Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 20
spurulla augna fjöldans. Glöggt
mátti þaðan heyra glasask.valdur
og hása söngtóna.
Þerna fór með veitingar inn úr
dyrum þeim, er næstar voru, og
lagði þá út um gættina fláa, garg-
andi rödd, sem raulaði: „Mér er
sama um Gönnu, mér er sama um
allt, nema sekur og rjóma og
sker”. j
Þá laukst aftur hurðin, og i því
kom kaffið til hans. Það var þunnt
og moðvolgt skolp og mjólkin
glundur. Hann drakk því lítið,
stóð á fætur, borgaði greiðann og
ætlaði út að halda áfram leitinni
að sinni draumabrúði. Þá opnuð-
ust enn á ný fyrrnefndar kræpu-
dyr, og, nú liljómaði út um þær
skær, og að því er honum fannst,
kunnleg rödd, sem söng lágum og
diliandi rómi: „Þó ökutækin ónýt
séu og yfirfull af skríl, þá leynist
stundum lagleg stúlka í Ijótum
kassabíl”.
Hann vissi, að hann þekkti þessa
saétu og hljómfögru rÖdd frá þús-
und öðrum, og Ieit þvi inn um
hálfopnar dyrnar yfir öxl heima-
stúlkunni, sem í þeim stóð. Sér til
óumræðilegrar skelfingar sá hann
gullið hár, glettin augu og rauð-
ar ögrandi varir, boðnar fram *il
kössa, í fanginu á — Sykurtopp.
— -------Hann vissi ekkert,
heyrði ekkert og sá ekkert, fyrr en
hánn stóð aftur undir bjarkar-
runnunum. Þá tók hann eftir því,
að hann var að þrástagast á þessu:
„Mór er sama um ' Gönnu, mér er
sama um allt, nema sekur og
rjóma og sker”.
Þegar hann gætti þess, hvað
haiin var að fara með, og undir
hvaða kringumstæðúm hann hafði
héyft það, þá fylltist hann ofsa-
reiði, hóf á loft sinn ágæta staf og
sló honum af alefli í steinstrýtu,
sem stóð þar hálflosaralega á sillu-
brúiiinni. Steinninn lognaðist út
af og Valt þyngslalega niöur brekk
una, en stafUrinn hlykkbognaði og
lalekið hrundi af honum í beygj-
unni.
Það var ekki sjón að sjá Iiann
lengur. Fífl, grasasni. Já, það er
það, sem þú ert. Að láta eins og
viUaús maður, þó að steljugála,
sem ef svo ektó einu sinni falleg,
hafi kysst þig nokkra kowa.
FYRIR mörgum árum bjuggu
fátæk hjón í litlu þorpi í Jap-
an. Þau áttú hóp barna og
veittist erfitt að sjá fyrir þeím.
Þegar eldri sonur þeirra var
fulira fjórtán ára, varð hann
að fara að aðstoða föður sinn
við störf hans, og eins urðu
dæturnar litlu að lijálpa móð-
ur sinni undir eins og þær
gátu stigið í fæturna.
Yngstur barnanna var agn-
arlítill drengsnáði, sem var
vita ónýtur til allra verka. —
Fólk sagði, að þáð yrði aldrei
maður úr honum, því að hann
væri svo lítill og horaður.
En hann var óvenjulega greind-
ur, — greindari en öll hin
systkinin. Foreldrar hans hugðu
því hyggilegra að gera hann að
Presti en bónda, Þau fóru með
hann til musterisins í þorpinu
og báðu gamlan og góðan
prest, sem þar hafði aðsetur,
að gera son þeirra að kirkju-
þjóni og kenna honum til
prests.
Gamli presturinn tók piltinn
tali og lagði fyrir hanh nokkr-
ar spurningar. Svo greindar-
leg Voru svor snáðans, að prest-
urinn samþykkti þegar í staS
að gera hann að kirkjuþjóni
og undirbúa hann undir présts-
starfið.
Dfengúrinn var fljótur að
Iæra það, sem presturinn
kenndi honum, og að flestu
lcyti til fyrirmyndar. Það var
aðeins éitt, sem mátéi að honum
finná. Hann var sífellt að
1 teikna ketti, jafnvel í kennslu-
stúndum prestsins, og alls
staðar þar sem kettir áttu alls
ekki að sjást.
Hvenær sem Iiann átti stund
aflögu fór hann að teikna
kotti. Hann teiknaði þá í bæk-
ur prestsins og á alla veggi
og súlur mustcrisins. Prestur-
inn tjáði honum hvað eftir
annað, að þetta væri hin mesta
ohæfa, en strákur virtist alls
ckki geta aö þessu gert. Ifann
var það, sem nefna mætti
„ósvikinn listamaður” og ein-
mitt þess vegna var hann ektó
hæfur til að verða kirkjunnar
þjónn. Góður kirkjunnar þjónn
verður að gefa sig að öðrum
viðfangsefnum en teiknun.
Dag nokkurn eftir að hann
háfðí teiknað nokkra ketti á
veggi musterisins sagði gamli
presturinn við liann alvarleg-
ur f bragði:
*— Jæja, dreijgur mirin. Þú
verður nu að fara héðan sem
fyrst. Þu vérðiíf aldrei góðuf
140 $u*.vupA<3P?ífA£> * Ajai'i’euBfcAÐlð