Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Side 6

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Side 6
GuðlaugTir Jónsson, lögreglnmaðnr hefnr eins og ýmsir vita lagt miklá stúnd á söfnnn gagna um bfla á íslandi og sögu þeirra hériendis. Fyrir nokkrum árum gaf hann út fyrra bindi bókar um bíla á íslandi og á í handriti anna'ð bindi. Verk Guðlaugs hefur að geyma ómetanlegan fróffleik um þessi mál og okkur er það mikil ánægja að geta sagt lesendum okkar frá því, að Sunnudagsblaðið mun innan skamms birta nokkra sjálf- stæða þætti úr handriti Gufflaugs, þar sem sagt er frá ævintýrUm í upphafi bílaaldar liérlendis. Hitt vita svo fáir, að Guðlaugur á í fórum sínum ýmsa þætti frá starfi sínu sem lögreglumaður í nær helft aldar. Sunnudagsblað ið hefur fcngið góðfúslegt leyfi höfundar til að birta nokkra þeirra á næstu mánuðum. Fyrsti þátturinn „Guja verzlunarmær“ birtist í þessu blaði. Guð- lawgur hefur ritað formálsorð fyrir þáttum sínum í handriti og tök- um við hér upp hluta af formála hans, en tjann varpar nokkru ljósi á það, hvað hér er tun að ræða. Gefum við svo Guðlaugi orðið: „Hér verða aðeins sagðar sögur af reynslu lögreglumanns í Reykja vík og dregnar upp nokkrar mynd ir af því sem fyrir hann hefur bor'ð í starfinu. Menn geta válið eftir eigin smekk að kalla þær myndir úr þjóðlífinu, myndir úr Reykjavíkurlífinu, eða myndir úr lífi lögreglumanns, ef einliver skyldj óska að orða það svo. Allar þær myndir og fyrirbæri hefur hann Vegna stöðu' ginnar orðið að umgangast og þreifa á, svo og ýms ar aðrar, sem allur almennlngur hefur litla eða alls enga hug- mynd um. Menn kunna að halda, að ekki gerist annað sögulegt hjá lögr^glunnj en fyrirferðarmestu afbrotamálin, sem blöðin segja fró, en það er mikill misskilning- ur. Og kannski geta eftirfarnndi sögur órðið til bess að eyða honum að einhverju leyti. Afbrotamenn- irnir eiga eína kapítula í bókum lögreglunnar, og hinn almenni borgari á þar líka sögubrot f ýms- um myndum, án þess að tilheyra fyrrnefnda hópnum á nokkurn hátt Þar til nú fyrir rúmum 30 árum var engin tilraun til þess gerð að sérmennta lögregluþjóna áður en þeir klæddust einkennisbún- ingnum og voru sendir út á al- mannafæri tll þess að lfta eft- ir hegðun almennings og til leiðbeingingar eftir þröfum. Má nærri því geta hversu nýsveinarnir hafi þá gengið örugglega áð verki fyrsta kast- ið og fyrirmæli þeirra og önnur vinnubrögð verið óyggjandi, hafi þau þá einhver orðið. Er ekki ó- líklega til getið að sannazt hafi á þeim fleiri eða færri forna spak- mælið sem segir svo „margur býr að fyrstu gerð.“ Þeir urðu eem sé að byrja á því fyrst þegar á hólmlnn var komið, að læra að beita þeim vopnum, < sem þeim höfðu verlð fengin f hendur, m.a. því valdf sem fylgdi starfinu, með ýmsum takmörkum, sem nýsvein- arnir vissu harla lítið og oftast ekkert um hvar höfðu verið sett. Skóíagangan sem nú lilaut að hefj- ast var í því fólgin, að 6emja sig að háttum og vinnubrögðum þeirra af samverkamönnum, sem lengra voru komnir á sömu mennta braut og nema af reynslunni^ scm að allra dómi er góður kennari fyrir flesta, en fræðslan vill oft verða nokkuð 6eintekin með þeim hættj og stundum líka dýru verði keypt — of dýru fyrir einstakling- inn, þegar hún verður honum sjálfum að fótakefli, eins og stund- um hefur átt sér stað. Sögurnar, sem birtast hér, eru allar frá löngum liðnum órum og eru allar efnislega eannar í beztu merkingu þess orðs, en að sjálf sögðu hefur verið gætt þeirrar skyldugu háttvísi ef svo má að orði komast að tilgreina engin rétt nöfn þeirra manna lífs og liðinna, sem áttu þar einkum hlut að máli. Og skal þegar sagt hér til leiðbeiningar, að gagnslaust er með öllu, að leita hjá höfundinum frekari upplýsingar í því efni. Sú spurning kann að vakna hjá einhverjum, hvort sögur, slíkar sem þessar, eigi nokkurt erindi til almennings, og hvort nokkur gagn semi sé í því fólgin að birta þær? Að sjálfsögðu er hver og einn rétt borinn til eigin niðurstöðu í þessu, en ég held, að sams konar spurningu megi varpa fram um ótal margt annað, sem komið hef- ur út á prenti. Mín skoðun er sú, að sérhver þjóðfélagsþegn í lýð- frjólsu landi ætti að vita sem gleggst um allt^ sem miður fer í þeim fólagsskap engu síður en hitt, sem horfir til heilla. Lög og aðrar siðareglur fólksins í landinu eru ekkert launungarmál. Og hví skyldi þá ekki gilda hið sama að því er varðar umgengni manna við þær reglur? Ekki getur það heldur talist alveg útilokað, að einhver þeirra dæma, sem hér koma fram, gætu orðið einhverjum lesenda til nokkurrar leiðbeining- ar. Mannlífið heldur vonandi á- fram að vera til, og ekkert er lík- legra en það verði mjög sjálfu sér líkt hér eftir sem hingað til.“ 126 3UNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÖ • ,

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.