Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A uðvitað á ekki að banna reykingar á veitingahúsum á Ís- landi eins og gert hefur verið á Írlandi og í Noregi. Að halda slíku fram er ekki bara forræðishyggja af verstu sort heldur grefur slíkt bann undan grundvallarþætti þjóðskipulags okkar; sjálfum eignarréttinum. Þessa ákvörðun eiga veitingahúsaeigendur að taka sjálfir af fúsum og frjálsum vilja eins og þeir hafa gert hing- að til. Stjórnmálamenn eiga ekki að hafa vit fyrir þeim né gestum veitingahúsa. Tilraun til þess veikir rétt einstaklinganna til að nýta eignir sínar – það eru veit- ingahúsin í þessu tilfelli – eins og þeir sjálfir kjósa. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetn- ingi er stund- um sagt og á vel við hér. Ekki skal ég lofsyngja reykingar en ég fordæmi þær leiðir sem stjórnvöld hyggjast fara í baráttunni gegn þeim. Ég vissi ekki fyrr en nýlega að reykingar eru leyfðar í sjálfu Alþingishúsinu. Það kom mér satt að segja á óvart. Reyndar er bannað með lögum að reykja í opinberum byggingum. Það er óheimilt í öllum tilvikum að reykja þar sem barna- og ung- lingastarf fer fram og á sjúkra- stofnunum sem dæmi. Á öðrum stöðum er leyfilegt að útbúa af- drep fyrir reykingafólk. Það á við um Alþingishúsið eins og aðrar opinberar stofnanir. Þang- að hlaupa þingmenn, sem ætla að banna fólki að reykja á veit- ingahúsum, til að fá sér sígó. Reyndar vildi Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra fella nið- ur heimild forstöðumanna til að útbúa reykherbergi þegar hann lagði fram tóbaksvarnarfrum- varp sitt, sem var samþykkt í maí 2001. „Með því gefur hið op- inbera ótvírætt fordæmi um hvernig draga má úr mikilvægu heilbrigðis- og umhverfisvanda- máli,“ sagði í greinargerð með frumvarpinu. Uppástunga Jóns var felld út í meðferðum þings- ins svo þingmenn, fulltrúar sveit- arstjórna og opinberir starfs- menn geta áfram reykt í opinberum byggingum. Þeir mega hins vegar ekki tala já- kvætt um nautn sína því í lög- unum er opinber umfjöllun um tóbak bönnuð nema til að vara sérstaklega við skaðsemi reyk- inga. Með setningu laganna var gengið nærri eignarréttinum, tjáningarfrelsinu og jafvel at- vinnufrelsinu. Davíð Oddsson sagði á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnar- nesi í september 2001 að sam- þykkt frumvarpsins óbreytts hefðu verið mistök. Þeir sem fylgdust með atkvæðagreiðslunni sáu að forsætisráðherra stóð upp til að fá sér vatnssopa þegar frumvarpið var afgreitt sem lög frá Alþingi. Hann treysti sér ekki til að greiða því atkvæði. Í þingskjölum er sagt að hann hafi verið fjarstaddur. Lögmannafélag Íslands mælti ekki með lögfestingu frumvarps- ins. Í áliti félagsins segir „að frumvarpshöfundar virðast hafa ofurtrú á því að leysa vandamál með löggjöf í stað þess að beina aflinu að því að hvetja borgarana til þess að efla samstöðu sína í innbyrðis samskiptum“. Sagt var að tillögurnar gengju mjög langt í því að auka eftirlit með einka- högum fólks og takmarka at- hafnir þess. „Verður að efast um að undirbúningsnefnd frum- varpsins hafi sérstaklega haft í huga ákvæði VII. kafla stjórn- arskrár,“ segir í álitinu. Hvorki meira né minna. En almenn mannréttindi eru lítilfjörleg þegar kemur að tób- aksvörnum. „Mér finnst alltaf skjóta skökku við þegar stjórn- völd eru gagnrýnd fyrir frelsis- skerðingu og mannréttindabrot sýni þau vilja og þor til að beita stjórnvaldsaðgerðum í barátt- unni gegn tóbaki,“ sagði Jón Kristjánsson á ráðstefnu í Hveragerði í september sl. Það á ekki að setja smámuni eins og mannréttindi fyrir sig að hans mati þegar kemur að því að berj- ast gegn reyknum. Mundu bara þetta, Jón: Vilji þinn og þor í þessum efnum er ofbeldi í aug- um annarra. