Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Um 16 þúsund tölublöð afMorgunblaðinu fráárinu 1913 til 1964,samtals um 165 þúsund síður, hafa nú verið mynduð og gefinn aðgangur að þeim í gagna- safni Morgunblaðsins og á vefnum www.hvar.is. Hægt er að fram- kvæma orðaleit í þessum blöðum, og voru flettingar í þeim um 5.000 á dag í septembermánuði sl. Þessi aðgangur að gömlum ein- tökum af Morgunblaðinu er hluti af svokölluðum landsaðgangi að gagnasöfnum og rafrænum tíma- ritum sem má fá í gegnum vefinn hvar.is. Sveinn Ólafsson, umsjón- armaður landsaðgangs að gagna- söfnum og rafrænum tímaritum, segir að með þessum aðgangi geti landsmenn allir nýtt sér uppfletti- möguleika í 10.000 rafrænum tímaritum og fjölda gagnasafna, þar á meðal gagnasafni Morgun- blaðsins. Allir sem tengjast Netinu hér á landi hafa aðgang að efni þessara tímarita og gagnasafna, t.d. Brit- annica, GROVE art, GROVE music&opera, greinasafni Morg- unblaðsins eldri en þriggja ára, ProQuest LION, ProQuest Learning Litarature, ProQuest 5000 og Web of Science. „Hugsunin var sú í upphafi að fé hjá hverju einasta bókasafni sem þau hafa til rafrænna áskrifta er takmarkað, og talið að slíkt fé nýtist miklu betur með því að leggja það í púkk,“ segir Sveinn. Hann segir að oft kosti ekki svo mikið meira að kaupa að- gang fyrir alla landsmenn heldur en ef einhver fjöldi bókasafna eða stofnana keypti aðgang fyrir sína viðskiptavini, og því nýtist fé bet- ur með því að kaupa aðgang að söfnum sem ekki eru of sérhæfð. „Það má líta á þennan aðgang sem viðbót við safnkostinn í hverju safni,“ segir Sveinn. Bókasöfn, ríki og fyrirtæki greiða kostnað Hópur sex einstaklinga frá mis- munandi tegundum bókasafna mynda innkaupanefnd, sem ákveður að hvaða gagnasöfnum og tímaritum á að veita ókeypis aðgang, og þarf nefndin að hafa í huga að gagnasöfnin og tímaritin séu nægilega almenn til að þau nýtist breiðum hópi einstaklinga, ekki sérhæfð á afmörkuðu sviði sem nýtist bara litlum hópi fræði- manna. Sveinn segir að það að opna að- ganginn að þessum gagnasöfnum og tímaritum sé gert að einhverj- um hluta með jafnræðissjónarmið í huga. „Það var talað um það á tí- unda áratugnum að hættan í upp- lýsingasamfélaginu væri sú að þjóðin gæti greinst í tvo hópa. Annars vegar þá sem hafa aðgang að upplýsingum, eru leiknir að brúa það bil að einhverju að sjálfsögðu alls ekki að Það eru aðallega bóka landinu sem greiða fyrir vinna úr þeim og geta sett þær fram. Svo eru það hinir sem ekki hafa þennan aðgang, eru upplýs- ingafátækir. Þetta er leið til að 10 þúsund tímarit og fjöldi gagnasafna aðg Opnað fyrir orða blaðinu frá á Mikið átak hefur verið unnið í því að gera gömul eintök af Morgunblaðinu að- gengileg almenningi á Netinu og er hver síða úr gömlum blöðum ljós- mynduð. Þetta er hluti af ókeypis aðgangi allra landsmanna að gagna- söfnum og rafrænum tímaritum í gegnum vefinn hvar.is. Sveinn Ólafsson, umsjónar rænum tímaritum, segir u Jónas Leifsson, starfsmaður myndastofu Þjóðarbókhlöðunnar, m ÞEGAR gömul eintök af Morgun- blaðinu eru lesin inn í tölvu verður til gífurlegt magn af tölvuskrám, sem eru ýmist geymdar á hörðum diskum eða á geymsluspólum. Ef allar þær upplýsingar sem þegar