Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 21 UMRÆÐAN FYRIR skömmu vígðu Garðbæ- ingar nýtt íþróttahús sem staðsett er milli Fjölbrautaskólans og Hofs- staðaskóla. Húsið er afar glæsilegt og búið tilheyrandi útbúnaði. Það er svo stórt að það rúmar tvo handknatt- leiksvelli, litla kennslu- sundlaug, tækjasal, veitingasal og aðstöðu til félagsstarfs. Það mun nýtast vel nem- endum nefndra skóla og íþróttaiðkendum, eldri sem yngri. Húsið gerbreytir aðstöðu til íþróttaiðkana í bænum Vígsla þess var því fagnaðarstund. Nokkru áður hafði Garðabær vígt mynd- arlega aðstöðu fyrir knattspyrnuíþróttina, hvorki meira né minna en fjóra nýja gervi- grasvelli, áhorf- endastúku og vall- arhús. Uppbygging golfvallar GKG gengur vel fyrir sig með góðum stuðningi bæjarstjórna Kópavogs og Garða- bæjar. Það er því full ástæða til að hrósa bæjarstjórn Garða- bæjar fyrir stórhug í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í bænum að undanförnu. Mikill íþróttaáhugi sjálfstæðismanna Erling Ásgeirsson, formaður bæj- arráðs Garðabæjar, segir frá vígslu íþróttahússins og þróun íþróttamála í Garðabæ undanfarin ár í grein í Mbl. 12. okt. sl. Segir hann þar að fyrir síðustu kosningar (2002) hafi sjálfstæðismenn lagt áherslu á mikla uppbyggingu íþrótta- og æskulýðs- starfs. Ennfremur að þá hafi verið talað um að setja íþróttirnar í fyrsta sæti en mikil uppbygging á sviði grunnskóla og leikskóla hefði verið forgangsverkefni um nokkurt skeið. Nú tveimur árum síðar séu efnd- irnar komnar í ljós. Það er sannast sagna að sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa sýnt íþróttum mikinn áhuga. Þeir hafa haft forystu um uppbygg- ingu íþróttamannvirkja og stutt íþróttastarfið í bænum duglega. Stærsta íþróttafélag bæjarins, Stjarnan, hefur t.d. um skeið, kannski alla tíð, notið velvildar sjálf- stæðismanna. Löng bið En sjálfstæðismenn í Garðabæ eru ekki þeir einu sem áhuga hafa á íþróttamálum í bænum. Bæjarbúar fylgjast grannt með og í bæj- arstjórninni hafa andstöðuflokkar sjálfstæðismanna ekki legið á liði sínu. Fulltrúar þeirra hafa knúið á framkvæmdir og lagt fram fjölmargar til- lögur. Það voru t.d. bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar sem lögðust á sveif með for- eldrafélagi Hofs- staðaskóla þegar það hvatti til þess að ný sundlaug yrði byggð í Garðabæ. Það er heldur ekki ástæða til að gleyma því að nem- endur áðurnefndra skóla hafa beðið eftir íþróttasölunum og sundlauginni í mörg ár. Fyrir löngu átti húsið að vera risið svo hægt væri að sinna íþróttakennslu við skólana í samræmi við námskrá og stuðla að meiri íþróttaiðkun í bænum. Fyrir kosn- ingarnar 1998 sögðu sjálfstæðismenn að þörfin fyrir nýtt íþróttahús í bænum væri orðin aðkallandi. Þeir lofuðu Garðbæ- ingum þá að reisa hús- ið á komandi kjör- tímabili og létu í það skína að það yrði tekið í notkun árið 2001! Það stóðst ekki og árin liðu! Þegar loksins var hafist handa gekk smíði hússins vel og fljótt fyrir sig. Gildir því nú sem endranær: Betra seint en aldrei! Betra seint en aldrei Ingimar Jónsson skrifar um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja Ingimar Jónsson ’Það er því fullástæða til að hrósa bæjar- stjórn Garða- bæjar fyrir stór- hug í uppbygg- ingu íþrótta- mannvirkja í bænum að und- anförnu.‘ Höfundur er íþróttafræðingur og býr í Garðabæ. ð HÉR GEFUR að líta sannar heimildir um tilurð stærstu mis- taka Íslandssögunnar frá upphafi sem er kvótakerfi í sjávarútvegi. Hinn ágæti maður Steingrímur Hermannsson getur vottað áhyggjur und- irritaðs af vinnu- brögðum verk- efnalausra síldarbáta sem voru að vinna náttúruspjöll inni á Þistilfirði uppi við landsteina í sjáv- arútvegsráðherratíð hans. Dauður smá- fiskur flaut þá um all- an Þistilfjörð. Und- irritaður fór gagngert suður til að vara þá- verandi sjávarútvegs- ráðherra Steingrím við vinnubrögðum þessum. Það var svo veturinn 1979 sem und- irritaður hóf pistlaskrif um sjáv- arútvegsmál, um svipað leyti hefur áformið um yfirtöku fiskveiði- lögsögunnar án efa verið að kvikna hjá höfundasmiðnum sem nú hefur verið verðlaunaður sem forsætisráðherra landsins, en er jafnframt milljarðaeigandi vegna þess kvótakerfis sem taktfast hef- ur fært til arðinn af auðlindinni. Verðlaunaður fyrir hvað? Góðir Íslendingar. Hann hefur áorkað því að slá eign sinni og einkavina sinna á hin sameig- inlegu fiskimið þjóðarinnar á land- grunni Íslands. Sem sagt eignað sér og sínum vildarvinum í pólitík með vinnu sinni inni á löggjaf- arsamkundu þjóðarinnar alla veiði innan 200 mílna lögsögunnar. Ennfremur hefur honum tekist að