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að með því að banna reykingar á veitingahúsum sé verið að vernda starfsfólkið og ekki síður þá sem ekki reykja. Þeir eigi líka réttindi. Staðreynd málsins er samt sú að fólk getur valið hvar það fær sér að borða og hvar það vinnur. Sé leið valdboðs farin endar það með ósköpum þar sem sjálfsákvörðunarréttur og ábyrgð fólks verður sífellt minna virði. Afleiðingin er sú að stjórnmálamenn fá aukið svig- rúm til að segja hvernig við eig- um að haga lífi okkar. Og það valdboð byggist á siðferðismati þeirra sjálfra – ekki okkar. Allt í einu verða mannréttindi lítils virði þegar háleit markmið eru annars vegar. Borgurunum er sagt hvernig þeir megi ráðstafa eignum sínum, hvernig þeir eigi að tala opinberlega og hvernig fyrirtækjarekstri þeirra eigi að vera háttað. Þetta er ekkert ann- að en argasti sósíalismi. Við getum leyst þetta vanda- mál án afskipta ríkisins. Ég sannfærðist um það síðasta vor. Nánast á hverjum degi í rúman mánuð rölti ég með dóttur minni niður í miðbæ Reykjavíkur til að skoða bæjarlífið. Eftir að hafa kynnt mér málið lítillega gátum við valið um marga reyklausa veitingastaði. Þeim fjölgar sífellt og sá ég nýjan stað á Laugaveg- inum auglýsa reykleysi á laug- ardaginn. Lög um þetta efni eru því ekki aðeins óþörf heldur ganga gegn rétti einstaklingsins. Rétt er að taka fram að ég hef aldrei reykt. Ég tek reyndar Harald heitinn Blöndal mér til fyrirmyndar og fæ mér vindil á reyklausa daginn „Þorgrími Þrá- inssyni og reykinganefndinni til dýrðar“. Það er líka yndislegt að reykja vel vafðan vindil eftir af- bragðs máltíð í góðra vina hópi – kannski um áramótin. Hvet ég alla til að fá sér A. Fuente Churchill vindil við slík tækifæri. Það ætti að vera alveg skaðlaust og bætir jafnvel meltinguna eftir þunga máltíð. Reykt á Alþingi Forsætisráðherra fékk sér vatnssopa í stað þess að greiða frumvarpi um tób- aksvarnir atkvæði sitt. VIÐHORF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ÞAÐ er mikil breyting að hefja nám í framhaldsskóla. Festan og að- haldið sem einkennir grunnskólaald- urinn víkur fyrir nýjum aðstæðum og félagahópurinn breytist. Meiri nálægð við vímuefni þeg- ar komið er í framhaldsskólann Við það að hefja nám í framhalds- skóla upplifa margir unglingar sig sem fullorðna. Oft verður nálægð við vímuefni meiri en áður, m.a. vegna aukinna samskipta við eldra fólk og breytt félagslíf. Þá reynir á að geta valið og hafa styrk til að segja NEI! Á framhaldsskóla- árunum kemur oft fram hverjir hafa ekki stjórn á neyslu vímugjafa. Stuðningur og aðhald foreldra afar mikilvægt Við upphaf framhaldsskólagöngu barna sinna þurfa foreldrar að hafa hugfast að nýnemi er þrátt fyrir allt ennþá barn sem þarf stuðning og aðhald. Foreldrar þurfa því áfram að fylgjast með því sem börn þeirra aðhafast og hverja