Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 1
ESB samheiti yfir „fölsk fyrirheit“? TILRAUNIR Evrópuþjóð- anna til að ná og fara síðan fram úr Bandaríkjamönnum í efnahagsmálum hafa mistekist með öllu, að sögn Ítalans Rom- ano Prodis, sem lætur af emb- ætti forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins um mánaðamótin. Segir Prodi að neitunarvald hvers aðildar- ríkis hafi lamandi áhrif á við- leitni til að koma á brýnum umbótum en aðildarríkin eru nú 25. Prodi minnti í viðtali við breska blaðið Financial Times á að fyrir fjórum árum hefðu leiðtogar ESB samþykkt á fundi í Lissabon 10 ára áætlun um að auka með ýmsum ráð- um hagvöxt og leggja grunn að því að sambandið yrði í farar- broddi í þróun á næstu áratug- um. Lagt yrði til atlögu við skriffinnsku og alþjóðleg sam- keppnisgeta aukin. ESB gæti þannig keppt við Bandaríkin um forystu á þessum sviðum í heiminum. En Prodi sagði áætlunina hafa mistekist með öllu. „Það er ekki hægt að ná fram einhug á öllum sviðum efnahagsmála, ef menn gera það verða þeir að sætta sig við að Lissabon-hugmyndirnar mistakist,“ sagði hann. Stjórn- ir aðildarríkjanna hefðu komið í veg fyrir að tillögunum yrði hrundið í framkvæmd. Financial Times bætti við að í skýrslu sem senn verður birt um efnahagsumbætur í ESB og gerð var undir forystu Wim Koks, fyrrverandi forsætisráð- herra Hollands, væri sam- bandið gagnrýnt harðlega. Það væri sakað um skort á pólitísk- um vilja og varað við því að ESB gæti orðið „samheiti yfir markmið sem ekki náðust og fölsk fyrirheit“. Lagðar eru fram tillögur um að færir vís- indamenn frá öðrum heims- hlutum fái atvinnuleyfi á und- an öðrum innflytjendum, ýtt verði undir að fólk fari síðar á eftirlaun en nú tíðkast og lögð áhersla á símenntun. Fram kemur á fréttavef BBC að Kok leggi m.a. til að aðildarríki sem hafi ekki komið á ákveðnum grundvallarum- bótum verði nafngreind sér- staklega í von um að ráðamenn þeirra skammist sín. London. AFP. Hörð gagnrýni í væntanlegri innanhússskýrslu Roð og dún- mjúkar gærur Hefðbundin hráefni í bland við nýstárlega fatahönnun | Menning Íþróttir í dag Lykilmenn yfirgefa Fylki  Þrenna Eiðs Smára sú sjöunda fyrir Chelsea  Hver skvetti á Sir Alex? MAÐURINN sem Héraðs- dómur Reykjaness frestaði í liðinni viku að dæma til refs- ingar fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni, hlaut árið 1990 dóm fyrir að ráðast á fyrrverandi eiginkonu sína. Þeirrar árásar var ekki getið í sakavottorði sem héraðs- dómur fékk í hendur og ekki heldur í dómnum. Þar er á hinn bóginn tekið fram að maðurinn hafi hlotið refsing- ar fyrir umferðarlagabrot árin 1985 og 1988. Maðurinn var árið 1990 ákærður og dæmdur fyrir að hafa skellt fyrrverandi eig- inkonu sinni í gólfið með þeim afleiðingum að hún úlnliðsbrotnaði og marðist. Maðurinn neitaði sök og sagði konuna hafa hlotið áverkana þegar hún braut blómapotta með höndunum. Þennan framburð taldi Sakadómur Reykjavíkur ótrúverðugan og dæmdi manninn í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Í reglugerð frá 1999 segir að hafi viðkomandi hlotið tvo eða fleiri fangelsisdóma beri að færa þá alla í sakavottorð, þótt aðeins einn þeirra sé innan tíu ára tímamarka, sem þar eru tilgreind. Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl., réttargæslumaður kon- unnar, telur að í þessu máli hljóti Sakaskrá ríkisins að hafa orðið á mistök. Hún tekur fram að fyrri dómur- inn hefði ekki haft ítrekun- aráhrif þar sem of langt er liðið frá því hann var kveð- inn upp. Hugsanlega hefði það þó breytt afstöðu dóm- arans hefði þetta legið fyrir. Þorbjörg býst við að skaðabótamál verði höfðað á hendur manninum. Hún segir fullt tilefni til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar og að ríkissaksóknari muni brátt taka afstöðu til þess. Áður dæmdur fyrir árás á eiginkonu Sleppt við refsingu fyrir árás á eiginkonu sína ÁSMUNDUR Stefánsson ríkis- sáttasemjari hefur boðað fulltrúa kennara og sveitarfélaganna á samningafund í dag, en áður hafði fundur verið boðaður seint í næstu viku. Þetta varð niðurstaðan eftir að Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra hitti forsvarsmenn deil- enda á fundi í stjórnarráðinu í gær- morgun ásamt mennta- og fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom skýrt fram á fundinum að ríkis- stjórnin hygðist ekki hafa afskipti af kjaradeilunni með beinum hætti, svo sem með lagasetningu. Forsætisráðherra sagði nið- urstöðu fundanna í gær hljóta að vekja bjartsýni á nýjan leik. „Við kynntum okkur þessa stöðu og það er alveg ljóst að deilan er í mjög erfiðum hnút. En það verður að leysa hana og það er ekki fram- bærilegt að halda ekki fundi fyrr en eftir tæpan hálfan mánuð og það hafa allir orðið sammála um það.“ Morgunblaðið/Golli „Við erum orðin leið á því að vera heima,“ sögðu skólabörn úr Vesturbænum, sem ræddu við forsætisráðherra utan við Stjórnarráðið. Ekki gripið til lagasetningar Nýr fundur í kennaradeilunni boðaður í dag  Kennaraverkfall/4 STJÓRNVÖLD í Noregi skipuðu í gær starfsmönnum í olíuiðnaði, sem verið hafa í verkfalli í fjóra mánuði, að hefja störf á ný og verður skipaður gerðardómur til að leysa kjaradeiluna. Samtök atvinnurekenda drógu í gær til baka hótun frá því um morg- uninn um víðtækt verkbann. Talsmenn stéttarfélaga andmæltu ákaft ákvörðuninni um gerðardóm í gær að sögn Aftenposten. Verð á Norðursjávarhráolíu lækkaði hratt á alþjóðamörkuðum í gær eftir að þessar fréttir bárust en það hafði fyrr um daginn hækkað vegna ótta við að verkfall og verkbann myndu stöðva nær alveg framboð á olíu frá Noregi innan tveggja vikna. Dagfinn Høybraaten, atvinnu- og félags- málaráðherra Noregs, átti fund með báðum aðilum í gær og sagði hann í kjölfarið að binda yrði enda á verkfallið. „Álit Noregs sem mikilvægs útflytjanda olíu er í húfi,“ sagði ráðherrann. Skipaður yrði gerðar- dómur sem myndi kveða upp úrskurð er deiluaðilar yrðu að hlíta. Gerðardómur í olíuverkfalli Ósló. AFP. BILL Clinton, fyrrverandi for- seti Bandaríkj- anna, kom fram á kosningafundi með John F. Kerry, forseta- efni demókrata, í Pennsylvaníu í gær, en Clinton er nú á batavegi eftir hjartaað- gerð. „Ég hef stundum verið kallaður end- urkomu-strákurinn,“ sagði Clinton. „Eftir átta daga ætlar John Kerry að gera Bandaríkin að endurkomu-landinu.“ Tímaritið The New Yorker lýsti í gær yfir stuðningi við Kerry og er þetta í fyrsta sinn í 80 ára sögu þess sem það tek- ur afstöðu í forsetakjöri. Clinton í slaginn ♦♦♦ Heiðar Sigurðsson hefur átt ljón í þrjátíu ár | Daglegt líf Tuskuljón á víxlum STOFNAÐ 1913 292. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.