Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 13
■ ■ ■■1 ■ ■ ■■ '■ é&fmMimmB mm ■ ■" .■ ■.. -■: •'-•• Vi: • •.•/-!’• $ í; | ÍÍÍÍtÍÉ /'Í'íÍ/Éí^ ' '. ■;■■ ' i /, ■• m I ■:; *^'£*$v£ví,E., ■ ■ •.. lét sér ekki nægja að afgreiða dagleg mál, sem upp komu, held- ur endurvakti hann ýmsar kröfur, bæði til landa og valda, sem þá höfðu legið niðri um langt skeið. Hann virtist meira að segja gera sér far um að vera konunginum sem andsnúnastur í flestu. Jafn- vel þegar Hinrik sótti um undan- þágu til páfa fyrir bróður sinn, sem ætlaði að kvænast auðugri konu, en of náskildri sér sam- kvæmt kirkjulögunum, þá neit- aði Tómas að mæla með því að leyfið yrði veitt. Átökin milli konungs og erki- biskups urðu stöðugt harðari. En það var konungurinn, sem bar hærri hlut úr þeirri viðureign, a. m. k. i fyrstu. Hinrik þekkti kanzl- ara sinn fyrrverandi vel og vissi, hvar hann var veikastur fyrir. Tómas kom vel fyrir og kunni að umgangast fólk og ávann sér því hylli almennings. En hann þótti óþjáll í samstarfi, og hann Dóinkirkjan í Kantaraborg. skorti festu og úthald. í skoðun- um hæt.ti honum til að hneigjast til öfga, og hann gaf oft höggstað á sér með skoðanaskiptum, sem stilltari menn töldu uppgerð og ósmekkleg. Margir töldu hann vera uppskafning, leikara, sem þó ofléki yfirleitt hlutverk sitt. Og þessa skoðun aðhylltust kirkj- unnar menn ekki síður en leik- menn. Gilbert Foliot, Lundúna- biskup, sem var fremsti talsmað- ur kirkjunnar í Englandi fyrir embættistöku Tómasar, leit hann t. d. aldrei réttu auga. Eitthvert fyrsta málið, sem í odda skarst um milli konungs og erkibiskups var um rétt kirkj- unnar til að dæma brotlega klerka. Þetta atriði vakti mikla athygli þá, því aö skömmu áður hafði alræmdur morðingi verið sýknaður fyrir kirkjurétti. — Um þetta atriði voru skoðanir skipt- ar innan kirkjunnar sjálfrar, og meira að segja páíinn sjálfur drö í efa að rétt væri að halda þyi til streitu, að veraldlcg yfirvöld fengju aldrei að dæma andlegrar stéttar menn, sem gerðust brot- legir við veraldleg lög. Á ríkis- þingi í október 1163 bar Hinrik konungur fx-am tillögu um skip- an þessara mála og fór þar held- ur hóglega í sakirnar. Hann kvaðst alls ekki vilja véfengja rétt kirkjunnar til að dæma presta, cn færi fram á það eitt, að prest- ar, sem kirkjuréttur fyndi seka um stórglæpi, yrðu sviptir hemp- unni og afhentir veraldlegum yf- irvöldum til refsingar. Tómas vildi ekki fallast á þetta; hann svaraði því til, að það væri stói’- kostlegt ói-éttlæti að ætla þannig að dæma sama manninn tvisvar fyrir sama ■ brotið. Hann flutti langa í-æðu, þar sem hann skor- aði á konunginn að reyna ekki að lauma inn nýjum lögum, andstæð- um lögum forfeðranna og guðs boði. Þessu svaraði konuagur f ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNKUDAGSBLAS 213

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.