Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 20

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 20
HANNES JONSSON ÞAÐ var i byrjun maí 1907, sem ég sá fyrst frakkneska sjó- menn. Við komum með Skál- lioltí á Patreksfjörð, og mér blöskraði alveg að sjá skipa- fjöldann á höfninni. Þetta voru flest skonnortur með þrem geysiháum möstrum, seglalaus- um, því um lokin var skipt um segl. Börkuðu vetrarseglin voru tekin niður, en sumarsegl- in, létt ög hvít, komu í staðinn. Er við siðar um sumarið lögðum út í síðasta túrinn á kútter Ásu, reyndum við á köntunum í Faxaflóa, en urð- um varla varir. Skipstjórinn ákvað því að sigla vestur á JÖk- ulbankann. Frakknesk skonn- orta var þarna á fiski; Frans- menn húkka fiskinn uppi í sjó eins og Færeyingar. Vigfús skipstjóri var við stýrið, alvar- legur og virðulegur eins og vanalega, en karlarnir voru að tala um, að gaman væri að gera Frönsurunum einhverja glennu. Skipstjóri ansaði þvi engu, en er við nálguðumst skonnortuna beygði skipstjóri af, og sigldi alveg með henni kulmegin. Karlarnir voru ekki seinir að nota sér þetta og þeyttu þorskhausum og ónýtum sjóvettlingum i þá frönsku, sem reyndu að komast í skjól. ,En Þórður „funi” klifraði fram á spruðið og talaði „frönsku”. Frá 1911 og fram að fyrra stríði var ég í búð inni á Hverf- isgötu, og þau ár voru frönsku sjómennirnir góðir viðskipta menn, er þeir fóru í þvottalaug arnar til að þvo fötin sin. Frönsku sjómcnnirnir voru fá- tæklega klæddir, fötin stag- bætt, en þeir voru alltaf hrein- ir. Það voru eldspýtur, sem þeir keyptu helzt, búntið með 10 stokkum kostaði 10 aura, en hálfan annar franka í Frakk- landi. Ég kunni ekkert í fronsku annað en oui og non, en það dugði, því Frakkar eru meistarar í fingramáli. Er þeir komu í búðardyrnar heyrðist mér þeir segja „ellumett”, sem ég vissi að var eldspýtúr, og svaraði oui. Aldrei hlunnfór ég þá, en það var gert niðri í bæn- um. Margir keyptu 5 til 10 búnt, sumir 20. Þetta var góð sala, þó að frankinn væri ekki nema 72 aurar. Aldrei stálu Fransararnir ‘ frá mér, að aðrir kvörtuðu undan þeim og þeir helzt, sem höfðu af þeim í við- skiptum. „Bombúlakexið" var orðlagt fyrir gæði. Það var gjaldeyrir fyrir sjóvettlinga og sokka, og svo voru sjómennirnir frönsku ósparir á það við börn. Á Aust- fjörðum voru frönsku sjómenn- irnir kallaðir Flandrarar, og þar var búið til sérstakt tungu- mál, flandraramál. Sagt var að sumir karlarnir þar eystra töl- uðu íslenzku með öðru munn- vikinu og með hinu flandrara- mál. Bráðum fer ég til Himnarík- is og hitti frönsku drengina, sem ég sá á Patreksfirði 1907, og auðvitaö verða þeir þá búnir að læra íslenzku. Það efast enginn Húnvetningur um það, að í Himnaríki sé eingöngu töluð íslenzka. Þegar í land kom varð ekki þverfótað fyrir frönskum sjó- mönnum, í rauðum strigablúss- um og háum leðurstígvélum með trébotnum. En sérstaklega varð mér starsýnt á nokkra drengi, varla meira en tíu til tólf ára. Mér fannst þeir svo vesaldarlegir og eiga bágt með að hreyfa sig í háum stígvélum, sem náðu þeim upp í klof. Ég glápti á þá, og þeir fóru að tala við mig á máli sínu, en ég svaraði á íslenzku. Svo brostum við og vorum aldavinir. Þrem dögum síðar, er Skál- holt kom út úr Breiðafirði og fór fram hjá Hellissandi, sá ég fylkingu risastórra svana koma syndandi í fylkingu fyrir Önd- verðanes. Þetta voru frakk- neskar skonnortur, fiskiskip, sem lensuðu veátur fyrir hæg- um sunnanvindi. Það var svo fögur sjón, að ég gleymi henni seint. að framan, eru líkurnar orðnar nokkuð sterkar íyrir því, að ætt- arsögnin hafi farið með rétt mál, eins og dr. Starcke heldur Og það bendir ýmislegt til þess að sagan um skriftamálin sé rétt. Prestur- inn, sem tók við þeim, var enginn annar en Peder Mynster síðar Sjá- landsbiskup. Hann skýrði lögregl- unni þó ekki frá þeim, þar eð hann hcfur talið sig bundinn þagn- arskyldu, en hann kann vel að hafa sagt bróður sínum frá þeini. Og bróðirinn var náinn vinur ætt- ingja Giertrud Birgitte Boden- hoff, svo að það er ekkert undar- legt að það fólk skyldi fljótt fá fregnir af skriftamálunum. 220 SUNNUDAGSBiAÐ - ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.