þau umgangast. Ábyrgð og áhrifamáttur foreldra er enn fyrir hendi, þeir þurfa að setja mörk sem unglingarnir virða. Áfengisneysla og fikt við fíkniefni á unga aldri er mikið hættumerki. Ölvað eða uppdópað barn er í raun- verulegri hættu. Mikilvægt er að foreldrar bregðist við slíku. Framtíð barns getur oltið á afskiptum og skilaboðum foreldranna. Foreldrafélög og forvarna- fulltrúar við skólana Við marga framhaldsskóla hafa ver- ið stofnuð foreldrafélög sem eru vettvangur fyrir umræðu og sam- starf foreldra. Forvarnafulltrúar eru starfandi í flestum skólum, þeir hafa umsjón með forvarnastarfi skólanna og eru oft við gæslu á dansleikjum. Foreldrar geta sett sig í samband við forvarnafulltrúa viðkomandi skóla. Partí og „bjórkvöld“ Ungmenni undir lögaldri ættu aldr- ei að bjóða upp á eða taka þátt í partíum án þess að fullorðinn aðili sé á staðnum. Við slíkar aðstæður koma oft upp ýmis mál sem ung- mennin ráða ekki við að leysa. Und- anfarin ár hafa svo- kölluð bjórkvöld framhaldsskólanema rutt sér til rúms. Slík- ar uppákomur eru EKKI á vegum fram- haldsskólanna sjálfra eða nemendafélags- ins. Þær eru skipu- lagðar af nokkrum nemendum og veit- ingastöðunum sjálf- um. Stjórnendur framhaldsskóla, for- varnafulltrúar og lög- regla hafa reynt að koma í veg fyrir að bjórkvöld séu haldin. Því seinna … því betra! Það er mikilvægt að leggja áherslu á að seinka upphafi neyslu vímu- gjafa hjá ungu fólki. Hvert ár eða mánuður, sem líður án þess að ung- menni byrji að fikta við vímugjafa, er dýrmætur tími. Því seinna – því minni líkur á vímuefnavanda síðar á ævinni, brotthvarfi úr skóla og ýmsum erfiðleikum. Sumir leggja jafnvel til að foreldrar verðlauni börn sín ef þau eru vímugjafalaus t.d. 18 ára eða um tvítugt. Gleym- um ekki að alltaf eru nokkrir sterk- ir unglingar sem taka þá ákvörðun að neyta ekki vímugjafa. Þeir sýna sterkan persónuleika. Það er ekki sjálfsagt að allir velji að nota vímu- gjafa. ÞAÐ ER KÚL AÐ VERA KLÍN!! Gefum skýr skilaboð – samþykkjum ekki vímu- efnaneyslu barna okkar Árni Einarsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifa opið bréf til foreldra nýnema í framhaldsskólum ’Það er ekki sjálfsagtað allir velji að nota vímugjafa.‘ Árni Einarsson Höfundar hafa umsjón með forvarna- verkefni menntamálaráðuneytisins í framhaldsskólum. Sigríður Hulda Jónsdóttir ENN hafa allmargir þingmenn sammælst um að vilja lækka aldur ungmenna til að mega kaupa áfengi. Er það til marks um hversu lítið gagn fræðsla um notkun og skaðsemi áfengis hefur gert, að 23 þingmenn, sem ætla má að flestir hafi a.m.k. meðalgreind og ein- hverja almenna menntun, skilja ekki að aukið aðgengi veld- ur meiri heildarneyslu áfengis. Það sýnir ennfremur hversu illa þeir fylgjast með, að það skuli ekki enn hafa náð til þeirra að hvers kyns áfeng- isvandamál eru ná- tengd heildarneyslu áfengis í samfélaginu, því meiri heildar- neysla – því fleiri stórneytendur, því meiri heildarneysla – því meiri vandamál. Áfengiskaupaaldur lækkaði áfengissala jókst Áfengiskaupaaldur var lækkaður úr 21 ári í 20 ár 1969 með sömu rökum og þingmennirnir 23 vilja nú beita. Fimm árum síðar hafði heildarneysla áfengis aukist um 40%. Árið 1988 var gerð meiri háttar atlaga að áfengisvörnum Ís- lendinga, m.a. með tilstuðlan nú- verandi