Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 10
þú þarna Siggi, Samúel, Satan eða Betúel eða bvern djöfulinn, sem þú heitir”. En þegar þetta hreif ekki til þess að raska ró þremenninganna, fór hann að hafa hönd á sængur- klæðunum, sjáanlega í þeim til- gangi að svipta þeim burtu. Þá reis annar hinna ungu manna upp á olnboga, ýtti honum harkalega frá og mælti af þjósti: „Láttu okk- ur vera, andskotans fíflið þitt”. En nú hvessti fyrir alvöru, því að á- rásarmaðurinn Iét ekki bjóða sér svona meðferð fyrir lítið, enda hafði hann skollið flatur við hrind inguna. Skríður hann nú einhvernveginn á fjónnn fótum að flatsænginni, hvolfir sér yfir hana með fádæma óhljóðum, svo að flestir í lestinni vakna og líta upp forvitnum spurn araugum. „Þinn bölvaður hór- mangari, ég skal . . ..” Setningin endaði í óskiljanlegu urri, því að hann hafði lent með andlitið í þykku ög gullnu laus- hári konunnar, sem varð alveg ó- kvæða við þessa illu sendingu og stökk upp með hræðsluhljóðum, jafnhliða því, sem legunautar hennar sparka þessum ótooðna gesti á burtu enn á ný. Félagar hans, sem fram að þessu höfðu staðið á lúgunni við lestar- tröppuna og verið að hressa sig á dropum Heiðrúnar, koma nú til og reyna að hafa hann á burtu með góðu. Þeir sýna honum fram á, að hann þekki þetta fólk ekki neitt og komi það því ekkert við. En hann segir þeim aftur í móti, að þeir skuli nú bara halda kjafti og ekki vera að hugsa um sig, því að þeir séu jafn-vitlausir og allir aðrir á þessari bölvaðri kollu. „Jæja, kunningi”, segir einn þeirra, „þá tökum við þig þrifa- lega og bindum þig”.--------„Ha, hæ, binda, talar þú um að bínda, bölvaður þrællinn, binda, linda, rinda, trinda, þinda”. Meðan á þessum orðahnipping- um stóð, höfðu félagarnir þrír komið óeirðaseggjunum alla leið að stiganum og fóru nú að feta upp eftir honum. Gekk einn á und- an og hélt í buxnasmekk Sykur- topps, en tveir gengu að baki og studdu. En niður í rökkvaða lestina drundu hás köllin: „Ha, hæ, talar þú um að binda, bölvaður þræll- inn, binda, rinda, trinda, linda, þinda”. í hominu logaði rafljosið, en að öðru leyti var allt komið þar aftur í sitt fyrra far. Af ýmsu mátti þó merkja, að þremenning- unum leið ekki sem bezt í ljósbirt- unni og þeirri opinberun, sem hún hafði valdið. Pilturinn, sem fylgzt hafði með atburðunum af áhuga, reis því ó- sjálfrátt á fætur, skrúfaöi peruna úr ljósastæðinu og stakk henni í vasa sinn. Hann langaði til að kynnast þessu fólki, sem byggði lestarhorn- ið, konan var ung og falleg óg lagsmenn hennar geðþekkir. A undan uppþoti því, er innrás hins drukkna manns olli, hafði lágvær hlátur þeirra' verið svo innilegur og hjal þeirra blítt, að það hafði svipuð áhrif og ómþýður hljóð- færaleikur, sem flytur fögnuð og trega í senn. Þar, sem hann húkti á skolp- rörunum, með frakkann undir rassinum og stafinn á miili hnjánna, kom heimspekin aftur lil hans í lit og líki júlínæturinnar, með gamla rómantík í vasanum, um dögg á „Edens aldinreinum, þar sem aldrei sjást nema tveggja spor.”--------- Skerandi vein eimpípunnar gerði pUtinum sárbilt við, því að Frh. á bls. 137. 130 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐH) , ^

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.