Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Blaðsíða 14
SANNLEIKUR frh. af bls. 132. vinnu næstu árin, þangað til ég gifti mig. Eg gifti mig áuðvitað strax og einhver verður til að biðja mín. Eg er ekki svo vit- laus, að grípa ekki gæsina, þegar hún gefst. Eg er ákveðin að verða fyrirmyndareiginkona, sem lætur undan inanninum sínum í orða- sennum og elur lionum mörg og myndarleg börn. Charlés leið hálf illa. Hún hafði sagt honum allt af létta um. sína hagi. Hún hafði sagt honum' "hreinskilnislega sannleik- ann, þegar hann fór þess á leit. Þau voru fiú komin yzt á forsvál- irnar og horfðu út yfir dalinn, sem lá fram undan þeim, í skjóli hárra fjalla. Tveir gamlir menn voru að leika krikkett I rökkrinu. IJað brast notalega í kylfunum þeirra, þegar þær snertu kúlurnar. Hvítar léreftsbuxur leikmannanna minntu á afturgöngur í húminu. Úr eldhúsinu fyrir neðan barst Charles og stúlkunni til eyrna glamur f pottum og pönnum, sem verið var að þvo upp. Þau heyrðu lfka háværar, þreytulegar raddir eldhússtúlknanna. — Jæja, sagði stúlkan, svo að þú ætlar að verða prestur. — Já, það er víst. — Er það ekki bara loforð, sem mamma þín gaf, þegar hún gekk með þig? Charles hló. Hann var undrandl yfir, hve létt honum veittist það. — Ja, sagði hann. Eg hugsa, að mömmu hafi alltaf langað til, að ég yrði prestur, sérstaklega eftir að pabbi dó. Þá fórum við tll út- landa, við mamma. Við vorum í Róm Um sumarið. Þá fengum við áheyrn lijá páfanum, — litlum, aldurhnignum manni með þykk gleraugu og stóran hring á fingri. Við fórum síðan í kirkju á hverjum degi, og þegar ég kom heim aftur, byrjaði ég í kaþólsk- um skóla. Mér féll mjög vel þar, og útskrifaðist nú í ár. Og nú ætla ég í prestaskóla. Eg þykist vita, að ég muni líka kunna vel við mig þar. — Er ekkert annað, sem veldur ákvörðun þinni, spurði stúlkan. Eg er ekki kaþólsk og á kannski bágt með að skilja þetta, — en er ekki eitthvað fleira, sem kem- ur til. — Þú átt við, hvort ég hafi ekki köllun, greip Charles fram í. — Jú, ég held ég hafi líka köll- un. — Ertu viss um það? Charles greip í svalahandriðið. Þessari spurningu hafði hann al- drei getað svarað. Hann minntist þess, að hann hafði kropið við rúmstokk móður sinnar mánuð eft- ir mánuð, ár eftir ár. — Finnurðu það ekki, ástin mín? hafði móðir hans sagt. — Finnurðu ekki, hvað það verður dásamlegt? Finnurðu ekki, hvað guð þarfnast þín? — Loks hafði Charles einn góðan veðurdag talið sig getað svarað þessum spurningum játandi. — Næsta dag kom móðir hans vot í augum í fylgd með ókunnum manni og benti honum á dreng- inn. — Hér er drengurinn minn, faðir Duffy. Eg ætla að eftirláta þér hann, sagði móðir hans. Og faðir Duffy hafði sagt: — Ó, þér eruð fyrirmynd ann- arra írskra mæðra, kæra frú. En ertu viss um, að þú viljir fylgja mér, vinur? — Já, faöir Duffy, hafði dreng- urinn svarað og litið um leið á móður sína. Hann hafði gefið hik- laust jáyrði án þess að játa í raun og veru. Nú heyrði hann sig segja í fyrsta sinn á ævinni: — Nei, ég er ekki viss um það. Stúlkan sagði: — Þá áttu ekki að verða prestur. Þú mátt það ekki. Iivers vcgna ertu svo hrædd- ur að horfast í augu við þá stað- reynd? Charles sá móður sína koma þrammandi þungum skrefum. Hann virti hana fyrir sér eins og hún væri honum með öllu ókunn- ug. En hve hún var orðin gömul og ráðrík! Hann tók í hönd stúlk- unnar. Hún var köld og kyrr. — Hann fann livernig forsvalirnar léku á reiðiskjálfi, þegar móðir lians skundaði í áttina til þeirra. „Það er einhver í símanum að spyrja eftir stórlaxinum. Ert það þú? 134 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIQ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.