hafa verið skráðar í tengslum við blöð frá árunum 1913–1964 væru settar á venjulega geisladiska myndu þær fylla um 14 þúsund diska. Ef þeim væri staflað hverj- um ofan á annan í venjulegum hulstrum yrði turninn um 140 metra hár. Þetta óhemju mikla gagnamagn skýrist af því hvað liggur á bak við hverja einstaka síðu sem hefur verið gerð aðgengileg á Netinu. Nú þegar hafa um 165 þúsund síð- ur verið myndaðar í miklum gæð- um, og eru þær myndir notaðar sem grunnur fyrir þjappaðar útgáfur af myndunum sem notendur hlaða nið- ur. Auk þessara mynda þarf að gera svart-hvíta útgáfu af hverri síðu, sem verður grunnurinn að textaskjali með öllum textanum á síðunni, sem svo er settur í gagnagrunn til að hægt sé að leita að ákveðnum orðum. Frumgögnin, myndirnar af síðum blaðsins, eru geymd á sérstökum geymsluböndum, en afurðirnar sem not- endur hlaða niður eru á hörðum disk- um sem vefþjónn hefur aðgang að. Myndi fylla 14 þúsund geisladiska FRYST EÐA KÆLT? Kaup SÍF hf. á franska mat-vælafyrirtækinu LabeyrieGroup, fyrir 29 milljarða króna, sæta tíðindum af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi eru þetta ein stærstu fyrirtækjakaup íslenzkrar viðskiptasögu, eins og forsvarsmenn fyrirtækisins hafa bent á, og enn ein staðfesting þess hversu öflug og al- þjóðleg mörg íslenzk fyrirtæki eru orðin. Í öðru lagi er sú stefnubreyting SÍF, sem í kaupunum felst, athygl- isverð. Fyrirtækið selur dótturfyrir- tæki sitt í Bandaríkjunum, Iceland Seafood Corporation, til Sjóvíkur hf. og dregur sig þar með út úr sölu frystra sjávarafurða á Ameríku- markaði. Sjónum er nú beint að Evr- ópu og að markaðnum fyrir kældar matvörur, ekki endilega bara sjávar- afurðir, enda framleiðir Labeyrie margar aðrar tegundir matvæla. „Við höfum ákveðið að fara inn á kælda markaðinn sem borgar mun hærra verð fyrir vörurnar. Það er kannski hluti af því sem við Íslend- ingar þurfum að velta fyrir okkur hvort við séum samkeppnishæfir í þessari lágvörufjöldaframleiðslu eða á hinum endanum. Við erum að færa okkur á þann enda,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður SÍF, í Morgunblaðinu í gær. Þar er jafnframt haft eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra SÍF, að fyrir- tækið hyggist nú verða „leiðandi matvælafyrirtæki í Evrópu með sjáv- arfang sem bakgrunn.“ SÍF virðist því vera á svipaðri leið og Bakkavör Group, sem hefur haslað sér völl í framleiðslu á kældum matvælum og tilbúnum réttum. Velta má fyrir sér hvort í sjávar- útveginum sé nú að verða meirihátt- ar breyting að þessu leytinu, eins og þegar frysti fiskurinn leysti saltfisk af hólmi sem meginútflutningsvara greinarinnar um miðja síðustu öld þegar ný tækni kom til sögu. Ýmsir þættir ýta vafalaust undir þessa breytingu. Krafa neytenda um fersk- leika, bættar samgöngur í flugi og með skipum, ný kælitækni og mögu- leikinn á að ná hærri framlegð með því að vinna vöruna meira spila þar inn í. Í þriðja lagi virðist nú ljóst að áform um sameiningu stóru fisksölu- fyrirtækjanna hafi a.m.k. verið kæld, ef ekki fryst til langframa, því að til að fjármagna kaup sín á Labeyrie hefur SÍF m.a. selt aftur nærri fjórð- ungshlut sinn í keppinautnum, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, sem