Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 16
VERZLUNARMÆR Frh. af bls. 127. „Sam, þessu trúir þu aldrei. Hann hefur níu anga." með sér, að haust- og vetrartízkan var gengin í garð, enda var með mesta móti að gera í búðunum, þrátt fyrir kreppuna; sem ríkti, og enginn vissi hvaðan haí'ði kom- ið né hvert mundi fara, eins og vitur maður hafði komizt að orði En hvort sem pyngjan var cóm eða ekki; þá va(r alltaf gaman að skoða liina nýju hluti, þreifa á þeim og máta þá á sér fyrir fi’am- an spegil, með dulda von í brjósti um að geta eignast þá. Þó það gæti ekki orðið fyrr en einhvern ííma eíðar. Ein hinna áðurnefndu verzl ana var óvenjulega vel birg af kvenkjólum í margs konar snið- um og litum, og þar var að jafn- aði mjög mannkvæmt um þessar mupdir til þcss að skoða, máta og kaupa. Einn daginn, nálægt há- degi, komu í verzlun þessa tvæ'r ungar konur samferða til þess að skoða kjólana. Kurteis og broshýr afgreiðslustúlka tók á móti þeim og leiddi þær til herbergís, sem konum var búið til oess að skipta um fdt og máta. Búðarstúlkan færði þeim þangað marga kjóla og voru þeir allir vandlega skoð- aðir og mátaöir. Þetta tók langan tíma og þar kom um síðir, að búð arstúlkan varð öðru að sinna, á meðan aðkomukonurnar voru enn að fást við kjólana. Þær höfðu lok ið því áður en búðarstúlícan kom til baka. Þær töluðu við hana í sölubúðinnj og báðu hana að taka frá um stundarsakir tvo tilgreinda kjóla, og hét búðarstúlkan því. Stundarkorni síðar tók hún svo að færa kjólana úr búningsher- berginu á þeirra stað í búðinnj og þá kom í ljós, að horfnir voru tveir þeirra kjóla, er hún hafði fært konunum þangaö inn. Búðarstúlk- an þóttist þegar vita, að konurn- ar hefðu haft þá á bui't meö sér enda þótt hún heiði ekki séð þær með neitt meðferðis utan Iiand- véski. En nú voru þær horfnar, og búðarstúlkan vissi engin deili a þeim frekai’. Kjólar þessir voru dýrmæt vai’a, og búðarstúikan, sem við geturú kallað Guju, varð bæði hrygg og gröm yfir framferði kvennanna, og jafnframt ásakaði hún sjálfa sig fyrir að hafa ekki staðið betur á verði gagnvart þeim Guja snéri sér strax til lögreglunn ar með þetta mál, án þess þó að búast við skjótum árangrj eftir kringumstæðum. Lýsing á konun- um þar það eina, sem hún hafði fram að fæi’a til upplýsinga um þær, og sú lýsing reyndist svo al- menns eðlis, að hún gat ekki bent í neina vissa átt. Guja taldi sig vissa í að þekkja konurnar, kæmu þær aftur í hcnnar augsýn, og henni var bent á; að bezti og jafn vel eini möguleikinn til þess að ná þeim, væri sá, að hún kæmi auga á þær á ný. Guja skildi þetta allt saman mæta vcl, og bef- ur eflaust hugsað sitt ráð í því sambandi. Fór hún svo sína leiö og fréttist ekkert meira um hana fyrr en að kvöldi sama dags. Þá kom hún aftur til lögreglunnar og liafði með sér tvær konur, er hún kvað vera hinar sömu og mat uðu kjólana og því jafnframt grun aöar um þjófnaðinn. Stutt Iög- reglurannsókn leiddi í Ijós að sá grujiur var á rökum byggður. Og málið var upplýst að fuilu. Þegar Guja yfirgaf lögreglu,- stöðina eftir að hafa tilkynnt þjófn aðinn, liafði hún þegar tekið sína ákvörðun. Hún sá, sem rétt var, að þess gat orðið langt að bíða að tilviljun ein leiddi hana á fund hinna ókunnu og grunuðu kvenna, og ásetti sér því að hefja leit að þeim án tafar. Höfuðatriðið fyrir hana í þessu máli var, að ná kjól* unum óskemmdum, og allt gat olt ið á því að hefja leitina tafarlaust eh jafnhliða mun henni ekki hafa verið á móti skapi, að konurnar sættu hæfilegri ábyrgð fyrir hið drengskaparlausa atferli þcirra. Að lcita hús úr húsj kom vitanlega ekki til greina, cn liins vegar reynandi að halda vakt þar, sem umferðin var mest í bænum, og reyna þannig að koma auga á kon urnar, aðra eða báðar. Klukku- stundum saman hélt Guja slíka vakt; staöráðin í að láta ekki sitt eftir liggja, hafði góðar gætur á vegfarendum, og skyggndist inn í sölubúðir og aðrar stofnanir þar sem almenningur hefði aðgang. Dagurinn leið að kvöldi án þess að nokkur árangur yrði. Götuljós in voru tengdruð, cr dagsbirtuna þraut, og þá varð öllu erfiðara að fylgjast með því sem fram i’ór, cn Guja vék samt ekki af verðin- um. Enn leið nokkur tími svo, að ekkert bar til tiðinda, ea svo allt Igft SUNNUÞAGSBLAÐ - AiÞÝÐUBLAÐIÐ j

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.