Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 14
Næsti leikur konungs var að reyna að einangra Tómas frá öðr- um biskupum og frá páfa. Hann snéri sér beint til Alexanders III., sem þá sat á stóli Péturs postula, og fékk hann til þess að benda erkibiskupi á, að það væri ekki í þágu kirkjunnar, að hann neitaði að sverja þann eið að hlýða fornum lögum né heldur væri það kirkjunni I hag, að hann neitaði skilyrðislaust að fallast & Innsigli Hinriks konungs 214 SUNNUDAGSBLAQ - ALÞÝÐUBLAÐIQ Hinrik II. bræði með því að spyrja Tómas og aðra viðstadda biskupa, hvort þeir væru þá fúsir til að sverja, að þeir vildu hlýta hinum fornu lögum ríkisins. Þetta setti pre- látana í dálítinn vanda, því að aðeins öld fyrr hafði kirkjuvald- ið verið háð ýmsum takmörkun- um, sem síðan höfðu fallið burt. Eftir nokkra umhugsun svaraði Tómas þó á þá leið, að þeir væru fúsir að sverja það, sem konung- urinn færi fram á, að því við- bættu, að réttur kirkjunnar minnk aði þó í engu við það. Að sjálf- sögðu reiddist Hinrik ákaflega við þetta svar, en hann var mað- ur skapmikill og dró enga dul á skapsmuni sína. málamiðlun I ágreiningsefninu um dómsvaldið yfir brotaklerkum. Þegar þarna var komið, sá Tómas sig um hönd og gafst upp. Hann sagði konungi, að hann skyldi fúslega vinna eiðinn næst þegar fram á það væri farið. Þetta gerði hann þó án þess að hafa samráð við hina biskupana, sem höfðu stutt hann dyggilega á þinginu um haustið. Konungur lét óð- ar kalla saman nýtt þing í jan- úar 1164. Þar spurði konungur erkibiskup í viðurvist aðals- manna og biskupa, hvort hann féllist nú á, að klerkar, fundnir sekir um glæpi, yrðu sviptir hempunni og afhentir veraldleg- um dómurum. Þessu svaraði Tóm- as á sama hátt og áður, að það væri andstætt guðs lögum að dæma sama manninn tvisvar fyr- ir sama brot, og auk þess væri helgi presta slík að enginn leik- maður væri þess umkominn að dæma þá. Konungurinn minnti hann þá á loforð hans að sverja þess eið að fara eftir fornum lög- um, og síðan dró hann fram skjal, þar sem sett var fram í sextán greinum, hvað hann taldi vera fólgið í þeim fornu lögum. Sum þeirra atriða, sem þar voru nefnd, höfðu aldrei valdið neinum ágreiningi. En önnur brutu í bága við það, sem kirkjan hafði talið rétt sinn síðasta manns- aldurinn. Þar á meðal voru ná- kvæm fyrirmæli um hvers fara skyldi með mál brotakierka. En auk þess var þar tekið fram, að engan lénsherra mætti bannfæra, og engum málum mætti skjóta til páfa nema með samþykki kon- ungs. Biskupar skyldu dæma í kirkjulegum málum og úrskurði þeirra mátti skjóta til erkibisk- upsdóms og dómi erkibiskups til konungs, ef leyfi væri ekki gefið til að skjóta málinu til páfa. Þetta þýddi með öðrum orðum, að kon- ungurinn var gerður að æðsta dómara í kirkjumálum og braut þannig þvert gegn þeirri megin- stefnu kirkjunnar, að hún væri sjálfstæð stofnun óháð ríkisvald- inu. Enda neituðu biskuparnir all- ir einum rómi að gangast undir þetta og létu ekki hótanir hafa nein áhrif á sig. 'f •¥

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.