Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 4
Árum saman h.ió hann sjálfur sama húsinú og ritstjórnarskrif- stofurnar voru í, og eftir að hann flutti þaðan, fjarstýrði hann blaðinu. Hann gat átt til að skipta sér af hvaða smáatriði sem var: orðalagi í grein, kommusetningu í fyrirsögnum, stærð mynda. Þetta vissu allir, allt frá aðalritstjóra niður í sendisvein, og allir ótt- uðust símahringingar hans, sem gátu dunið yfir á nótt sem degi. En þrátt fyrir þessa þreytandi afskiptasemi sína hélzt honum alltaf vel á starfsfólki. Þeir voru ótrúlega margir, sem bölvuðu hon- um í sand og ösku í vinnutíman- um, en tóku svari hans út á við. Og það var einfaldlega af þvi, að innst inni dáðu þeir þennan óútreiknanlega og duttlungafulla mann, sem á mörgum sviðum var hreinasti snillingur. ALDREI var hægt að vlta fyr- irfram upp á liverju Beaverbrook gat fundið. Hann átti það til að fyrirskipa, að ákveðinn laekni mætti aldrei nefna í blaðinu, af því að hann hafði eitt sinn reiðzt yfir því, hve lengi hann þurfti að bíða á biðstofu hans. Hann lét setja reglur um hve starfs- fólkið mætti nota mikla sápu, en á sama tíma borgaði hann teikn- ara blaðsins tvöföld ráðherralaun til að halda honúni. Eitt sinn tók hann það í sig að hringja í ung- an blaðamann og byrja á því að hæla honum fyrir nýbirta grein og spyrja síðan: „Hvaða kaup haf- ið þér núna?” Blaðamaðurinn gerði sér auðvitað vonir um kaup hækkun og svaraði: „Tíu pund á viku.” „Ha, ekki meira?” var sagt í hinn enda þráðarins. Vonir blaða mannsins urðu nú að vissu. „Og hvað fenguð þér, þegar þér réð- uð yður á Daily Express?” var næsta spurning. „Fimm pund“. „Nú, svo kaupið hefur strax ver- ið tvöfaldað. Þér standið yður svei mér vel. Þeir hljóta að vera í sjöunda himni heima í þorpinu yðar og segja furðusögur um strák inn, sem er orðinn frægur maður í London". Og síðan lagði Beav- erbrook á skellihlæjandi, en úr kauphækkuninni varð ekkert. James Cameroon nefnist blaða- maður við Daily Express. — Á Beavefbrook lávarður fáeinum vikum fyrir andlát sitt i fyrra allra síðustu árum Beaverbrooks skrifaði hann grein um líf nrezku yfirstéttarinnar á Jamaica, þar sem „ungar og fagrar stúlkur sóla sig í sandinum eða skvampa í sjónum innan um gamla og ak- feita karla“. Hann vissi vel að Beaverbrook var sér til heilsubót- ar á Jamaica, og hann varð því allt annað en kátur, þegar Beaver brook fór fram á að fá að sjá greinina áður en hún yrði send til London. En öldungurinn hló dátt að henni og sagði: „Þetta er ágætt, hreinasta afbragð. Svo sannarlega ligg ég og skvampa.” Og í hrifningu sinni fór hann beint í símann til að segja rit- stjóra blaðsins, hve góð sér þætti greinin vera. En símasambandið var slæmt og ritstjórinn heyrði ekki annað en að Beaverbrook nefndi James Cameroon og virtist vera í tals- verðri hugaræsingu. Þegar grein- in kom til London nokkru síðar, taldi ritstjórinn því öruggast að stinga henni undir stól. Og þessi grein, sem hafði komið Beaver- brook í svo gott skap, birtist aldrei í blaðinu. ÞEGAR Beaverbrook kom til Englands 1909, kynntist hann Bonar Law og batzt við hann æ- varandi vináttuböndum. Þegar Bonar Law andaðist árið 1923 hafði Beaverbrook heimsótt vin sinn á sjúkrabeðinn mánuðum saman, og hann hafði meira að segja sprengt upp verð á hluta- bréfum fyrirtækja, sem Bonar Law átti í, til þess eins að gleðja hann. Bonar Law var meðvitund- arlaus síðustu vikurnar, en skömmu fyrir andlátið kom hann til sjálfs sín aftur og sá þá Bea- verbrook sitja á rúmstokknum. Hið eina, sem hann sagði, var: „Þú ert furðúlegur maður.” Beaverbrook hafði alla ævl auga fyrir því óvenjulega og fetaði sjaldnast troðnar slóðir. Hann braut öll lögmál, ef því var að skipta, og ándstæðurnar í fari Frh. á bls. 222. 204 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.