Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 18
STRANDSIGLING Frh. af bls. 137. meyjar, sem gert hafði hann að heimspekingi í neyð og þrenging- um næturinnar. Stóð hún þar í ferðfötum, svörtum, víðum skálm- um og stuttum nærskornum jakka, cn óskýlt lét hún sínu fagra hári. Pilturinn hafði strax orðið snort- inn af þessári konu, er liann sá hana í uppþotinu um nóttina. Nú óx sú tilfinning að mun, er hann leit hana í dagsljósinu. Hann fékk hjartaslátt, varð feiminn og niður lútur, kökkur settist i hálsinn og hann roðnaði í vöngum. Hann var aðeins átján ára og hún fallegri og frjálslegri, en allar stúlkur, sem hann þekkti. En hér dugði ekki að standa eins og þvara, ef eitthvað átti áð ske. Með erfiðismunum tókst honum að bjóða góðan dag og segja til nafns sins. ,,Góðan dag”. Ég heiti Eva, og við skuliun bara þúast”, mælti hún og brosti glettnislega. „Ertu kunnugur hér?” Hann hristi höfuðið í mótmælaskyni. „Því er eins varið um mig, en ég á skylt erindi að reka og verð þess vegna að fara í lapd”, hélt hún á- fram. „Ertu þá að fara?” ,,Bráð- um, karlinn, sem lofaði að flytja mig, er eitthvað að stússa fram á lijá hásetunum”. „Ég Vár nú líka að hugsa um að fara í land og skoða mig um.” „Já, gerðu það og komdu með”, ,,Ertu ein þíns Iiðs?” sagði liann og sá i huganum lestar- horn, þar sem pera hafði verið skrúfuð niður. Hún leit til hans léiftursnöggt, hló lágt og skært, lagðí liönd sína á öxl hans og mælti: „Já, eins og er. En nú skuT- um við koma og leita að mínu.m ágæta ferjlikarli.’ Meðan á þessu samtali stóð, höfðu flestir bátarnir farið og var nú að mestu mannautt við stigann. Fram við skipskinnunginn flaut svolítil gaflkæna, sem rauðskeggj- aður kroppinbakur sat í og var að ausa. Eva kallaði til hans liátt og fjörlega: „Halló, gamli minn, ert’; til?” • „Já, það held ég”, anzáði hann önugúr og skrækróma, um leið og liann dró kænu sína aftur að stig- anum. Þegar liann hafði náð þar handfestu, stildraði pilturinn nið- ur til hans á stigapallinn og leit- aðist síðan við, með riddaralegri háttprýði að hjálpa sínum fagra förunaut um borð í þennan aumlega farkost. Þetta var sjáan- anlega manndrápsbolli, sem hopp- aði eins og skel á undiröldunni. Engin ráð virtust til þess, að far- þegarnir fengju sezt niður, því að ekki var.nema ein þóftan, þar sem Rauðskeggur sat og seig á árar. í kjalsoginu var kassi einn lítill, þar benti bátsráðandi til sætis, og mátti það takast með því móti, að pilturinn sæti undir stúlkunni, og það gerði hann með mestu á- nægju. En ekki var þar rými meir cn svo, að nær því varð hún að leggja hendur um háls honum og andlit sitt þétt að hans, til þess að vera óliult fyrir árahlmnmum ræð- arans. Það kom brátt í ljós, að karl mundi verða tímakorn i land, því að hann stefndi að litlu húsi, sem var þó nokkurn spöl fyrir innan þorpið. Piltinum þótti þetta hvergi mið- ur, því að í hvert sinn, sem bát- liornið seig í kvikunni, féll mær- in fastar í fang honum, svo að vang ar þeirra snertust. Hann varð þess á engan liátt var að hún kynni þessu illa eða gerði neitt til þess að draga úr afleiðingum veltings- ins. Eu hann var uppburöarlitill 1^3 SUNNUPAGSBhAÐ „ AL>'ÍS>'UK1AÐl£) og lúpulegur, þó að hann liins veg- ar væri mjög sæll að hafa hana í faðminum, og þrýsti henni stund- um fastar að sér en þörf var á. Bara karlhlunkurinn væri blind ur og daufdumbur eins og saltfisk- ur, hugsaði liann, þá myndi hann hannski þora að snerta þessar hlæjandi varir og horfa í þessi gáskafullu augu. En það var nú ekki því að heilsa. Karlófétið var einmitt alltaf að glápa á þau og glotta ofan í eldrautt skeggið. Pilturinn var búinn að margóska honum liins versta og eilífrar út- skúfunar, þegar hann loks reri í lygnan vog og batt þar kúff sitt við slétta klöpp. „Er það hér, sem þú átt erindi?’ „Nei, nei, það er úti í þorpinu”. Það var mesti tröllavegur þama út með sjónum, stórgrýti, klettasnasir og þangi vaxnar flúrur, sem illt var að fóta sig á,. enda kom það sem af sjálfu sér, að þau leiddust eins og gaml- ir unnendur. Pilturinn var nú hokkuö farinn að jafna sig hið ytra, líkt og hann hefði smitazt af bispursleysi lags- konu sinnar, en því sterkari var þrá hans hið innra. En auðvitað kom honum ekki í hug að segja eða gera neitt, svona alveg upp úr þuru. Bara að hún dytti nú, hugs- aði hann, eða festi sig eða einhver skollinn kæmi fyrir, sem gæfi hon- um ástæðu til að vera ofurlítið nærgöngulli. En það var nú síður en svo, að honum yrði að þeirri ósk, því að hún var fullt svo lipur sem hann að klifra yfir stórgrýtið og fóta sig í þanghálli fjörunni. Hvort hún liefur lesið hugsanir lians, með sínum hraðglettnu aug- um eða fundið það af kvenlegum næmleik sínum, hvað honum Ieið, það má guð vita, en nokkuð var það, að allt í einu nam liún staðar hjá kletti, sem varð á leið þeirra og sagði brosandi: „Heyrðu, þú ert að missa flibbanálina þína. Ég skal Iaga hana fyrir þig.” Og um leið rétti hún hendurnar upp að hálsi hans. Þarna kom tækifærið, og hanh var nógu skynsamur til aö nota það.---------- „Sona, sona, þetta er nú víst nóg í einu”, mælti hún hlæjandi og smaug liðlega úr faðmi lians. „Þá held ég að nálin þín sé föst og engin hætta á að hún týnist". Hún hló svo dátt og kánkvislega, að

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.