Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 1
The Fall í feiknaformi Leiðtoginn og goðsögnin Mark E. Smith í viðtali við Arnar Eggert | 33 Íþróttir og Fasteignir í dag Íþróttir | Hrefna Huld skorar grimmt  Íslenska kvennalands- liðið sparkaði frá sér Fasteignir | Norðurbakkinn í Hafnarfirði – sælureitur mót suðriKomið við í Kolaportinu STOFNAÐ 1913 312. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is TALSMENN Bandaríkjahers segjast hafa náð næstum allri borginni Fallujah í Írak á sitt vald en vika er síðan hafin var stórsókn gegn uppreisn- armönnum, sem sagðir voru hafa hreiðrað um sig í Fallujah. Íraskir embættismenn viðurkenndu hins vegar að eftirlýstustu uppreisnarmennirnir, þ. á m. Jórdaninn Abu Mussab al-Zarqawi, hefðu sloppið. Hörð átök hafa verið á nokkrum öðrum stöðum í Írak undanfarna daga, einkum í borginni Mosul í norðurhluta landsins, og segja fréttaskýrendur að uppreisnarmenn hafi fært sér í nyt þar að Banda- ríkjamenn voru jafnuppteknir í Fallujah og raun bar vitni. Fundu illa farið lík vestrænnar konu Bandaríkjamenn segja 38 bandaríska hermenn og sex íraska hafa fallið í aðgerðunum í Fallujah og þeir áætla að 1.200 uppreisnarmenn hafi verið drepnir. Þær tölur er ekki hægt að sannreyna og ekki er vitað hversu margir óbreyttir borgarar hafa fallið í bardögum í Fallujah. Fréttamaður AFP í Fallujah segir borgina eins og draugabæ, flestir íbúarnir séu flúnir og margar byggingar séu sundurskotnar og gjörónýtar. Bandarískir landgönguliðar fundu lík vestrænn- ar konu í Fallujah og var það mjög illa farið. Vitað er um tvær vestrænar konur, sem rænt hefur verið í Írak á síðustu vikum, og er talið hugsanlegt að um lík annarrar hvorrar sé þarna að ræða. Segjast hafa náð Fallujah á sitt vald Skemmdir sagðar gífurlegar, íbúarnir á bak og burt Fallujah. AP, AFP. STJÓRNVÖLD í Íran tilkynntu Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni skriflega í gær að þau hygð- ust verða við óskum um að hætta auðgun úrans og vilja þau með því eyða grunsemdum um að þau séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hassan Rowhani, samningamaður stjórnvalda í Teheran, sagði fyrr í gær að Íranar hefðu sam- þykkt að hætta „næstum öllum“ aðgerðum sínum er miðuðu að því að auðga úran; í samræmi við samkomulag sem náðst hefði við Breta, Frakka og Þjóðverja. Þar með þykir hafa dregið úr líkum á því að samþykkt verði á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna að beita Íran viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkuáætlana þarlendra stjórnvalda. Íranar hafa sagt að kjarnorkuáætlanir þeirra miðuðu einungis að því að framleiða orku. Banda- rísk stjórnvöld hafa hins vegar sakað þá um að vilja koma sér upp kjarnorkuvopnum. Samþykkja að hætta auðgun úrans Vín. AFP, AP. AP Hassan Rowhani tilkynnir ákvörðun Írana í gær. BANDARÍSKI verkfræðingurinn Robert Sarmast fullyrti í gær að hann hefði fundið leifar hinnar týndu borgar Atlantis á botni Miðjarð- arhafsins, mitt á milli Kýpur og Sýrlands. Pavlos Flourentzos, helsti fornleifa- fræðingur Kýpur, lýsti hins vegar efasemdum sín- um í samtali við Associated Press og sagði frekari sannana þörf. Sarmast og samstarfsmenn hans segjast hafa fundið manngerðar byggingar um það bil 1,5 km undir yfirborði sjávar, um 80 km undan suðausturströnd Kýpur. Niðurstöð- urnar byggja þeir á hljóðbylgjumæl- ingum sjávarbotnsins en þeir segjast hafa fundið uppreista veggi, m.a. einn sem er allt að 3 km að lengd, og djúpa skurði. „Það er kraftaverk að við skulum hafa fundið þessa veggi því staðsetning þeirra og lengd pass- ar nákvæmlega við lýsingar á borg- arvirkinu Atlantis sem [gríski heim- spekingurinn] Plató gefur í skrifum sínum,“ sagði Sarmast. Sarmast er 38 ára gamall verk- fræðingur frá Los Angeles. Hann hefur varið síðustu tveimur og hálfa árinu í leitina að Atlantis, borginni goðsagnakenndu sem sagan segir að hafi sokkið í sæinn endur fyrir löngu. Segir svo frá í grískri goðafræði að guðirnir hafi reiðst yfir græðgi og spillingu borgarbúanna og því hafi þeir lagt borgina í eyði. Telur sig hafa fundið Atlantis Robert Sarmast KALDALJÓS fékk fimm viðurkenningar á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Myndin var útnefnd mynd ársins auk þess sem Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld voru valin bestu leikarar í aðal- og aukahlutverkum. Hilmar Oddsson, leikstjóri myndarinnar, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn og Sigurður Sverrir Páls- son fyrir hljóð og mynd. Á hátíðinni var Páll Steingrímsson kvik- myndagerðarmaður sæmdur heiðursverðlaun- um Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademí- unnar fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda. Í þakkarræðu sinni tók Páll fram að hann ætti mörgum að þakka, enda væri kvikmyndagerð ekki eins manns starf. