Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 10
10 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÁ SEM heldur úti vefsíðunni dopsalar.tk
hefur ekki orðið við fyrirmælum Persónu-
verndar um að stöðva birtingu nafna
meintra fíkniefnasala en frestur til þess
rann út 10. nóvember sl. Persónuvernd get-
ur lagt dagsektir á þá sem hunsa ákvarðanir
hennar og getur einnig falið lögreglustjóra
að stöðva starfsemina til bráðabirgða.
Á heimasíðunni eru birt nöfn ríflega 20
meintra fíkniefnasala auk nafna tveggja lög-
reglumanna sem sakaðir eru um að leka
upplýsingum til fíkniefnasala, væntanlega
um yfirvofandi aðgerðir gegn þeim.
Í svari sem eigandi síðunnar sendi til Per-
sónuverndar kemur m.a. fram að hann sæki
heimild sína í málfrelsið og auk þess í
ákvæði í lögum um persónuvernd þar sem
segir að birta megi upplýsingar sem séu
nauðsynlegar vegna verks sem unnið sé í
þágu almannahagsmuna. Þar sem hann berj-
ist á móti dreifingu fíkniefna til allt að 11–
12 ára barna varði málið almannahagsmuni.
Óskar hann eftir því að starfsmenn Persónu-
verndar setji sig í spor þeirra sem hafi misst
börn sín út í fíkniefni.
Má lýsa skoðunum sínum
Í ákvörðun Persónuverndar er rakið efni
símtals sem starfsmenn stofnunarinnar áttu
við eiganda síðunnar. Í símtalinu hafi hann
komið á framfæri frekari skýringum varð-
andi tilgang listans. Að hans sögn var til-
gangurinn að miklu leyti sá að koma af stað
umræðu um fíkniefnavandann auk þess sem
hann hefði viljað endurheimta verðmæti sem
stolið var frá honum.
Í ákvörðun Persónuverndar segir að
hvorki verði séð að nafnbirtingin samrýmist
viðhorfum um sanngjarna og eðlilega
vinnslu persónuupplýsinga né verði séð að
þær hafi verið unnar í málefnalegum, yf-
irlýstum og skýrum tilgangi. Kröfum um
áreiðanleika sé ekki heldur fullnægt en það
liggi t.d. fyrir að margir menn sem eru
nafngreindir á síðunni eigi sér alnafna „og
getur slíkt varpað grun á hóp manna sem
eiga það eitt sameiginlegt að heita vissu
nafni.“ Auk þess er minnst á þá meginreglu
að hver maður telst saklaust þar til sekt
hans er sönnuð. Segir Persónuvernd að þó
að maðurinn hafi rétt til að lýsa skoðunum
sínum á fíkniefnasölu og ofbeldi henni
tengdu veiti það honum ekki rétt til að birta
lista yfir nöfn meintra fíkniefnasala.
Eigandi vefsíðunnar
dopsalar.tk
Fer ekki eftir
ákvörðun Per-
sónuverndar
NOKKUÐ skiptar skoðanir eru meðal fram-
kvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna á því
hvort fela ætti Ríkisendurskoðun að kanna
fjármál flokkanna og tengsl við fyrirtæki sem
grunuð eru um eða sakfelld fyrir brot á sam-
keppnislögum.
Flokkarnir verða að gefa Ríkisendurskoðun
kost á að kanna fjárhagsleg samskipti sín við
olíufélögin og jafnvel aðra sem sekir hafa orðið
um alvarleg brot á samkeppnislögum, að mati
Helga Hjörvar alþingismanns. Þessi skoðun
kemur fram í pistli á heimasíðu hans. Valgerð-
ur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur sagt í
viðtali í Ríkisútvarpinu að framsóknarmenn
væru til í umræðu um að opna bókhald sitt um
styrki og stuðning fyrirtækja og annarra.
Hugsanleg gæti Ríkisendurskoðun gegnt hlut-
verki í að fylgjast með fjármálum stjórnmála-
flokka sem sæti eiga á Alþingi og fá greiðslur
frá ríkinu.
