Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 8
KVÖLDIÐ, sem ég hef í huga, hafði ég farið fram hjá eitthvað tíu eða tuttugu hlöðum og skýlum án þess að finna neitt sem mér líkaði. í Worcestershire eru veg- irnir fáfarnir og forugir, og það var orðið nær aldimmt, þegar ég rakst á autt hús nokkuð frá vegin- um inni í litlum vanhirtum garði. Það hafði rignt mikið fyrr um dag- inn og það lak ennþá úr þungum ávaxtatrjánum. En bakið virtist helt, og það var engin ástæða til að ætla annað en að inni væri sæmilega þurrt, að minnsta kosti eins þurrt og ég gat gert mér vonir um annars stað ar. Ég ákvað að fara þangað. Ég horfði lengi til beggja handa og tók síðan lítið kúbein fram úr erm inni og stakk upp dyrnar, sem var aðeins iokað með hespu og tveim- ur slám. Inni var myrkrið rakt og þungt. Ég kveikti á eldspvtu, og í daufu skyni hennar sá ég dökkan gang fyrir framan mig. Síðan dó á eldspýtunni. Ég lokaði dyrunum vandlega, þótt ég þyrfti tæplega að óttast ferðamenn á þessum tíma sólarhrings á jafnafskekktum vegi. Þá kveikti ég á annarri eld- spýtu og fór eftir ganginum inn í lítið herbergi fyrir enda hans. Þar var loftið nokkru betra, því að fjalir voru þar aðeins negldar fyr- ir gluggana. í þessu herbergi var auk þess lítill rygðaður ofn, og þar sem ég taldi vera orðið of dimmt til að nokkur gæti séð reyk irm, reif ég hluta af þilinu -laust með hnífnum mínum og var inn- an tíðar farinn að hita mér te yfir notalegum eldi, sem ég jafnframt lét þurrka dálítið af regni dags- ins úr votum fötum mínum. Síðan fyllti ég ofninn alveg af viði, lét skóna mína þar sem þeir gætu bezt þornað og lagði mig til svefns. Ég get ekki hafa sofið lengi, því að þegar ég vaknaði logaði eldur- inn enn glatt. Það er ekki auðvelt að sofa iengi á beru gólfinu því að líkaminn dofnar og maður vaknar við minnstu hreyfingu. Ég sneri mér á hina hliðina og var að sofna aftur, þegar ég hrökk upp við það að ég heyrði fótatak í ganginum. Eins og ég sagði áður voru gluggarnir byrgðir og engar aðrar dyr voru út úr herberginu, og þar var ekki einu sinni skápur til að fela sig í. Ég gerði mér ljóst að ég átti ekki annarra kosta völ en að bíða og taka því sem að höndum bæri, en það þýddi trú- lega að ég yrði aftur fluttur í fangelsið í Worcester, sem ég hafði yfirgefið fyrir aðeins tveimur dög- um og mig langaði af ýmsum ástæðum ekki til að koma í aftur. Komumaður var ekkert að flýta sér, heidur gekk hægt í átt á ljós- ið, og begar hann kom inn virtist hann ekki taka eftir mér, þar sem ég lá í hnipri í einu horninu, því að hann gekk beint að ofninum og vermdi hendur sínar við hann. Hann var rennandi blautur, blaut- ari en ég hélt að nokkur maður gæti orðið, jafnvel á rigningar- degi eins og þessum, og klæði hans voru gömul og slitin. Vatnið lak úr honum niður á gólfið. Hann var berhöfðaður og úr hárinu sem náði niður fyrir augun draup Vatn, sem snarkaði í glóðinni. Ég sá strax að hann var ekki löghlýðinn borgari, heldur ferða- maður eins og ég, stigamaður. Ég kastaði því á hann kveðju og við fórum strax að spjalla saman. Hann kvartaði sáran yfir kuldan- um og bleytunni og grúfði sig yf- ir ofninn, hríðskjálfandi og ná- föiur. „Nei”, sagði ég, „þetta er ekkl veður til að vera úti í. En mér þykir skrýtið að þetta hús skuli ekki vera meira notað, því að þetta er notalegasta hreysi". „Sú var tíðin”, svaraði hann, „að þetta var snotrasta húsið og fal- legasti garðurinn í öllu héraðinu. Þetta var laglegasta hús. En nú vili enginn búa hér og mjög fáir flakkarar fást tíl að koma hér við”. Þarna var ekkert af dósum og því rusli, sem alltaf er í húsum, sem betiarar eru vanir að gista í. „Hvernig stendur á því?” spurði ég. Hann andvarpaði þungt áður en hann svaraði: „Draugagangur. Reimleikar. — Hann, sem átti heima hérna. Það er mikil sorgarsaga, og ég ætla ekki að segja þér hana, en útkom- an var sú að hann drekkti sér hérna niðri í myllulænunni. Hann var aliur í slýi og flaut, þegar þeir drógu hann upp úr. Það eru til menn, sem hafa séð hann fljóta Orstutt draugasaga Eftir Richard Hughes 208 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.