Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 21

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 21
FRUMSÝNING IFROSTI GAMLI maðurinn var orðinn Þreyttur að ganga. Hann studdi s>g við stafinn og beittur oddur- úin stakkst niður í svellið. Það var stjörnubjart þetta kyrra vetrarkvöld. Tunglið, sem var í fyllingu, varpaði daufri birtu á fjallatindana er gnæfðu yfir kaup- staðinn. Fjöllin voru þakin snjó, nn niðri í bænum var þunnt snjóalag yfir öllu. Klukkan var að verða átta. Gamli maðui’inn hélt áfram að ganga. Göngustafurinn var honum mik- ill styrkur, einkum vegna hálk- nnnar, en fætur gamla mannsins voru farnir að bila, enda hafði mikið á þá reynt á langri æfi. Hann var lotinn í herðum og hár hans var alhvítt, eins og snjórinn í kring um hann. Gamli maðurinn fór sér hægt, en varlega. Framhjá honum gengu tveir tnenn á miðjum aldri, og hann heyrði að þeir töluðu um veðrið, eins og menn yfirleitt. Frostið og kuldinn var til umræðu, þegar Þeir fóru fram hjá gamla mannin nm, og hann heyrði, að þeir virt- nst undrandi á, hve mikill kuld- mn væri. Frá því á unga aldri hafði veðr- i® eitt verið aðaláhugamál gamla htannsins, og með því hafði hann fylgzt mjög vel undanfarin ár. Haglega leit hann á hitamælinn, sem hann hafði utan á einum glugganum heima hjá sér, og síð- nstu daga hafði hann séð, að hit- inn minnkaði ört. Hitinn varð að hulda og rauða strikið í mælin- hm fór niður fyrir frostmark. Hrostið jókst sífellt og var nú °rðið 10 stig, og ef til vill átti það eftir að aukast ennþá. Sumum fannst nokkuð kalt, en gamli mað- nrinn kippti sér ekki upp við svona smákulda. Hann var van- Ur meiru frá sínum yngri árum. Snjólagið, sem var á götunum, Þegar frostið fór að aukast, var nú frosið í gegn og myndaði avell. Ef menn gættu sín ekki, áttu þeir á hættu að detta og ef illa færi gætu þeir handleggs eða fótbrotn- að. „Það er betra að fara varlega" hugsaði gamli maðurinn og stakk stafnum í svellið. Nokkru á eftir gamla mannin- um kom ungur maður gangandi. Bilið milii þeirra styttist ört, því að sá síðarnefndi gekk mun hrað- ar en hinn, sem alltaf hélt jöfn- um hraða. Ungi maðurinn virtist í þung- um þönkum og gekk beint áfram án þess að líta noklcuð í kring um sig. Hann tók augsýnilega ekki tillit til aðstæðna, því að hraðinn var of mikiíl til þess að hann gæti haft stjórn ó fótum sínurn, sem leituðu í aðrar áttir en hann ætl- aðist til. Þegar hann bar hægri fót fram fyrir þann vinstri, rann hann kannski út til hliðar í stað þess að bíða unz hann yrði færð- ur fram fyrir þann vinstri aftur. Ungi maðurinn rann til öðru hverju og mátti þá gæta sín að detta ekki. „Þessir andskotans nælonsólar“ muldraði hann þá í hálfum hljóðum. Þeir voru nokk- uð hálir sólarnir á nýju skónum hans. Ef hann hefði verið í skó- hlífum utan yfir þeim, hefði hann ekki runnið svona mikið. Hann átti ekki skóhlífar núna, en hann hafði átt þær. Það var fyrir áramótin. Á gamlárskvöld fór hann á dansleik, eins og hann var vanur, og fór þá í skóhlífunum sínum. Ilann kom seint til skemmti staðarins og þá var að verða upp- selt. Þau hólf, sem notuð voru til geymslu á fótaumbúnaði dans- gestanna, voru orðin full, svo að hann varð að skilja skóhlífarnar eftir í anddyrinu. Þegar dansleiknum var lokið ætlaði hann að taka þær aftur, en þá voru þær horfnar. Einhver dans gestanna, sennilega á lélegum skóm, hafði kastað eign sinni á þær, um leið og hann hafði farið út. Síðan þetta skeði voru liðnir tveir mánuðir, en ungi maðurinn hafði enn ekki keypt nýjar skó- hlífar. Hann hafði haft svo mikið að gera undanfarið og um nóg annað að hugsa en skóhlífar. Þær voru aukaatriði. Bróðir hans hafði boðizt til að lána honum skóhlífarnar sínar, þegar hann fór að heiman, en ungi maðurinn hafnaði boðinu. Hann sagði að skóhlífarnar væru óþarfi og það væri enginn vandi, að standa á fótunum í handsaumuð- um frönskum skóm, jafnvel þó að þennan dag væri dálítið hált. Hann hélt áfram og var nú kom- inn þó nokkuð fram úr gamla manninum, sem fjarlægðist alltaf meir. og meir. Öðru hverju rann ungi maður- inn til og stundum munaði litlu að hann missti jafnvægið, en þá bölvaði hann nælonsólunum á skónum sínum. Kannski var ekki hægt að kenna skónum einum um þetta og því síður svellinu. Það var ýmislegt fleira, sem þarna átti hlut að málL Meðal annars voru taugarnar ekki í sem beztu lagi. Hann var á leið til leikhússins, þar sem frumsýna átti leikrit, sem hann lék eitt aðalhlutverkið í. Hann kveið mjög fyrir sýning- unni, ekki sízt af því að hann átti að byrja fyrsta þáttinn. Það yrði hræðilegt að sitja einn uppi á sviðinu, fyrir framan fullt hús af fólki, þegar tjaldið yrði dregið frá. Allir mundu horfa á hann. Smásaga eítir Ól. Ragnarsson ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 221

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.