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ómar Ragnarsson veittu Páli heiðursverðlaunin en skömmu áður hafði Ómar sjálfur tekið við við- urkenningu sem sjónvarpsmaður ársins. /34 Morgunblaðið/Jim Smart Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi Kaldaljóss, tekur við Eddunni úr hendi Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra fyrir kvikmynd ársins en Hilmar Oddsson, leikstjóri Kaldaljóss, fylgist með. Kaldaljós fékk flest verðlaun Það voru miklir kærleikar með þeim Ómari Ragn- arssyni, sjónvarpsmanni ársins í almennum kosn- ingum Edduhátíðarinnar, og Páli Steingrímssyni þegar Ómar veitti Páli heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. SAMNINGANEFNDIR grunn- skólakennara og sveitarfélaga undirrituðu seint í gærkvöldi viljayfirlýsingu um að hefja strax samningaviðræður með það að markmiði að ljúka samningsgerð fyrir 20. nóvember, og fá kennar- ar 130 þúsund króna eingreiðslu miðað við fullt starf. Fundað verð- ur í deilunni kl. 10 í dag. „Það er ekkert enn þá sem hef- ur komið fram sem vekur ein- hverja bjartsýni um það að menn nái eitthvað frekar saman, en engu að síður ætla menn að nota þessa daga,“ sagði Eiríkur Jóns- son, formaður KÍ, að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara sem lauk um miðnætti. Hann sagði að á fundinum í gærkvöldi hefðu verið ræddar leiðir til að freista þess að semja um ákveðið „startgjald“ fyrir kennara til að skólastarf gæti ver- ið með eðlilegum hætti þar til gerðardómur félli og vildu kenn- arar m.a. fá 5,5% launahækkun strax og 130 þúsund króna ein- greiðslu. Sátt náðist um að þeir fengju eingreiðsluna, en ekki pró- sentuhækkunina. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar launa- nefndar sveitarfélaganna, sagði að loknum fundinum í gærkvöldi að samþykkt eingreiðslunnar væri til marks um vilja sveitarfé- laganna til að semja við kennara. „Ég lýsti því fyrir samninga- nefndum skólastjórafélagsins og Félags grunnskólakennara að við hefðum ekki óskað eftir þessum lögum eða þessari gerðardóms- leið. Nú munu samninganefndirn- ar einbeita sér að samningavið- ræðum með það að markmiði að ljúka samningsgerðinni áður en gerðardómsákvæðið verður virkt eða fyrir 20. nóvember,“ sagði Birgir og bætti við að eingreiðslan yrði afgreidd á næstu dögum. Birgir segir að kennarar hafi m.a. sett fram þá kröfu í gær- kvöldi að launastofninn yrði hækkaður um 5,5% frá 1. október eins og miðlunartillagan gerði ráð fyrir. „Þeir féllu svo frá óskum um það svo það strandaði ekki á okk- ur. Ég hefði verið tilbúinn að und- irrita viljayfirlýsingu um það.“ Birgir vildi ekki tjá sig um hvort sveitarfélögin væru hugsan- lega tilbúin að bjóða kennurum betri samning en þann sem miðl- unartillagan kvað á um. „Okkur hjá sveitarfélögunum líst að sjálf- sögðu illa á að missa samnings- réttinn og ráðstöfunarréttinn yfir okkar fjármunum og kennurum líst líka illa á það. Þetta ætti því að kalla á að við reyndum enn frekar að vinna að þessu saman.“ Flestir kennarar og skólastjór- ar sem Morgunblaðið hafði sam- band við í gær áttu von á þónokk- urri röskun á skólastarfi í dag. Mikið var um óformleg fundahöld í gær og dæmi um að kennarar kæmu saman oftar en einu sinni til þess að skiptast á skoðunum og velta fyrir sér stöðu mála. Í Reykjavík hittust trúnaðarmenn kennara á höfuðborgarsvæðinu og víðar og ræddu málin. Hljóðið var þungt í fólki og miklar áhyggjur af framtíð skólastarfs í landinu. Heimildarmaður Morgunblaðs- ins í röðum kennara í Reykjavík sagði allar líkur á að margir kenn- arar sætu heima í dag þótt það væri ákvörðun sem hver og einn þyrfti að taka fyrir sig. Ekki er ljóst hvaða áhrif viljayfirlýsingin hefur á það. Viljayfirlýsing um samning fyrir 20. nóv.  Kennaradeilan/4 Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu en ekki grunnhækkun ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.