Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 10
lUHMUMMUIMMMMUUIMMUMmtUWMiM UUUUHUUUHUUUUUUHUHUUUHUUU Þorrablót og þorrafagnaður PAÐ gctur verið nógu gaman að athuga það, hvernig ýmsar íslenzkar venjur og siðir sam- einast útlendum venjum, og hvernig eldgamlir siðir ganga aftur í nýjum. Dæmi um það fyrra má vel taka af jólum og jólahaldi. Jóla- hald vort er gerólíkt jólahaldi afa okkar og langafa, eins og eðlilegt er í alla staði. Sér- staklega eru það jólasveinarnir svokölluðu, sem tekið hafa á sig framandi blæ, og hefur það allt gerzt á síðustu áratugum. — Gömlu íslenzku jólasveinarnir, þessir einn og átta, voru hálf- gerðir leiðindakarlar, pöróttir og þjófóttir, og stóð börnum stuggur af þeim, enda taldir synir Grýlu: Hurðaskellir, Kertasníkir, Ketkrókur osfrv. Slíkir karlagaurar áttu auð- vitað illa heima í skellibjörtu og fáguðu jólahaldi allsnægt- anna á vorum dögum, innan um glitrandi jólatré og lúxus-gj'af- ir. Voru þéir því dubbaðir upp og doffíraðir í rauða húfu, rauðan kyrtil og snjóhvítt skegg, og líkjast nú meira dönskuni jóla-nissum og þeim erlenda Santa-Claus, sem þekktur er víða um heim. Þó halda jólásveinarnir á ýmsan hátt þjóðlcgum síðum og hátta lagi. Ég hygg að það hafi fyrst og fremst verið forstöðumenn jólabarnatíma útvarpsins á fyrri árum þess, sem mótuðu núverandi gerð íslenzku jóla- sveinanna, og ætla ég að Þor- steinn Ö. Stephensen og sá, sem þetta ritar, hafi átt drýgst- an þáttinn í því að gera jóla- sveinana samkvæmishæfa í nú- tíma jólahaldi. Báðir ortu jólasveinavísur jafnharðan. Þær urðu margar vinsælar og eru enn, og báðir höfundarnir létu frá sér fara á prenti kver með kveðskap þessum. Dæmi um síðara atriðið, sem ég drap á: Gamlir siðir rísa upp í nýjum, má telja þorrablót og þorrafagnað. Það er nú mikil tízka að halda gleðisamkomur upp úr áramótum og allt fram undir vor, með tilheyrandi ofáti og stórdrykkju, og kenna veizlur þessar við þorra. Eitt vel þekkt og vandað veitingahús hér í bæ hefur svokallaðan þorra- mat mánuðum saman. Siður er að bera mat þennan fram í trogum, en ekki ná þjóðleg- heitin samt svo langt, að menn fái að eta með sjálfskeiðing- um sínum, eins og eðlilegast væri þó og í samræmi við ann- að tilstand. Siður þessi, í nútímagerð, mun vera nýlegur. Fyrsta þorra blót, sem ég var á, var hjá Stúdentafélaginu á Akureyri 1933 eða 1934 En ekki minn ist ég þess, að framleiðsla matar væri þar á neinn hátt frábrugð in öðrum veizl um. En þetta var góður fagnaður, því að Eyfirðingar kunna vel veizl- ur að halda. Er mér það löng- um minnisstætt hve tilkomu- mikill. glæsilegur og rómgild- ur Davíð skáld frá Fagraskógi var, er hann reis upp og flutti magnaða runhendu, orta vegna þessarar veizlu. Þótti oss sem pslarkynnin dunuðu á Hótel Akureyri, er skóldið kvað með þrumuraust: „Hljóðs bið eg þá, sem mig heyra og sjá. Blóta vilja enn hinir beztu menn. Því skal þetta mót ’ vera Þorrablót. Blessi ginnhelg goð vort gestaboð.” Stefið í þessu þorrablóts- kvæði Davíðs var: „Drekkum mjöð. — Verum djörf og glöð.” Og hann bætti við „Drekkum mjöð verum djörf og glöð." Það er siður forn við sumbl og horn. Skálaglam knýr gleði fram.” — eins getur öl sigrað innra böl.” En sá mjöður, sem á borð- um var í þvísa þorrablóti var vist skrambi þunnur, því að þá gilti vínbannið enn, svona til málamynda. Þorrablótsnafnið er sótt aft- ur í gráa forneskju. Ásatrúar- menn háðu blót goðum sínum til dýrðar og hollustu nokkrum sinnum á ári, og var eitt þeirra UUUUUUUUUWUUUUUUUUUUUUUWUUUUUUUUUUUUUUUWUUUUHUUUV 210 SUNNUDAGSBLAS - ALÞÝÐUBLAÐJÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.