Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Qupperneq 9

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Qupperneq 9
prjónuSu silkí. Og hann fór að hugsa um grænan feld jarðarinn- ar og frjósemi júlídagains, um dutlunga lífsins og hvatir, hvort heldur það lá falið og staðbundið í skauti moldar eða það barst með tíu milna hraða á klukkustund yfir hið salta og ófrjóa haf. Upp frá þessari heimspeki hrökk hann við við hávaða í fjórum strákum, sem voru að klifra niður lóðrétt- an lestarstigann. Þeir voru valtir á fótum, líkt og drukknir menn eru venjulega, enda sýndi einn þeirra fljótlega, að svo var. Það var lítill naggur og ekki geðslegur, í bláum smekkbuxum og brúnni baðmullarpeysu, með svarta alpahúfu á uppmjóum syk- urtoppslöguðum hausi. Hann fór að syngja hástöfum eða öllu held- ur öskra, með sterkum áherzlum á rímorðunum: „Adam sagði E-v-a, í mér finnst mér s-l-e-f-a, gef mér bara brenniv-í-n, blessuð helvítis elskan m-í-n”. Á hið sofandi fólk lestarinnar hafði þéssi friðarspill- ir þau áhrif, að sumir umluðu eins og þeir hefðu óhæga drauma, en aðrir luku upp syf juðum augum og lyftu höfði til þess að sjá, hvað ylli svefnrofi þeirra. En þar virtist eúginn ókunnug- ur í ísrael, því að hin syf juðu augu lukust brátt aftur, og þeir sem umlað höfðu, sýndust fljótlega ná hinni íyrri ró á draumfarir sinar. Pilturinn fór að líta eftir hom- inu, þar sem heimspekin hans lá falin tmdir teppinu rauða. Þar var nú allt með kyrrum kjörmn og hvorki hijóðskraf né létta hlátra þáðan að heyra, svo sem fyrr mn nóttina. Hvort augnaráði hans hefur ver- ið tun að kenna eða einhverju öðru er ekki gott að segja, en allt í einu hætti sá litli sönghljóðum sínum, stillti sig af eftir mætti og tók strik á lestarhornið, yfir vöru- hlaða og margskonar skran, og fór síðan að þreifa eftir Ijósaperunni, sem skrúfuð hafði verið niður. Honum tókst að finna hana og setja i réttar skorður. Komu þá glöggt í ljós þrjú ungleg andlit, sem virtust sofa vært undir sínum Iitríku rekkjuklæðum. En sá með sykurtoppskollinn var ckki ánægður með þetta, held- ur ruggaði fast að sænginni og kallaði með gargaadi rödd: „Haíló,

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.