Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 9

Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 9 FRÉTTIR            ! "#$ %& &'&( ) & *  ' +               Tilboðsmyndatökur Jólamyndatökur Hefðbundnar myndatökur Barnamyndatökur Pantið tímanlega Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljósmynd.is www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Glæsilegt úrval af pilsum frá Str. 38-60 ÞAÐ væri æskilegt að efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra gæti hafið rannsóknir að eigin frumkvæði, en til þess hefur hún enn ekki nægan mannafla. Í fyrra voru starfsmenn deildarinnar 14 og hafði fjölgað um fjóra frá árinu 2001. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingis- manns. Jóhanna spurði m.a. að því hvort ástæða væri til að ætla að efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra væri undirmönnuð og annaði ekki þeim málum sem bærust henni til rann- sóknar. Í svari Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra segir að leitast sé við að vinna að öllum þeim verkefnum sem berast á eins öruggan og skil- virkan hátt og kostur er. „Deildin hefur aðeins haft mannafla til þess að vinna að rannsókn og meðferð þeirra mála sem berast henni með kærum. Til þess að hefja athugun og rann- sókn að eigin frumkvæði er ekki nægur mannafli og efnahagsbrota- deild getur því ekki tekið upp mál að eigin frumkvæði. Það væri hins vegar æskilegt vegna eðlis mjög margra, ef ekki þá allra, málaflokka sem deildin á að fást við en í flestum tilvikum eru brotaþolar þannig settir að þeir eiga erfitt með að gæta sjálfir réttar síns. Þetta snertir ekki síst eigendur lítils hluta hlutafjár, aðila að lífeyrissjóði, skattgreiðendur og greiðendur að vörum og þjónustu,“ segir í svarinu við því hvort deildin sé undirmönnuð. Fjölgun kærumála Þá kemur fram að á árunum 2001– 2003 var refsing milduð í sex tilfellum vegna þess að dómari taldi að rann- sókn hefði dregist úr hófi. Tekið er fram að sakfellt hafi verið í 95% þeirra mála sem efnahagsbrotadeild höfðaði á árunum 1998–2003. Í fyrra bárust 384 kærumál til deildarinnar en þau voru 202 árið 2001. Mest hefur aukningin orðið í kærum vegna gruns um peninga- þvætti eða alls 241 kæra. Í svarinu kemur fram að smæstu málunum sé hægt að ljúka á nokkr- um klukkustundum, að meðaltali taki rannsókn um 500–1.500 klukku- stundir, en sum málin taki 1–3 ár að rannsaka. „Svo umfangsmikil mál eru nokkur á hverjum tíma og hefur þeim fjölgað og umfangið vaxið síð- astliðin fjögur ár. En fyrir þann tíma eru vart dæmi um að slík mál hafi komið til kasta lögreglu,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Frumkvæði efnahagsbrotadeildar Hefur ekki nægan mannafla GEÐVERNDARFÉLAG Akureyrar og nágrennis er þrjátíu ára um þessar mundir og af því tilefni var efnt til afmælisfagnaðar í Ketilhús- inu í gær, sunnudag. Við það tæki- færi heiðraði Akureyrarbær Brynj- ólf Ingvarsson lækni, en hann hefur alla tíð verið driffjöðrin í starfi fé- lagsins og tekið þátt í að koma á fót margs konar þjónustu fyrir geðfatl- aða á Akureyri. Brynjólfur var fyrsti geðlæknirinn búsettur á Akureyri og í fastri stöðu á FSA, auk þess sem hann rak stofu úti í bæ. Hann var hvatamaður að stofn- un Geðverndarfélags Akureyrar, lengi formaður þess og er það nú. Þá hafði hann forgöngu um stofnun bráðageðdeildar á FSA og áfanga- heimilis í Álfabyggð og athvarfsins Lautarinnar. Þá var Brynjólfur hvatamaður að stofnun AA-sam- takanna á Akureyri. Áfangaheimili og athvarf Geðverndarfélagið beitti sér fyr- ir stofnun áfangaheimilis fyrir fólk með langvinna geðsjúkdóma í sam- vinnu við Svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra og Akureyrarbæ árið 1988 og í náinni samvinnu við geð- deild FSA. Starfsemi áfangaheim- ilisins, sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi, hefur frá upphafi sýnt góð- an árangur og hefur orðið til að auka lífsgæði tuga einstaklinga sem hafa fatlast verulega vegna geðraskana. Félagið beitti sér einn- ig fyrir því að koma á fót athvarfi fyrir fólk með langvinna geðsjúk- dóma í samvinnu við Akureyrar- deild Rauða krossins og Akureyrar- bæ. Athvarfið tók til starfa í desember árið 2000 og er rekið undir merkjum Rauða krossins. Að- sókn í athvarfið hefir aukist stöð- ugt allt frá upphafi og nú er svo komið að núverandi húsnæði er orðið of lítið og til trafala fyrir starfsemina. Næsta verkefni Geð- verndarfélagsins er því í samvinnu við þá aðila sem standa að rekstri athvarfsins, að finna húsnæði sem hentar sívaxandi þörf fyrir athvarf af þessu tagi. Morgunblaðið/Kristján Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var efnt til afmælisfagnaðar í Ketilhúsinu í gær. Geðverndarfélag Akureyrar 30 ára Brynjólfur heiðraður Jakob Björnsson, formaður bæjar- ráðs, t.v., afhenti Brynjólfi Ingvars- syni geðlækni viðurkenningarskjal og fyrstu 4 bindin af Sögu Akureyr- ar að gjöf, fyrir óeigingjarnt starf í þágu geðfatlaðra. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.