Morgunblaðið leitaði álits framkvæmda-
stjóra stjórnmálaflokka, sem fulltrúa eiga á Al-
þingi, á því að Ríkisendurskoðun kannaði þessi
fjárhagslegu tengsl flokkanna við fyrirtæki
sem grunuð væru um eða sakfelld fyrir alvar-
leg brot á samkeppnislögum.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins sagði að Framsóknar-
Sjálfstæðisflokksins hafði eftirfarandi að
segja: „Ef lög standa til þess að Sjálfstæð-
isflokkurinn veiti þeim aðilum, sem með lögum
er falin rannsókn brotamála, upplýsingar sem
taldar eru nauðsynlegar fyrir rannsóknar-
hagsmuni mun hann gera það í samræmi við
landslög.“
Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Sam-
fylkingarinnar, sagði að Samfylkingin hefði
ákveðnar reglur um framlög og meðferð
þeirra. „En þetta tiltekna dæmi um olíufélögin
er svo óvenjulegt að það má vel hugsa sér að
grípa til óvenjulegra aðgerða vegna þess.
Þetta hefur að vísu ekki verið formlega rætt
innan flokksins.“ Aðspurður um reglur Sam-
fylkingarinnar um framlög sagði Karl að gefið
væri upp opinberlega hverjir styrkja flokkinn
umfram 500 þúsund krónur árlega.
Ekki verið rætt
Steinþór Heiðarsson, starfandi fram-
kvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnr – græns
framboðs sagði að þetta mál hefði ekki verið
sérstaklega rætt í flokknum. „Ég get ekki
ímyndað mér að það yrði nein andstaða við að
leyfa Ríkisendurskoðun að fara yfir okkar bók-
hald. Það hefur verið endurskoðað af löggild-
um endurskoðanda hingað til.“
flokkurinn væri ekkert á móti því að settar
yrðu einhverjar reglur um fjármál stjórnmála-
flokkanna. „Það er eðlilegast að það verði gert
með lögum sem gilda jafnt um alla. En hvort
það skilar einhverju að Ríkisendurskoðun
skoði sérstaklega þetta mál skal ég ekki full-
yrða um. Mér finnst mikilvægt að það sé tekið
á þessum málum í heild sinni og að allir verði
settir undir sama hatt frá einhverjum
ákveðnum tíma.“
Býð Ríkisendurskoðun velkomna
Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins, segir að sér þyki úrelt
að bókhald stjórnmálaflokka sé lokað. Hún
segir bókhald Frjálslynda flokksins hafa verið
opið allt frá stofnun hans árið 1998. Flokk-
urinn hafi fengið samtals um 400 þúsund krón-
ur frá öllum olíufélögunum frá upphafi. „Ég
býð Ríkisendurskoðun velkomna ef hún vill
koma, en þykir óeðlilegt ef hún mæti hjá okk-
um einum vegna þess að við segjum já! Flokk-
arnir fá opinbera styrki eftir þingmannafjölda,
sem felur í sér að þeir stóru verða stærri. Mér
finnst að á meðan flokkar fá háa ríkisstyrki þá
eigi að vera einhver slík skoðun og eftirlit með
þeim.“
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Hugmyndir um að Ríkisendurskoðun kanni fjármál stjórnmálahreyfinga
Framkvæmdastjórar
flokkanna ekki á einu máli
REIÐHÖLLIN í Víðidal fylltist af fólki um helgina en það var ekki
þangað komið til að sjá hesta spreyta sig á skeiðvellinum heldur til að
heimsækja markað sem þar hafði verið settur upp. Ýmislegt var á boð-
stólum á markaðnum en að auki var boðið upp á söngdagskrá og línu-
dans. Þessi ungi maður bauð m.a. gömul leikföng og bangsa til sölu í
Reiðhöllinni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Varningur boðinn til sölu
ÁHUGI Íslendinga á stjórnmálum
hefur ekki minnkað undanfarin ár
og er hann svipaður og hann var
árið 1983 þó að vissulega megi
segja að dregið hafi úr þátttöku al-
mennings í stjórnmálaflokkum að
mati dr. Ólafs Þ. Harðarsonar,
prófessors í stjórnmálafræði og
forseta félagsvísindadeildar Há-
skóla Íslands.
