Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Síða 15
RÆNINGJAR
Frh. af bls. 125.
Sveitarmenn veittu þeim
þegar aðgöngu og drápu hvern
sem þeir náðu; veitti þeim þaS
hægt, því að ræningjarnir
voru sjónlausir og fengu eigi
forðað sér. Tveir einir höfðu
sjón og lejtuðu þeir uhdan, og
komust fyrir Kappastaðalæk,
og þar í skóginn. Þar náðust
þeir á hólum tveimur og urðu
þar barðir til bana. Hinir voru
drepnir hvar sem þeir náðust,
voru þeir seinustu drepnir hjá
Melkoti, sem nú er eyðikot í
Fellslandareign. Síðan voru
þeir allir kasaðir þar á grund-
inni, og sér enn grjóthrúgurn-
ar upp af dysjunum; en þeir,
sem náðust á hólmanum voru
brenndir þar og heita þar síð-
an brennihólar.
Hálfdán prestur sagði, að
þeir hefðu ætlað til rána um
nóttina, en um kvöldið hefði
allt fé verið rekið ofan í Lamb-
haga við vatnið. Þegar þeir
hefðu komið á land, hefðu þeir
allir misst sjónina af sínum
völdum, nema þessir tveir, sem
á skóginn hefðu komizt. Mundu
þeir hafa verið göldróttastir
þeirra allra, og því geta varist
ákvæðum sínum. Þætti sér því
óhultara að hræ þeirra væru
brennd, svo að ekki yrði mein
að afturgöngum þeirra. Flói
sá, sem heiðingjarnir báru
aldurtila slnn í, er síðan nefnd-
ur Heiðingjaflói.
(Þjóðtrú og þjóðsagnir,
1908).
VEÐURSTOFAN
Frh. af bls. 124.
nálægt 60. Net veðurathugana-
stöðvanna þyrfti þó að vera enn
þéttriðnara og alv«g sérstaklega
þyrftu að rísa veðurathuganastöðv-
ar inni á hálendinu.
— Þegar ég lít til baka yfir
farinn veg, virðist mér allt stór-
um meira í sniðum á veðurstof-
unni nú, en var í uppliafi. Tækj-
um hefur fjölgað, húsrýini aukizt
og starfsliðið vaxið, — með einni
undantekningu þó. Loftskeyta-
mönnum veðurstofunnar hefur
fækkað á síðari árum. Þeir voru
15 á tímabili en eru nú 8. —
Þetta stafar þó ekki af því að
sendingum hafi fækkað, heldur af
því að nú eru komnir fjarritarar
til sögunnar í stað morseins, sem
áður fyrr var okkar mikilvægasta
lijálpargagn.
— Talsverður skortur er cnn á ís
lenzkum veðurfræðingum, þó að
alltaf séu nokkrir stúdentar við
veðurfi'æðinám erlendis. Þetta ger-
ir að verkum, að stétt islenzkra
veðurfræðinga er ekki fjölmenn,
aðeins 15 veðurfræðingar starfa
nú hér á landi. Þeir skiptast
þannig: 7 eru á Keflavíkurflug-
velli, 4 á Reykjavíkurflugvelli og
4 í Sjómannaskólanum.
— Árið 1960 héldum við hátíð-
legt fjörutíu ára starfsafmæll
Veðurstofu íslands, segir Theres-
ía að lokum, en ég vona, að á
hálfrar aldar afmælinu verði enn
meira um dýrðir. Til dæmis er
óskandi, að veðurstofan verði þá
komin í sitt eigið rúmgóða hús-
næði, því að á því er brýn þörf.
Ennfremur að stofnunin hafi þá
fengið sinn eiginn rafreikni, en
slíkt tæki getur margfaldað afköst
liennar.
Við kveðjum frú Theresíu og
þökkum henni spjallið. Hún er
einn þeirra útlendinga, sem við
íslendingar stöndum í ógoldinni
þakkarskuld við. Með ráðum og
dáð hefur þessi erlenda kona
helgað landi okkar starfskrafta
sína og er vonandi,. að, einhvern
tíma hljóti hún þau laún, sem
henni bera með réttu.
G. A.
„Þa5 virðist vera rán. Veskið er horfið".
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ J35