Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 22

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 22
Það fór hrollur um unga mann- inn, þegar hann hugsaði til þess. Hann hélt enn áfram. Hjartað hamaðist í brjósti hans, og honum fannst, eins og maginn og allt hitt væri á fleygiferð inn- an í sér. Klukkan var orðin átta. Loksins kom hann á áfanga- stað. Hann fór strax til búningsher- bergisins, en mætti þá leikstjór- anum, sem spurði, hvað það ætti að þýða að koma svona seint. Unga manninum var svarafátt. Sýningin átti að hefjast klukk- an hálf níu, og það var aðeins tæpur hálftími til stefnu. Hann átti eftir að farða sig, setja á sig yfirvaraskeggiö og skipta um föt. Hann byrjaði á því að skipta um föt og síðan fór hann að setja á sig skeggið. Honum gekk illa að líma það, en það tókst að lokum. Á meðan hann var að þessu var hann að hugsa um, hvernig á því stóð, að hann kom of seint. Síðari hluta dagsins hafði hann verið mjög taugaóstyrkur og í kvöldmatartímanum hafði hann ekkert getað borðað. Til að reyna að róa taugarnar hafði hann svo lagt sig, — og sofnað .... Nú stóð hann fyrir framan stór- an spegil í búningsherberginu og var að ljúka yið að undirbúa sig fyrir sýninguna. Strax og hann var tilbúinn, fór hann upp á sviðið. Þar var verið að setja alla þá hluti, sem nota átti í fyrsta þætti, á sinn stað. Hann tók eftir því, að blaðið, sem hann átti að lesa, þegar tjaldið yrði dregið frá, var ekki í blaða- körfunni. Þessi uppgötvun hafði miður góð áhrif á taugakerfi unga mannsins. Hann þaut út af. sviðinu, fram, Ritstjöri: Kristján Bersi Ólafsson Otgefandi: Alþýð'ublaóiS Prentun: Prentsmiðja AlþýOublaSsins. þangað sem dótið var geymt, leit- aði og leitaði, en fann ekkert. Þegar hann kom aftur inn á sviðið sá hann, að sviðsstjórinn var að setja dagblaðið á sinn stað. Honum létti mikið. Ungi maðurinn leit á úrið sitt, 8.25. Fimm minútur eftir. Hann gekk að tjaldinu og leit í gegnum lítið gat, sem var á því. Húsið virtist fullskipað. Hann gat ekki séð að neitt sæti væri autt, og spurði því þann, sem næstur hon- um var, hvort það væri uppselt. Svarið, sem hann fékk var: „Já“. Allt var að verða tilbúið fyrir sýninguna. Leikstjórinn birtist. Hann gekk um sviðið og fann ekkert athuga- vert. Þá gaf hann sína skipun: „Hver á sinn stað“, og ungi mað- urinn hlýddi, éiris og hinir. Hann fór inn á sviðiö og settist þar sem honum var ætlað. Taugaspennan jókst. Það styttist alltaf i þá stund, að sýningin hæfist og tjaldið dreg- ið frá. Ungi maðurinn ætlaði að rifja upp fyrstu setningarnar, sem hann átti að segja, en gat alls ekki mun- að, hverriig sú fyrsta var. Hann varð enn taugaóstyrkari og reyndi að brjóta heilann. En allt kom fyrir ekki. Honum var ómögulegt að muna, hvað hann átti að segja þegar tjaldið yrði dregið frá. Hann var seztur í stólinn, sem hann átti að sitja í, þegar sýning- in hæfist. Sekúndurnar liðu. Hver leikari var á sínum stað. Við aðal- dyrnar stóð lítil stúlka, tilbúin að fara inn. Ungi maðurinn reyndi enn að muna fyrstu setningarnar, sem hann átti að segja, en gat það ekki. Hann leit vonaraugum til hvíslar- ans, sem sat á sínum stað og fletti handritinu, en rétt í því að hvísl- arinn leit upp með spurnarsvip á unga manninn og sá síðarnefndi ætlaði að láta hinn leysa úr vanda sínum, kom skipun frá leikstjór- anum: „Taktu dagblaðið úr körf- unni”. Ungi maðurinn hrökk við og hlýddi eins og í leiðslu. „Allt i lagi“ heyrði hann sagt. Svo var tjaldið dregið frá. Þegar sterki/r Ijósakastararnir lýstu framan í unga manninn, rann upp fyrir honum ljós. Hann átU 222 SUNNUDACSBLAÐ - AU»ÝÐUBLA5>IQ að þegja. Hann átti að sitja í stó n um sínum og lesa blaðið, og segía ekki neitt, fyrr en hann yrði ávarJ aður. Þegar litla stúlkan, sem he ið hafði við dyrnar, kom im> ® bauð góðan dag, sagði hann ósja rátt: „Góðan daginn”. mundi allt. , Hjartað fór að slá eðlilega, hen^_ urnar hættu að skjálfa og hra^ kunni hann bara vel við sig, P sem hann sat þarna á sviðinú- Tíminn leið. r gfl Utl var kyrrt og; gott veður, liófs1 st.uttu eftir að frumsýningin fór að snjóa. Snjórinn var eins og og hvít ábreiða yfir allt, mjúkur fallegur. , Það glitraði á ískristalla^3^ snjónum, þegar ljós bílanna IV á Þá- !tf. En það var dálítið, sem fólk u að aði sig ekki almennt á. Undir s^°. en laginu var svell. Menn urðu fara varlega til að detta ekki- Það var enn stjörnubjart, __ tunglið hafði fært sig til á in111111 Um‘ -x Allt Frumsýningunni var lokið- hafði gengið vel. língi maður1 ^ var kominn út og var nú á ^ heim til sin. Hann gekk hratt, óvarlega. ^ Allt í einu rann hann til á sV'e_tj sem hulið var snjó. Hann ^11 jafnvægið og datt kylliflatur a "^ una. Eftir nokkra stund stóð ha^ á fætur og hristi af sér sn3°loíi- — „Þessir andskotans U33 gg sólar“, sagði hann hálfhát lagði aftur af stað. Beaverbrodk Frh. af M. 204. hans gerðu, að oft var erih . ^ segja viðbrögð hans fyrir. Pa v@r ekki af tilviljun, að Churchiu ^ meðal þeirra stjórnmálanianh^gj hann mat mest, en hins vegar ^ hafði hann andúð á sviplal1 .ji meðalmönnum og snérist ^ þeim, jafnvel þegar hann vargetn- mála þeim. En eigi í einn> ^ ingu að segja, hvað hafi verg- ríkjandi í eðli Beaverbrooks, s, ur það bezt gert með an jj orðum Bonar Lavvs: Beavei ^ lávarður var „furðulegur ur.”

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.