Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 12
SUMARIÐ 1162 kom nýr erki- biskup til stóls síns í Kantara- borg í Englandi. Nafn hans var Tómas Becket. Hann hafði áður verið kanzlari Hinriks konungs II. og hægri hönd hans við stjórn- arstörfin, og það var konungur sem hafði séð til þess, að Tómas var kjörinn æðsti maður kirkj- unnar í Englandi. Það var ekki út í blóinn, að Hinrik konungur lét kjósa einka- vin sinn til að gegna þessu þýð- ingarmikla embætti. Á þessum árum var í flestum löndum tog- streita mikil milli konungsvalds- ins og kirkjunnar. Kirkjan gerði kröfu til þess að vera undanþeg- in veraldlegum landslögum; hún taldi sjálfa sig eiga að hafa dóms- vald í öllum málum, sem snertu trúarhald, kirkjueignir' og jafn- vel í öllum málum, sem andlegr- ar stéttar menn voru viðriðnir. Það þýddi, að kirkjan gerði kröfu til þcss að hafa ein dómsvald yf- ir klerkum, sem kynnu að rjúfa landslög. Veraldlegir dómstólar gátu ekki dæmt prest, sem t. d. lagði stund á rán eða manndráp. Nú viðurkenndi kirkjan hvorki iimlestingu né dauðadóin sem refsingu og fangelsi voru of dýr i rekstri, svo að yfirleitt sluppu brotlegir klerkar betur frá glæp- um sínum en leikmenn. Þetta var að sjálfsögðu þyrnir í augum þjóð höfðingja, sem lögðu kapp á að efla konungsvaldið, og í hópi þeirra var Hinrik II. Englands- konungur. Hann hafði komið til vaida sjö árum áður en Tómas var gerður að erkibiskupi. Upp- lausn var þá mikil í landinu, því að á undan hafði gengið blóðug borgarastyrjöld, en Hinrik setti sér þegar í öndverðu það mark- mið að koma á friði og reglu. í því sambandi var þýðingarmikið að sömu lög giltu um alla þegna þjóðfélagsins, en menn gætu ekki skotið sér undan refsingu með því að þylja latneskar bænir og telj- ast kirkjunnar þjónar. Eins var honum í muna að stemma stigu við aukningu kirkjuvaldsins og reyna að gera kirkjuna sem háð- asta konungsvaldinu. Hinrik konungur flanaði )þó ekki að neinu. Kirkjan var vold- ugur andstæðingur, sem á þess- um timum var hvarvetna í upp- gangi. Og skoðun allra, bæði lærðra og lcikra á þessum tima, var sú, að eðlilegt væri að kirkj- an lyti, sínum eigin lögum, en væri ekki háð veraldlegri laga- setningu. Kirkjulögin voru guðs- lög, og hlutu því að vera öllum mannasetningum æðri. Vegna al- menningsálitsins varð konungur því að fara með gót og allir vissu líka, að kirkjan gat verið hættu- legur óvinur, ef hún beitti sér eða valdi sínu. Kirkjan réð yfir þeim vopnum, sem voru máttugri en sverð og bogar: bannfæring- um. Undir bannfæringu gat eng- inn búið til lengdar, hversu vold- ugur sem hann annars var. Hinrik lét því í veðri vaka, að hann hygðist ekki svipta kirkjuna nein- um réttindum, heldur vildi hann aðeins koma á aftur þeim fornu siðvenjum, sem áður ríktu um vald kirkjunnar. Og eflaust hefur hann talið björninn vera að mestu unninn, þegar hann gat komið þvi svo fyrir, að Tómas Becket var kjörinn yfirmaður ensku kirkj- unnar, kanzlari og trúnaðarvinur konungs. Hinrik konungur fór þarna ekki ósvipað að og Kolbeinn Tumason nokkrum áratugum síð- ar, er hann lét kjósa Guðmund góða til biskups á Hólum. — Og Hinrik fór álíka flatt á þessari ráðstöfun og Kolbeinn. Tómas Beckett var ekki fyrr tekinn við nýja embættinu en hann varð sem allur annar maður. Hann lét af öllum veiðiferðum og öðrum veraldlegum skemmtunum, sem FYRRI HLUTI áður liöfðu verið lif hans og yndi; þess í stað klæddist hann óbreyttum munkakufli og tók að sækja messur oft á dag. Hann sagði af sér kanzlaraembættinu, þvert ofan í ráðagerðir konungs, sem hafði ætlað sér að sameina veraldlega og andlega yfirstjórn með því að gera kanzlarann að erkibiskupi líka. Og það sem verst var þó frá sjónarmiði kon- ungs: Tómas tók nú í streng með þeim, sem gerðu ákafastar kröf- ur um yfirráð kirkjunnar; hann gerðist ötulasti talsmaður kirkju- og páfavaldsins í iandinu um sína daga. Tómas neitaöi sem sagt að þjóna tveimur herrum. Hann hafði áður verið dyggur þjónn kon- ungsins, en nú taldi hann sig hafa íengið voldugri húsbónda, sem fremur bæri að þjóna. Harm 212 SUNNUDAGSBLA0 - ALÞÝÐUBLAÐE3

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.