Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 22

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 22
I SAGA FRÁ JAPAN Frh. af bls. 141. ina, — haltu þig við þá Iitlu. Musterið var geysistórt og þar sem hann sat einn síns liðs í stórum salnum, fór að fara um hann hroHur. Og hann á- kvað að standa á fætur og leita afdreps á litlum stað, Hann rakst vón bráðar á litla skonsu með rennihurð og þar skauzt liann inn. Hann lagðist nú.til hvíldar og bar brátt sofnaður. Seint um nóttina vaknaði hann við skelfileg óhljóð. Það var öskrað og óskápazt. Það Vcir svo hræðilegt að hlýða á þetta, að hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að skyggnast út um rifúna á hurðinni til að forvitnast um, hverju þetta saetti. Hann lá kyrr og tók and- köf af skelfingu. Ljósið, sem verið hafði í musterinu slokknaði, en ó- hljóðin færðust í aukana og allt musterið lék á reiðiskjálfi. Loks eftir langa mæðu komst á kyrrð, en drengurinn var enn of skelfdur til að bæra á sér. Hann hreyfði sig ekki fyrr en fyrstu geislar morgunsólarinn- ar bárust inn til hans. Þá laumaðist hann ofur var- lega fram ur félustað sínum og leit í kringum sig. Það fyrsta, sem hann sá var að gólf must- erisins voru öll ötuð blóði. Og svo kom hann auga á feikistór- an draug, sem lá þar stein- dáuður, En hver hafði drepið draug- inn? Það var engin lifandi vera sjáanleg. Skyndilega tók dreng- urinn eftir því að ginin á kött- unum, sem hann hafði verið að leika sér að að teikna, voru storkin blóði. Og þá rann upp fyrir honum, hvað gamli prest- urinn hafði átt við, er hann sagði: Forðastu stóru staðiiia, haltú þig við þá litlu. Með tímanúm varð þessi litli dreiigur víðfrægur og mikils- metihn listamáður. Ehn í dág sýna Japanar gestum sínum kattamyndirnar hans. Daniel Upthegrove var mikils- virtur lögfræðingur, sem lifði í Bandaríkjunum á seinni liluta síðustu aldar. Þegar hann var á leið til frægðar, bjuggu í nánd við hann tvær fjölskyldur^ ná- grannar og miklir vinir. í annarri fjölskyldunni . var stúlka, sem nefnd var Júlia, í liinni var pilt- ur, sem kallaður var Tom. Þau urðu ástfangin og fjölskýldur þeirra samþykktú ráðhaginn. Ein af venjum þessara tíma var sú, að unga fólkið kom eaman til skemmtana um helgar á einhverj- um búgarðinum. Þá var líka sið- ur, að allir ungir menn gengu vopn aðir, en til þess að koma í veg fyrir misnotkun vopnanna í þess- um samkvæmum, voru þau tekin og geymd til brottferðar að lokinni helgi. t Á einni slíkri helgarskemmtun voru þau bæði stödd Tom og Júl- ía. Þar kom líka undurfögur stúlka sem tók svo alla athygli Toms, að hann sinnti ekki Júlíu. (Hún varð mjög afbrýðissöm og þau rifust heiftarlega áður en helginni lauk. Það rifrildi var til þess, að Tom hélt sig enn meira að stúlk- unni og nóttina áður en halda átti heim, ’varð samkomugestum það Ijóst öllum til mikillar skelf- ingar, að Júlía var horfin. Leit var hafin og að morgni fannst hún. Ilún lá í árfaivegi við rætur eikartrés nokkrar mílur frá húsinu með kúlu i hjartastað og við hlið hennar lá byssa — Toms. Þeir, scm verið liöfðu á staðn- um um helgina vissu fullvel að Tom og Júlía höfðu rifist í reiði og þungur grunur féll á Tom. v Hann eór sakleysi sitt og það mcð, að hann hefði engan grún um það hvernig byssa hans hefði komizt á morðstaðinn. Fjölskyldumar tvær, sém verið höfðu svo miklir vinir, urðu evarn ir óvinir végna þessa. Faðir 'loms leitaði til Daníels Upthegrove um vörn í mál sonar síns. Eftir að hafa talað við Tom, þóttist lög- fræðingurinn svo viss um sak- leysi piltsins að hann tók máls- vornina að sér. Hin ömurlega staðreynd að býssa Toms liafði legið hjá stúlk- unni var mjög þung á metunúm gegn piltinum, og almenningsálit- ið var svo gjörsamlega gegn hon- um, að augljóst var, að litlar lík- ur voru til þess, að hann fcngi réttlátan dóm. Upthegrove tókst þó að fá rétt- arhöldunum frestað. Hann var cnn sem fyrr sannfærður um sakleysi Toms, en hvernig sem hann reyndi Ritstjári: Högni Egilsson Útgefandi: AlþýffublaöiS Prentun.- Prentsmiðja Alþýðublaðsins 14? . - —: 1 • T" * ~

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.