Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 15
Konungurinn hafði enn citt vopn eftir. Hann hótaði nú að láta ákæra Tómas fyrir meinsæri; hann hefði áður svarið að hann skyldi fallast á þessar kröfur, en nú hygðist hann greinilega ætla að rjúfa þann eið. Við þessa hót- nn lét Tómas skyndilega undan. An þess að hafa neitt samráð við biskupana lýsti hann því yfir, að konungurinn þröngvaði sér til að skrifa undir; hins vegar neitaði hann að leggja innsigli sitt við skjalið og hann sendi sérstakan sendimann til páfa til að biðjast fyrirgefningar á því, að hann hefði svikið kirkjuna. En með því að láta undan á þennan hátt, tókst honum bæði að móðga konunginn og koma sér út úr húsi hjá bisk- upunum, sem höfðu staðið óbug- aðir gegn kröfum konungsins. Eftir fundinn sendi Hinrik greinarnar sextán til páfa til stað- festingar. Alexander III, sem þá sat á stóli Péturs postula, var að vísu afar háður konungi Breta- veldis, en þrátt fyrir það gat hann ekki viðurkennt jafngífurlega réttindaskerðingu kirkjunnar eins og fólst í afnámi áfrýjunar- réttarins til páfa. Hann gat ekki staðfest opinberlega reglur, sem gengu í berhögg við allt, sem fyr- irrennarar hans höfðu barizt fyr- ir. Alexander stáðfesti því aðeins sex af greinunum og um leið leysti hann Tómas Becket undan Öllum eiðum, sem hann kynni að hafa svarið um að fara eftir þess- um greinum. Þessi synjun páfa gerði Hinrik enn ákveðnari í því að losa sig við þann mann, sem hann taldi bera ábyrgð á synjuninni. í októ- ber kallaði konungur saman ríkis- ráðsfund í Northampton, og þang- að lét hann stefna erkibiskupnum fyrir smávægilegar yfirsjónir. — Þegar á þingið kom, lét konung- ur ásakanirnar rigna yfir erki- biskupinn og krafðizt þess, að hann yrði dæmdur frá öllum eig- um sínum. Hann heimtaði einnig fyrirvaralaust, að Tómas gerði grein fyrir því fé, sem hefði far- ið um hendur hans, er hann gegndi kanzlaraembættinu, og sak- aði hann um að hafa dregið sér óleyfilega af því fé. Tómas bauðst þá til að gjalda 2000 mörk í bæt- ur, en því tilboði var liafnað. Þessar harkalegu aðferðir kon- ungs stöppuðu aðeins stálinu í Tómas. Hann ákvað nú að víkja ekki hársbreidd framar, heldur taka á sig þær þjáningar, sem kynnu að bíða hans síðar. Með þessu hefst sá ferill hans, sem síðar leiddi til píslarvættis hans og heilagleika. Hann varpaði öllu trausti sínu á guð og kirkjuna og kom fram eins og fulltrúi allra þeirra, sem berjast von- lausri baráttu gegn órétti og yf- irgangi. Auðmýkt og hógværð urðu helztu eiginleikarnir í fari hans. En hann fékkst ekki til að víkja framar fyrir konungi. „Vilj- irðu komast áfram í þessum heim,i.” sagði einn trúbræðra hans, ,,þá skaltu semja frið við konunginn. En viljirðu þjóna Guði, þá skaltu fara þínu fram án ótta.” Þetta einsetti Tómas sér að gera. Hann lýsti yfir, að allt veraidlegt vald væri frá Guði kom- ið, og því gæti sonur ekki dæmt andlegan föður sinn, og hann kvaðst skyldu skjóta öllum dóm- um, sem konungur léti segja upp yfir sér, til páfa. 13. október 1164 var Tómas kvaddur fyrir ráðið til að hlýða á dóm sinn. Áður en hann fór að heinian söng hann messu til heiðurs Stefáni píslarvotti, fyrsta píslarvotti í sögu kristninnar. — Síðan fyrirskipaði hann öllum við- stöddum biskupum að bannfæra hvern þann, sem kynni að leggja hendur á sig. Síðan gekk hann á fundinn í fullum skrúða og bar kross fyrir sér eins og vopn. — Lundúnabiskupinn mótmælti þessu og sagði: „Ef þú reiðir upp krossinn, mun konungurinn reiða upp sverðið.” Þessum andmælum svaraði Tómas um hæl: „Kross- inn er tákn friðar. Eg ber hann til verndar allrar ensku kirkjunn- ar.” Allan þenhan dag sat Tómas einn í herbergi. Konungurinn og aðalsmennirnir sátu í öðru og á milli þeirra gekk stöðugur straum ur sendimanna með tilboð og gagntilboð, ásakanir og hótanir. Á milli þessara heimsókna sat Tómas einn og hélt fast í kross- inn og þráblíndi á róðuna. And- stæðingar hans litu á hann sem glórulausan angurgapa, sem hefði bitið í sig óverjandi afstöðu, — mann, „sem er fífl og hefur allt af verið fífl,” eins og Foliot Lundúnabiskup orðaði það. Sjálf- ur taldi hann sig vera að berj- ast heilagri baráttu við óargadýr. Frh. á bls. 223. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 215

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.