Þátttaka Íslendinga í stjórnmál-
um er mæld reglulega eftir kosn-
ingar og segir Ólafur að á meðan
dæmi séu um minnkandi stjórn-
málaþátttöku á Vesturlöndum sé
ekki um slíkt að ræða hér á landi
enn sem komið sé. Þetta var meðal
þess sem fram kom í máli Ólafs á
ingarnar 2003 sagðist þriðjungur
aðspurðra hafa skipt um flokk frá
því í kosningunum 1999.
Þó að þátttaka í starfi stjórn-
málaflokkana hafi minnkað eitt-
hvað hefur samt mjög hátt hlutfall
Íslendinga virkan stjórnmála-
áhuga, og fyrir kosningarnar 2003
sögðust 22% aðspurðra hafa rætt
við einhvern til þess að reyna að fá
hann til að kjósa ákveðinn flokk
eða frambjóðanda. Á sama tíma
sögðust 16% hafa sýnt ákveðnum
flokki eða frambjóðanda stuðning,
t.d. með því að mæta á fund,
hengja upp plakat eða með öðrum
álíka hætti, og segir Ólafur þetta
hlutfall vera mjög hátt hér á landi.
ið við aðrar Vesturlandaþjóðir,
segir Ólafur.
Þátttaka í hefðbundnum stjórn-
málaflokkum hefur farið niður á
við undanfarin ár, og eftir kosning-
arnar 2003 sögðust rúm 40% að-
spurðra líta á sig sem stuðnings-
menn ákveðins flokks. Til
samanburðar voru einungis 18%
flokksbundnir og 15% tóku þátt í
prófkjörum, sem engu að síður eru
háar tölur miðað við hin Norður-
löndin, segir Ólafur.
Tengsl við flokkana veik
Tengsl kjósenda við flokka eru
almennt ekki mjög sterk hér á
landi, að sögn Ólafs, og fyrir kosn-
málþingi um lýðræði og stjórn-
málaþátttöku í HÍ á föstudag.
Ólafur segir að erfitt sé um það
að segja hver framtíðarþróunin
verði, ef til vill eigi hjá Íslending-
um eftir að verða sama þróun og
hjá öðrum Norðurlandaþjóðum
þar sem kjörsókn hefur minnkað
og áhugi á stjórnmálum sömuleið-
is.
Kjörsókn hefur haldist nokkuð
stöðug hér á landi í undanförnum
kosningum, og hefur verið í kring-
um 90% í alþingiskosningum frá
miðri síðustu öld. Kjörsóknin í
sveitarstjórnarkosningum hefur
verið um 80% á sama tíma, og
hvort tveggja telst gott samanbor-
Ólafur Þ. Harðarson á málþingi um lýðræði og stjórnmálaáhuga
Áhuginn ekki að minnka
FRAMLÖG Olíufélagsins ehf. og forvera
þess, Olíufélagsins hf., til stjórnmálaflokka og
ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til
2004 voru samtals 21,6 milljónir króna að
meðtöldum framlögum vegna sveitarstjórn-
armála sem eru um fjórðungur af upphæð-
inni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu
frá félaginu.
„Inni í þessari upphæð eru einnig greiðslur
fyrir auglýsingar í blöðum og tímaritum
stjórnmálaflokka og stjórnmálaframboða þar
sem þjónusta Olíufélagsins er kynnt.
Á árunum 2003 og 2004 eru heildarframlög
til stjórnmálaflokka samtals 2,1 millj.kr. og er
sú fjárhæð innifalin í ofangreindri heildar-
upphæð. Nýir eigendur komu að Olíufélaginu
29. maí 2003.
Til samanburðar má nefna að framlög Olíu-
félagsins til íþróttamála, skólamála, menning-
armála, líknarmála og annarra þjóðþrifamála
námu samtals 229,5 milljónum króna á ár-
unum 1994 til 2004.
Olíufélagið mun ekki gefa upp frekari sund-
urliðun á ofangreindum framlögum eða til
hverra þau voru veitt, enda lítur Olíufélagið á
öll þessi framlög sem trúnaðarmál milli við-
komandi aðila. Hins vegar hefur Olíufélagið
ákveðið að héðan í frá verði gefnar nánari
upplýsingar um framlög sem félagið mun
veita,“ segir í tilkynningunni.
Fréttatilkynning
frá Olíufélaginu
Framlög til
stjórnmálaflokka
21,6 milljónir
1994–2004
♦♦♦