fjármálaráðherra, sem von- andi hefur nú séð að sér. Þá var ákveðið að afnema áfengisbannið endanlega og leyfa innflutning og sölu áfengs öls, jafnframt því sem auka skyldi forvarnir og fræðslu. Síðan hefur heildarneyslan aukist um nærri 50% á mann, en lítið hef- ur orðið úr fræðslunni og auknu forvörnunum. Áfengisneyslan hefur þannig meira en tvöfaldast síðan 1969, enda hafa áfengisvandamál stór- aukist. Þannig hafa líkur karla til að verða áfengismisnotkun að bráð tvöfaldast og líkur kvenna tífaldast, þ.e. nú má gera ráð fyrir að einn af hverjum fjórum körlum þurfi að leita sér aðstoðar vegna áfeng- isvanda einhvern tíma á lífsleiðinni og ein af hverjum tíu konum. Er ekki nóg komið? Í stað þess að lækka áfengis- kaupaaldur til sam- ræmis við kosn- ingaaldur væri nær að hækka hann, þó ekki endilega til samræmis við kjörgengisaldur forseta þegar helm- ingur áhættunnar fyr- ir alkóholisma er af staðinn. Boð og bönn Í öllum samfélögum er nauðsynlegt að hafa reglur, boð og bönn, til að fara eft- ir. Það er bannað að selja önnur vímuefni en áfengi, tóbak má ekki selja ungmennum og ekki má hafa tóbaksvörur sýnilegar í búðum, það má ekki aka yfir tilteknum hraða o.s.frv. Allt saman boð og bönn, sem flestir ef ekki allir eru sam- mála um að séu nauðsynleg, svo að fólk fari ekki sjálfum sér eða öðr- um að voða. Fræðsla og uppeldi miðar að því að gera fólki skilj- anlega nauðsyn þessara reglna. En eigi fræðslan að bera árangur verður hún að vera alhliða og fræð- arar eða uppalendur mega ekki gefa misvísandi skilaboð, sem rugla óþroskaða eða lítt þroskaða ein- staklinga í ríminu eins og marg- nefndir þingmenn gera með frum- varpi sínu. Þetta þekkja allir foreldrar. Þingmennirnir, sem vilja lækka áfengiskaupaaldurinn, tala um að ekki hafi gefist nægilega vel að beita boðum og bönnum til að draga úr áfengisneyslunni og vilja treysta fólki til að umgangast áfengi af skynsemi. Enda er regl- unum ekki fylgt eftir vegna sífellds áróðurs áfengisframleiðenda og seljenda. En jafnvel Danir hafa gefist upp á því að hafa engar regl- ur um áfengiskaupaaldur. Eftir 40 ár án slíkra reglna með sívaxandi áfengisneyslu hafa þeir nú sett lág- marksaldur en aðeins við 15 ár! Mörg önnur lönd hafa sett lág- marksaldurinn við 18–20 ár enda er heildarneysla þeirra á mann mun meiri en hjá okkur, nema Bandaríkin sem hafa sett hann við 21 ár eftir bitra reynslu af því að hafa lækkað aldursmarkið. Gildir það jafnt fyrir allar tegundir áfengis, enda er áfengi alltaf sami vímugjafinn, hvort sem er í bjór, léttu víni eða sterku. Því verr duga … Vonandi er að meirihluti alþing- ismanna sé minnugur orða Ólafs pá Þat vil ek, at þeir ráði, sem hyggn- ari eru; því verr þykki mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman og felli þessa tillögu 23-menninganna, en samþykki frumvarp sem skerpir á banni við áfengisauglýsingum, svo að þeim linni. Það er þyngra en tárum taki að sjá auglýsingu frá ÁTVR um bjórstemmningu í Vín- búðunum með kjörorðum þeirra lif- um, lærum & njótum. Fræðsla og forvarnir Tómas Helgason skrifar um áfengiskaupaaldur ’ Í öllum samfélögum ernauðsynlegt að hafa reglur, boð og bönn, til að fara eftir.‘ Tómas Helgason Höfundur er prófessor, dr. med.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.