gera óveiddan fisk úr sjó að erfða- góssi þótt lög mæli svo fyrir að úthlutaðar aflaheimildir myndi aldrei neina varanlega eign- arheimild og það sé ekki lögum samkvæmt hægt að þinglýsa lausafé. Þó tekur bankakerfið veð í fiskimiðunum. Augljóst er því að lög og ólög eru blákaldur veruleiki og hvort tveggja jafnlöglegt því brot á ólögum varða sviptingu frelsis (fangelsi.) Fundurinn forðum daga með Steingrími ráðherra Þá lagði undirritaður fram sína fyrstu tillögu um nýtingu fiskimið- anna með náttúruvernd og þjóð- arhagsmuni að leiðarljósi og fór síðan í kjölfarið að fá hljómgrunn með greinarskrifum. Þess háttar var greinilega á skjön við þá eig- inhagsmunapólitík sem var að þróast hjá ákveðnum aðilum sem fóru sínu fram í áföngum á póli- tískum grunni með setningu reglugerða og í kjölfarið lagasetn- ingum. Landsmenn vita nú hvern- ig komið er varðandi þjóðlífið í heild, þ.e. byggð- aröskun, nátt- úruspjöll, hrun, fiski- stofna, mismunun þegnanna, yfirgangur auðvaldssinna, léns- herrapot, og svo framvegis. Undirrit- aður fullyrðir það að t.d. hefðu áformin varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar blasað við á viku- tímabili hefðu orðið handalögmál á Aust- urvelli. Jón Ólafsson heimspekingur Hinn 5. okt sl. flutti Jón Ólafsson erindi á fundi Sagnfræðingafélags Íslands. Erindið bar yfirskriftina „Lifað á lyginni“. Jón fullyrðir að lygi og blekkingar séu órjúf- anlegur fylgifiskur pólitíkur svo og hvers konar stríðsreksturs. Því spyr undirritaður. Erum við sannkristin þjóð? Upp úr 1980 fór að bera allalvarlega á aukinni blekkingu og ósannsögli í íslenskri pólitík og upp úr 1983 komu fram á sjónarsviðið ein- staklingar sem beinlínis hófu á loft taktföst vinnubrögð með svik og blekkingar að leiðarljósi sem beinlínis leiddu af sér að það þurfti að koma úr landi vissum mönnum og gera þá að sendiherr- um og þar hafa þeir geymst vel án þess að slái í þá. Nú hefir það tekist að skipta þjóðinni í tvennt. Fátæka og vell- auðuga. Lagasmíð allt frá því fyrir gamla sáttmála 1242 þegar Sturl- ungaöld lauk hefur gert Íslending- inn auðmjúkan og dómgreind- arfátækt verkfæri í höndum pólitískra afla samtímans. Því þarf íslenska þjóðin sér í lagi stjórn- arandstaðan að gera sér ljósa stöðu sína og ábyrgð gagnvart af- komendum sínum í framtíðinni. Dægurþras og lagagerðir sem beinlínis brjóta í bága við al- mannaheill þarf tafarlaust að af- leggja. Sérstaka dómnefnd óháðra manna þarf að skipa til að skoða lagafrumvörp til að meta innihald þeirra og til hvers þau geta leitt. Væri slík nefnd til og hefði verið til fyrir 20 árum væri til dæmis ekki til neitt misrétti í sjávar- útvegsgeiranum. Spurningin er því í framhaldi af framansögðu. Væri fækkun þingmanna svo og efling og vald forsetembættisins ekki þjóðþrifamál? Ef staðan væri athuguð er það dagljóst að staðið hefir verið að kvótakerfinu af mönnum á staur- fótum. Undirstöður kerfisins eru ekki úr varanlegu efni og standast því ekki úrskurð erlendra dóm- stóla. Því er hægt að stokka upp á ný og gefa rétt á garðann. Það þarf einfaldlega að innkalla svo sem unnt er þá 20–40.000 milljarða sem hafa horfið sporlaust út úr ríkissjóði í gegnum hina löglegu svikamyllu ósannsögli og blekk- inga allt frá árinu 1980. Árangur að nást Nú, þegar undirritaður lítur um öxl, sér hann árangur í nánd eftir sex sjö, hundruð blaðapistla og stanslaus sambönd við erlenda skoðanabræður. Náttúruspjöll vegna notkunar dreginna veið- arfæra og trollvirkja heyra brátt sögunni til. Drög að þingsályktun- artillögu undirritaðs sem fór inn á Alþingi Íslendinga í febrúar á sl. ári og fjallaði um friðun land- grunnsins innan 50 sjómílna gegn dregnum veiðarfærum almennt var þögguð niður af framsókn- armönnum, s.s. Kristni H. Gunn- arssyni og Siv Friðleifsdóttur, á seinasta þingi en umræður fara nú fram að nýju. Þar með mun ís- lenskum sjávarútvegi takast að lifa af þá kollsteypu sem nú blasir óhjákvæmilega við. Góðir Ís- lendingar. Staða efnahagslífs þjóðarinnar er ekki eins björt og af er látið sem sést einfaldlega á misréttinu sem við blasir og fátæktinni sem fjöldi fólks á Íslandi þarf við að etja. Í þessu góða landi sem Guð gaf okkur geta allir verið hamingjusamir og vel haldnir ef til væri meira af kærleika og minna af vondri póli- tík. Og nú hefur hann verið verðlaunaður Garðar H. Björgvinsson fjallar um kvótakerfið ’Augljóst er því að lögog ólög eru blákaldur veruleiki og hvort tveggja jafnlöglegt því brot á ólögum varða sviptingu frelsis (fang- elsi.)‘ Garðar H. Björgvinsson Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.