Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 8
LJÓSHÆRÐUH, renglulegur pilt- ur. ekki tvítugur, stendur á þil- fari eins af „Fossunum”, sem er að sigla út a.f löngum og mjóum firði vestra. Pilturinn horfir athugull á tvo gamla, veðurbltna sjómenn gutla í hálsi á síðasta farmbátnum, sem er að fara í land, en hinn þriðji stendur í skutnum og er að bisa við brotinn kandískassa, auðsjáan- lega í þeim tilgangi að ná þar í ókeypis mola, sem síðan má geyma í snýtuklút, þar til heim er komið. Þá gellur við í gegnum fjanda- ganginn í akkerisvintjunni bál- reið rödd stýrimannsins: „Þú þarna djöfull, sjáðu kassann í friði”. Sá, sem talað er til, heykist hljóðlaust niður á „plittinn” og sleppir kassanum, en skýtur um leið augum í skjálg til gufutrölls- ins og ibúa þess, sem í þetta sinn hafa gert sig að hans siðferðilegu forsjón. PÍÍtinn tekur sárt til gamla mannsins, og verður ónota- legt af að sjá, hve vesældarlega iiann tekúr þessum ruddalegu á- kúrum. Hann veit, að hinn mikli járn- skrokkur, með himlngnæfandi möstrum, reyk- og gufuspúandi vélum og gegnumskerandi öskri, er í huga gamla sjómannsins eins og fjarlægur og lítt skiljanlegur heimur, hvers áhrlf og snerting maður eigi fær skilið á hversdags- legan hátt, og því verður viðbragð lians undan óumflýjanlegri til- veru þessa óskiljanlega heims bæði auðmjúkt og ratalegt í senn. Að stundu liðinni er „Fossinn” kominn út fyrir fjarðarkjaft og þá stendur pilturinn enn við öldu- stokkinn og rennir sjónum yfir hnarreist fjöll og fjarðamúla, sem eru að hverfa og renna saman í langan og breiðan, gráan borða, undir blárri hjálmhúfu loftsins. Hann er búinn að fara um allt skipið og skyggnast um eftir rúmi, en það er hvergi að fá nema I lest- inni, og þykir honum það sízt fýsi- legur samastaður. Þar var kös af fólki á öllum aldri, sem búið hafði sér náttból á fiðursængum, dívönum, mat- vörusekkjum, þakpapparúllum og skolpleiðslurörum. En með því að hinir notalegri staðirnir voru yfir- fullir af körlum og konum í inni- legri sameiningu og án alls mann- greinarálits, þá bjóst hann við, að sitt hlutskipti yrði papparúllurnar eða skolprörin, og vildi hann í lengstu lög fresta, í öllum skiln- ingi, svo liörðum örlögum. Hann ranglaði því aftur undir varastýrið og var svo þrælhepp- inn að slysast þar á kaðlaiirúgu, sem var auð þá stundina. Var hann því fljótur að leggja hana undir sig og gera sig sem breið- astan í sætinu. Fótastillinguna skeytti hann minnst um, enda voru skórnir ekki verulega ríkmannleg- ir, en snotran, gráan rykfrakka brelddi hann vandlega yfir hnén og þar á ofan svartan járnstaf lakkdreginn, með nikkelhúðuðu handgripi. Það var til að sjá ekki ólíkt gljáandi íbenholti og glitr- andi sUfrl, enda var þetta mesti forláta gripur, sem kostað hafði sinar tvær krónur og tuttugu aura, Brúna ferðatösku og lúða, setti setti hann við hlið sér. Er hann hafði þannig um búizt, og leit með velþóknun yflr allt, sem hann hafði gert, og sá það var harla gott, varð hugurinn bljúgur og lundin létt, en lind hins orð- vana ljóðs, sem falin liggur í brjósti hvers íslendings, spratt fram hrein og tær eins og lind sú, er af bergi streymir. Hver, sem hefur reynt það að sitja heila nótt á skolpleiðslurör- um og hvfla sig á því að hafla bak- ánu upp að þakpappahlaða, hann má lofa það ef hann vjll, ,en það munu fæstir gera. Jafnvel þó að gott sé í sjóinn og sumarnótt hafs- ins fylli lestina andhlýju og ann- ariegri ró, þá er slíkt náttból ekki til þess fallið að njóta þar sælla drauma, á nótt eður degi. Það fór eins og piltinn hafði ór- að fyrir, er hann fór að leita sér náttstaðar þá lenti hann á rör- unum og þakpapparúllunum, á- samt tveim eða þrem öðrum, sem sýndust taka þeim forlögum með óbifanlegri ró, svo ill sem þau voru. En með söguhetju vora höfðu þau farið þannig, að fyrst og fremst liöfðu þau rænt hann öllu hefðarmanns útliti, því að þarna varð hann að sitja samanhnipr- aður á sínum snotra frakka til þess að hafa viðþol. Silfrið og íbenholtið í stafnum góða sá hann ekki lengur; að ekki sé talað um llstina, hina streymandi lind án orða, sem fyrir löngu var gengin allrar veraldar veg. Hugurinn var fullur af mátt- vana reiði, viðbjóði, sorg og ve- sælli sjálfsmeðaumkun með bjána- legri heimspeki 'í bland. Hann var að reyna að stytta tímann með því að horfa í kring- um sig. Einkum hafði hann gætur á dimmasta horni lestarinnar, þar sem pera hafði verið skrúfuð nið- ur til þess að forðast hnýsni ná- ungans, og að því, er liann hugði, dylja fyrir honum eitthvað af kenndum Freyjukatta. Þar grillti f eldrautt vattteppi, sem skýldi tveim mönnum og einni konu, að því er fremst mátti sjá. Hann gerði sér í hugarlund, að konan væri í grænum kjól úr 128 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.