Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 12
Halta stúlkan var ljóshærð með
rauðar varir. Á hverjum degi lék
hún golf og buslaði í sundlaug-
inni með heilum herskara glað-
værra pilta. Charles sat á for-
svölum liótelsins, virti hana fyrir
sér og kinkaði kolli, er móðir
hans, sem sat við hlið hans, sagði:
— Er þetta ekki einkennileg
stúlka? Eg skil ekki, hvað strák-
arnir sjá við haná.
Charles fór í morgungöngu
fram ,hjá sundlauginni. Piltarnir
og stúlkurnar lágu þar hlið við
hlið og mösuöu og lilógu. Hann
lagði við hlustir eftir rödd henn-
ar. Hún var lág og djúp. En orð-
bragðið! Honum heyrðist hvert
orð hennar vera „helvíti”^ „djöf-
ull” eða annað þaðan af verra.
Hún talaði um guð eins og hann
væri góður kunningi, sem byggi
í næsta húsi við hana. — Eg
kalla guð mér til vitnis, sagði
stúlkan. Guð veit, að ég segi satt.
Charles flýtti sér í burtu til að
heyra ckki það, sem á eftir fór.
Hann kunni þcssu orðbragði illa,
því að hann ætlaði cinmitt aö
helga guði líf sitt. Hann var átján
ára gamall og var hér með móður
sirini að eyða sumarlcyfinu áður
cn hann hæfi nám sitt í presta-
skólanum. Eftir átta sumur yrði
hann orðinn útlærður prestur. —
Það var því ekki að furða, þó að
masið í stúlkunni hefði sin áhrif
á hann. Hann hafði hvorki séð né
lieyrt hennar líka fyrr.
Kvöld eitt eftir matmálstíma,
þcgar móðir hans hafði skroppið
frá, kom stúlkan og settist við
hlið hans á forsvölunum. Bros
lék um rauöar varirnar, augu
hennar voi'u djúp og blá og blúss-
an hennar opin niðiu- i hálsmálið.
Við þyrftum að kynnast, sagði
hún. Þú ættir að koma með okk-
ur hinurn í sundlaugina.
— Eg er með mömmu.
Stúlkan tók hendur hans í lófa
sér.
— Já, en þú ert þó orðinn nógu
fullorðinn til að synda einn.
Charles fannst hann þurfa að
útskýra þetta, áður en það yrði
um seinan. Hann sagði því:
— Eg á að verða prestur.
Brosið á vörum stúlkunnar
breikkaði að mun: — Prestur? —
Með prestakraga og allt?
Hann kinkaði kolli.
— Er það þess vegna, sem þú
getur ekki synt með okkur?
— Nei, ekki beinlínis. En mér
fannst rétt að taka það fram. Eg
tek það alltaf fram.
En geturðu ekki komið með
okkur á ball, ef þú vilt?
— Jú, vissulega.
— Gætii'ðu boðið mcr í bíó,
ef þig langaði til þess?
— Árciðanlega.
— Eg hef aldrei fyrr hitt strák,
scm ætlaði að verða prestur. Viltu
koma með mér í bíltúr í kvöld?
— Við tókum ckki bílinn okkar
með okkui'.
— Ó, þú skilur mig ekki. Eg á
við í bílnum mínum. En ég segi
bara svona í gríni. Auðvitað meina
ég ekkert.
Hún leit á hann og mældi liann
frá hvirfli til ilja með augunum:
— Guö, livað væri gaman að
vera með strák, sem ætlaði að
vcrða prestui'.
Charles langaði að losna við
hana cn vissi ekki hvcrnig hann
ætti að fara að því. Til alli'ar
lxamingju, hugsaði Chai'les, lilýt-
ur mamma að koma þá og þegar.
Hún þaggar áreiðanlega niður í
henni. — Þú ættir að gæta tungu
þinnar, sagði hann.
Hann bjóst við, að liún færi að
hlæja, en lxún hló ekki. Hún
strauk hendinni upp og niður þann
fótlegg sinn, sem stj'ttri var. — Af
hverju segiröu það? spurði hún.
— Eg á við vegna guðs, sagði
hann. Þú átt ekki að leggja nafn
guðs við hégóma. Það er eitt af
boðorðunum tíu.
— Eg er óttalegur kjáni, sagði
stúlkan þá. Eg tala alltaf svona
til að draga athygli fólks frá
bæklaða fætinum á mér. Og ég
vissi ekki fyrr en núna, að þú
ætlaðir að verða prestur.
Charles langaði enn að losna
við hana, en vissi ekki, hvernig
fara skyldi að því. Hann stóð því
upp og sagði: — Þú ættir ekki
að hafa áhyggjur vegna fótarins.
Eg tók ekki einu sinni eftir að
nokkuð væri alhugavert við hann.
Hún reis upp og augu hennar
skutu gneistum. — O, vertu ekki
með nein ósannindi, sagði hún.
Auðvitað tókstu eftir því. En þér
cr kannski alveg sama? Fælir fót-
urinn þig fi'á mér?
— Nei. svaraði hann. Síður en
svo.
Hún stakk hendinni undir liand-
legg honum. Þakka þér fyrir að
segja þetta svona hreinskilnis-
lega.
Án þess að vita af, var Char-
les farinn að ganga um gólf við
hlið ókunnu stúlkunnai'. Gullið
hár hennar snart öxlina á jakkan-
um hans. Það var erfitt að sjá, að
liún væi'i liölt. Hann laut höfði
til að finna angan hennar og
sagði:
— Segðu mér hvaö þú gerir?
— O, svosem ekkert. Eg er hætt
að vinna og verð seanilega frá
SMÁSAGA EFTIR BRENDAN GILL
232 SUNNUDAGSBLAÐ - AXJ»ÝÐUBLAÐIÐ