Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 21

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 21
 prestur, en ef til vill getur þú orðið mikill listamaður með tfmanum- Mundu mig bara um eitt og gleymdu því aldrei: \ Forðastu stóru staðina, haltu þig við þá litlu. Drengurinn skildi ekki, hvað presturinn átti víð með þessu: Forðastu stóru staðina, haltu þig við þú litlu. Hann braut lieiiann tun þetta undarlega heilræði á meðan hann bjóst til brottfarar, en gat með engu móti komizt að nelnni niður- stöðu. Oe hann þorði ekki að spyrja prestinn nánar út i, hvað hann ætti við. Hann vildi helzt ekki tala meira við hann en kveðja hann og þakka hon- um fyrir sig. Hann yfirgaf musterið dapur í bragði og byrjaði að velta því fyrir sér, hvert skyldi nú halda. Ef hann færi heim óttaðist hann resfingu föður síns fyrir að gera prestinum á móti skapi. Hann gat því ekki horfið aftur heim. Allt í einu minntist hann þess, að f næsta þorpi, í tólf mílna fjarlægð, var mjög stórt musteri. Hann hafði heyrt, að þar værl fjöldi presta, og þangað ákvað hann að fara til að gerast kirkjuþjónn. En musterið var bara lokað án þess að drengurinn hefði hugmynd um það. Ástæðan til þess var sú, að draugur nokkur hafði hrakið alla prestana það- au, og lagt undir sig staðinn. Hraustir stríðsmenn höfðu vitj- að musterisins að næturlagi til að ráða nlðurlögum draugsa en til þeirra hafði ekki frekar spurzt. Enginn hafði frætt drenginn um þetta, svo að hann hélt rakleitt til musterisins i þeirri von, að prestarnir tækju vel á móti honum. Þegar hann kom til þorpsins var tekið að skyggja og allt fólkið í fasta svefni. Hann sá strax musterið við enda aðal- götunnar og ennfremur sá hann ljós þar. Draugurinn var nefni- lega vanur að tendra ljós á næturnar til að lokka til sín þreytta ferðamenn. Drengurinn fór strax og barði á hurðina. En það heyrðist ekkert hljóð að innan. Loks ýtti hann á hurð- ina og sér til mikils hugarlétt- is komst hann að raun um, að hún var ólæst. Hann gekk nú inn fyrir og fann Ijós á lampa, en engan prestinn. Hann gerði sér í hugarlund, að einhver prestanna hlyti að koma innan skamms, og settist því niður og beið. Þá veitti hann því eftirtekt, að allt í músterinu var grátt af ryki og þakið köngurlóavefjum. Hann hugsaði með sér. að prestam-1 ir lilytu að hafa þörf fyrir kirkjuþjón úr því að ástandið var ekki betra en þetta. Hann fór að velta því fyrir sér, hvern- ig á því stæði, að allt væri í slíkri óhirðu. Það sem mest gladdi hann þó var að finna nokkur stór spjöld, þar sem hann gat teiknað ketti á. Og þó að hann væri þreyttur og das- að fór hann að leita að skrif- færum og bleki, sem hann fann brátt. Síðan fór hann að teikna af miklum ákafa. Hann teiknaði heilan katta- her, en loks fór hann að syfja ákaft. Hann var að því kominn að leggjast til svefns, þar sem hann var, er honum komu skyndilega til hugar orð gamla prestsins: Forðastu stóru stað- Frh. á bls. 142. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUnAfíSBLAÐ U1

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.