- kosningum (John Kerry hafði betur á endanum en valdi Edwards síðan sem varaforsetaefni sitt). Demó- kratinn Bob Graham er einnig að setjast í helgan stein eftir heldur misheppnað forsetaframboð í for- vali demókrata fyrr á þessu ári. Ólíklegt er talið að demókrötum takist að verja öll þingsætin fimm, sem nú opnast vegna brotthvarfs fulltrúa úr þeirra röðum. Er það m.a. mat manna að erfitt verði fyrir demókrata að verja sætin sem nú opnast í Suðurríkjunum; í Louisi- ana, Norður- og Suður-Karólínu og þó einkum í Georgíu. Á móti má telja fullvíst að demó- kratinn Barack Obama vinni þing- sætið sem losnaði í Illinois þegar Það búa aðeins um 750.000manns í Suður-Dakóta-ríki í Bandaríkjunum.Engu að síður er þar nú háð kosningabarátta sem er ekki síður spennandi en barátta forseta- frambjóðendanna George W. Bush og Johns Kerry. Repúblikanar leggja nefnilega gífurlega áherslu á að fella Tom Daschle, leiðtoga demókrata í öldungadeild Banda- ríkjaþings, af þingi, telja að þannig megi veita Demó- krataflokknum mikla skráveifu. Demókrötum er að sama skapi mjög í mun að ná aftur meirihlut- anum í annarri eða báðum deildum Bandaríkjaþings úr höndum re- públikana. Heldur ósennilegt er þó að þeim takist það ætlunarverk sitt. Ef við víkjum fyrst að ríkis- stjórakosningunum, sem haldnar eru í ellefu ríkjum af fimmtíu að þessu sinni, vekur athygli að það virðist ekki alls staðar vera sam- hengi milli stöðunnar í baráttu for- setaframbjóðendanna tveggja og síðan milli frambjóðenda demó- krata og repúblikana í hinum ein- stöku ríkisstjórakosningum. Í ríkjum eins og Indiana, Miss- ouri, Montana, New Hampshire og Washington er a.m.k. útilokað að spá fyrir um sigurvegara í ríkis- stjórakosningum þó að tiltölulega ljóst sé hvor þeirra George W. Bush og John Kerry fari þar með sigur af hólmi í baráttunni um forsetaemb- ættið. Ástæðan er sú að aðstæður í hverju ríki fyrir sig skipta mestu í ríkisstjórakosningunum. Og stað- reyndin er sú að víða hefur verið hart í ári og kjósendur því tilbúnir að breyta til. Á hinn bóginn er ekki verið að halda ríkisstjórakosningar mjög víða og því ekki líklegt að hið pólitíska landslag breytist mjög mikið í þessu tilliti. Repúblikanar halda meirihluta í fulltrúadeildinni Í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sitja alls 435 þingmenn og fara kosningar fram á tveggja ára fresti. Repúblikanaflokkurinn hefur núna nokkuð öruggan meirihluta í full- trúadeildinni, eiga þar 227 fulltrúa á meðan þar sitja aðeins 205 demó- kratar. Næsta víst er talið að repúblikanar haldi meirihlutanum, þeir hafa eytt miklu púðri í þessar kosningar, demókratar hafa á móti ekki náð þeim árangri sem þeir vonuðust eftir í kosningabaráttunni og auk þess er kjördæmaskipanin með þeim hætti að ekki er líklegt að demókratar nái þeim tólf til þrettán sætum frá repúblikönum sem þarf til að breyta stöðunni í fulltrúa- deildinni. „Það er ekki glæta, að mínu mati, að völdin í fulltrúadeildinni skipti um hendur,“ hafði The Washington Post eftir fréttaskýrandanum Charles E. Cook yngri í gær. Demókratar hafa nú verið í minnihluta í fulltrúadeildinni í heil tíu ár og segir Amy Walter, frétta- skýrandi hjá Cook Political Report, að fátt bendi til að á því verði breyt- ing; demókratar muni í besta falli ná til sín þremur þingsætum sem repúblikanar ráði nú. Í versta falli muni þeir hins vegar tapa þremur sætum til Repúblikanaflokksins. Tvísýnt í öldungadeildinni Að þessu sinni er verið að kjósa um þrjátíu og fjögur þingsæti í öld- Fréttaskýring | Þing- og ríkisstjórakosningar eru haldnar samhliða bandarísku forsetakosningunum í næstu viku. Davíð Logi Sigurðsson segir að baráttan sé víða mjög hörð. Sá möguleiki er meðal annars fyr- ir hendi að leiðtogi demókrata í öldungadeildinni missi þingsæti sitt. Repúblikanar líklegir til að hafa áfram meirihluta á þinginu Reuters Tom Daschle, leiðtogi demókrata, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu en repúblikanar leggja mikla áherslu á að fella hann af þingi. david@mbl.is ’Ólíklegt er talið aðdemókrötum takist að verja öll þingsætin fimm, sem nú opnast vegna brotthvarfs full- trúa úr þeirra röðum.‘ SVEINN Ólafsson hjá hvar.is segir að rafrænn aðgangur að gömlum blöðum marki ekki endi- lega endalok örfilmunnar, sem margir hafa skoðað í gegnum tíðina í sérstökum lesvélum á Landsbókasafni og víðar, þó hlutverk örfilmunnar sé að breytast. „Almennt séð á þetta eftir að minnka notkunina á örfilmunum. Hins vegar er mjög langur end- ingartími á örfilmunum, þær eru mjög góður geymslumiðill og endast lengur en 100 ár. Hvað varðar gögn sem eru geymd á tölvum þá þarf að sinna talsvert miklu viðhaldi til að færa þau á milli stýrikerfa, breyta viðmóti, þjöppunarformi og fleira. Það hefur komið í ljós að þegar menn eru með stafræn gögn þá úreldist geymsluformið fljótt. Þessi aðferð leysir því ekki ör- filmuna af hólmi strax, en gæti gert það einn daginn,“ segir Sveinn. „Kosturinn við það að lesa gömul blöð á tölvuskjánum er einkum að hægt er að leita að ákveðnum orðum í textanum með leitarforriti, í stað þess að þurfa að fletta í gegnum blöðin með gamla laginu til að finna það sem leitað er að,“ segir Sveinn. Einnig er það mikill kostur að hægt er að skoða blöð- in í hvaða tölvu sem er, í stað þess að þurfa að nota sérstakar lesvélar til að skoða örfilmur. Ekki endalok örfilmunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.