Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 2
I flAHi%HW%%WtUHHHUU%HUW%WUU%HUHUUUW%W Sveinbjörn Egilson: Gu5 af mestri mildi Guð af mestri mildi manna greiddi hag; vel hann öllum vildi veita nótt sem dag. Ei hann geðjast öllum þó; af því draga enginn kann annars fisk úr sjó. Mergð af fiskum fyllti foldar vötn og lá; lék sér laxinn gyllti lagar miðum á. Guð ei öllum geðjast þó; af því draga enginn kann annars fisk úr sjó. Maður á lýsu láði lítinn ufsa fékk annar engu náði; að honum fast það gekk; hankaði vað og heim sig bjó. „Enginn dregur“, aumur kvað, „annars fisk úr sjó.“ i r; q ■Eíka blessun bjóða bæði vötn og lá; margir minning góða mega þar af fá. Guð ei öllum geðjast þó; af því draga enginn kann annars fisk úr sjó. BEAVERBROOK lávarður and- aðist á síðasta vori, 85 ára að aldri. Með honum hneig í valinn einhver umdeildasti maður þess- arar aldar. Fáir menn hafa haft meiri áhrif á samtíð sina en hann. Hann stjórnaði útbreiddasta blaði Bretaveldis og átti þannig þátt í að móta skoðanir milljóna; hann var iðjuhöldur og ráðherra á styrjaldarárunum, þingmaður bæði í neðri málstofunni og í lávarða- deildinni, en náði þó aldrei því sæti, sem hann áreiðanlega sótt- ist eftir: embætti forsætisráð- herra. Sjálfur viðurkenndi hann að því embætti vildi hann gjarnan gegna, „en,” bætti hann við, „þá vildi ég líka vera leiðtogi stjórn- arandstöðunnar.” Fyrir skömmu kom út bók i Bretlandi undir heitinu The True History of Lord Beaverbrook eða Saga Beaverbrooks lávarðar hin sanna. Höfundurinn hét Alan Wood og starfaði við blað Beaver- brooks, Daily Express, á styrjald- arárunum. Wood lézt árið 1957, en eftirmáli við bókina, sem fjallar um síðustu ár blaðakóngsins, er ritaður af Sir John Elliot. Þetta er allstór bók, en um það má ef- laust deila, hvort hún segi sögu Beaverbrooks svo, að engu þurfi við að bæta. Það er meira að segja heldur ólíklegt, að nokkurn tímann verði hægt að gefa „sanna“ lýsingu á þessum flókna og um- deilda persónuleika. En Wood reynir þó greinilega í bókinni að gefa hlutlæga mynd af mannin- um, og hann gerir sér far xun að forðast að falla í þær tvær gryfj- ur, sem gína við á báðar hendur: að gera Beaverbrook að hálfguði eða gera bókina að árásarriti á hann. ^ „HANN hét Wiliiam Maxwell Aitken, síðar varð hann fyrsti bar- óninn af Beaverbrbok. — Hann fæddist í Kanada 25. maí 1879, sonur prests, sem hafði flutzt þangað frá Skotiandi. Menntun sina hlaut hann i barnaskóla. — 202 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIQ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.