keyptur var í marz síðastliðnum. Þegar kaupin fóru fram sagði Ólafur Ólafsson að ástæða þeirra væri að horft væri til samstarfs félaganna er- lendis, ekki sízt í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem samlegðaráhrif væru hvað mest. Samstarf hefur hins vegar ekki gengið eftir og Ólafur sagði í Morgunblaðinu í gær, að- spurður hvort sameining væri nú úr sögunni, að SÍF hefði lýst yfir áhuga en ekki fengið undirtektir. „Þannig að við höfum ákveðið að fara okkar eigin leiðir.“ Sölumiðstöðin hefur tímabundið keypt sjálf hlut SÍF í félaginu en verður að selja hann öðrum. Hjá SH hljóta menn að velta því fyrir sér hvernig eigi að spila úr þessari stöðu, sem virðist hafa komið fremur óvænt upp. Eins og þróunin í útflutningi sjávarafurða hefur verið, má sjálf- sagt spyrja hvort Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna verði réttnefni til langframa. SÁTTMÁLI UM RÉTTINDI FATLAÐRA Víða í heiminum eiga fatlaðir erf-iðara með að sækja rétt sinn en aðrir. Um helgina sótti Diane Richl- er, forseti Inclusion International, alþjóðlegra samtaka um málefni fólks með þroskahömlun og aðstand- enda þeirra, fund norræna sam- vinnuráðsins um málefni fólks með þroskahömlun (NSR) á Hótel Valhöll og í gær flutti hún erindi á ráðstefnu um þróunaraðstoð við fatlaða og fjöl- skyldur þeirra á vegum Landssam- takanna Þroskahjálpar og NSR. Eins og fram kom í viðtali við Richler í Morgunblaðinu í gær hefur hún einkum látið sig varða aðbúnað og þjónustu við fatlaða í þróunarríkj- unum og ríkjum sem stutt eru á veg komin í þeim efnum frá því að hún varð forseti samtakanna fyrir tveim- ur árum. „Sameinuðu þjóðirnar vinna nú að sáttmála um málefni fatlaðra og Inclusion International leggur áherslu á, að við gerð hans verði réttindi þroskahamlaðra efld, en ekki takmörkuð með einhverjum hætti,“ sagði hún í samtalinu. Hún benti á að alþjóðlegir sáttmálar á borð við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmála SÞ og Jafnréttissáttmála eigi að tryggja rétt einstaklinga með þroskahömlun: „En reynslan hefur ekki verið sú, því túlkun þessara sáttmála hefur ekki náð til fatlaðra. Mannréttindasáttmálinn á að tryggja frelsi en margir úr hópi þroskahamlaðra búa enn á stofnun- um víða um heim, svo dæmi sé tekið. Við teljum að sáttmáli um réttindi fatlaðra muni tryggja að réttindi, sem mælt er fyrir um í öðrum sátt- málum, verði þeirra líka.“ Við þekkjum af reynslu að það kostar átak að tryggja jafnfrétti fatl- aðra í þjóðfélagi á borð við Ísland þótt hér ríki allsnægtir og enn er langt í land. Víða er ástandið hins vegar þannig að fatlaðir mæta hrein- lega afgangi. Samtökin hafa lagt sitt af mörkum með ýmsum hætti og eru meðal annars með sérstök verkefni á Indlandi, í Kenýa, Rúmeníu og Suð- ur-Afríku. Í máli Richler kom fram að sam- kvæmt útreikningum Alþjóðabank- ans eru 90% barna í þróunarlöndum, sem ekki stunda nám, börn með ým- iss konar fötlun. Eitt af markmiðum samtaka hennar er að öll börn í heiminum hafi aðgang að grunn- menntun. Sérstakur sáttmáli um réttindi fatlaðra er verðugt baráttu- mál í þágu þeirra, sem síst geta sótt rétt sinn af eigin rammleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.