Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 16
IH»tllWHWWWtHWWWIWWIWWW»WWWW>WIW»WMM*l»W*WWWWWMWM*WWWMM*»l» ✓ SILFURDALUR MARIU ^ ingsins er einnig áletrun: Justitia et clementia (Héttlæti og mildi). Á öllum dölum af þessari gerð, sem enn eru í umferð, stendur ártalið 1780, and- látsár Maríu Theresíu, en þá hafði dalurinn verið í umferð í nærri því þrjá áratugi. MARIA THERESIA réð ríkjum í Austurríki fyrir réttum tveimur öldum. í stjórnartíð sinni lét hún slá silfurmynt, sem átt hefur sér furðulegri sögu en flestir peningar aðrir. Þessi mynt varð fljót- lega afar vinsæl langt fyrir utan landamæri Aust- urríkis og í sumum löndum var hún um langan aldur helzti gjaldmiðillinn í öllum viðskiptum og notkun hennar lagðist ekki niður með öllu fyrr en um miðja þessa öld. Þetta var silfurdalur, 28,09 grömm á þyngd og 42 millimetrar í þvermál. Á framhlið penings- ins var brjóstmynd af Maríu Theresíu sjálfri og umhverfis hana var letrað latínuletri M(aria) Theresia D(ei)G(ratia)R(omanorum)Imp(eratrix) Hu(ngariae)Bo(hemiae)Reg(ina), en þetta þýðir María Theresía Rómversk keisaraynja og drottn- ing Ungverjalands og Bæheims. Á bakhlið dals- ins er mynd af tvíhöfða erni, sem yar skjaldar- merki austurrisku keisaraættarinnar og umhverfis þá mynd eru taldir upp aðrir titlar Maríu There- síu, sem ekki var rúm fyrir á framhliðinni. Þeir eru: Erkihertogaynja af Austurríki, Hertogaynja af Burgund og Greifafrú af Týról. Á köntum pen- MARÍU THERESÍU DALURINN, sem svo hefur verið nefndur, er sleginn úr silfri, sem var unnið úr silfurnámum í Bæheimi. Hann var fyrst sleg- inn árið 1751, og fyrst og fremst ætlaður til út- flutnings. Verzlunarjöfnuður var Austurríki frem- ur óhagstæður á þessum árum, og stjórnendur ríkisins gerðu sér vonir um að geta borgað með þessum nýja silfurdal vörur, sem keyptar voru frá löndunum umhverfis Miðjarðarhafið innanvert Af þessum sökum var gerð dalsins sniðin eftir mynt, sem Feneyjakaupmenn höfðu notað á 16. öld í viðskiptum sinum við Austurlönd. Árið 1752 var fjármálamanni í Vín veitt einkaleyfi til að flytja dalinn út til Austurlanda nær, og hann tíðar var hann kominn á markað í öllum helztu hafnarborgum við Miðjarðarhaf. Myntin var fljótt afar vinsæl, og það leið ekki á löngu, þar til hún var orðin helzti gjald- miðill í Arabalöndunum. Fyrsta árið, 1751, voru alls slegnir 580 þúsund dalir, og það sem eftir lifði aldarinnar var meðalsláttan á ári um hálf önnur milljón dalir. Mesta framleiðslan á einu ári var 1787, þá voru slegnir fimm og hálf milljón Mariu Theresíu dala. mmm*mwm*ww*m*wmw*mmmmmm*mmwmw*mwwwwwwm»mmmmww>wmwwi»*wmW 216 6UNNUDACSBIAÐ - ALÞÝDUBLAÐta

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.