Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 12

Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 12
12 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Snæfellsnes | Sá áfangi náðist í september sl. að Snæfellsnes mætti viðmiðum alþjóðlegu um- hverfisvottunarsamtakanna Green Globe 21. Fulltrúar sveitarfélag- anna fimm og þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls tóku formlega á móti viðurkenningu fyrir þennan áfanga miðvikudaginn 10. nóvember sl. á sýningarbási Ferðamálaráðs Ís- lands á ferðasýningunni World Travel Market í London. Var það vel við hæfi þar sem dagurinn var helgaður ábyrgri ferðaþjónustu. Cathy Parsons, aðalforstjóri Green Globe 21, sagði þegar hún veitti fulltrúum Snæfellsness viðurkenn- ingarskjal til staðfestingar á ár- angri þeirra „að þau hefðu náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma.“ Ekki væri nema tæpt ár liðið frá því hún og Sir Frank Moore stjórn- arformaður Green Globe 21 hefðu heimsótt Snæfellsnes, en þá hefði þessi áfangi virst í órafjarlægð. Cathy þakkaði sveitarfélögunum sérstaklega fyrir þá miklu ábyrgð sem þau sýndu með því að vinna að sjálfbærri þróun og leita eftir vott- un. Á því væri enginn vafi að þau væru fyrirmynd sem aðrar þjóðir heims ættu eftir að líta til og vilja læra af. Hún kvað þau líka vera mikilvægan þátt í þróun vottunar í Evrópu þar sem þau væru fyrsta samfélagið á norðurhveli jarðar sem næði þessum áfanga. Geoffrey Lipman, stjórnarmaður í Green Globe 21, óskaði Snæfells- nesi til hamingju með árangurinn. Sagði hann að munurinn á þessari viðurkenningu og öðrum við- urkenningum sem oft væru veittar á World Travel Market væri sá að þessi viðurkenning markaði ekki endalok einhvers verkefnis, heldur væri hún staðfesting á því að Snæ- fellsnes hefði tekið flugið og stefndi enn hærra. Þátttaka í um- hverfisvottun væri áframhaldandi ferli. Jafnframt sagði hann að Snæ- fellsnes væri mikil fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög bæði á Íslandi og annars staðar og kvað þetta stóran áfanga fyrir litla þjóð. Ársæll Harðarsson markaðstjóri Ferðamálaráðs óskaði Snæfellsnesi einnig til hamingju og sagði að þetta skref væri mikilvægur áfangi í ferðaþjónustu og ljóst að hann myndi nýtast vel í framtíðarmark- aðssetningu svæðisins. Jafnframt kvaðst hann vonast til að starf sveitarfélaganna á Snæfellsnesi yrði hvatning fyrir önnur svæði á Íslandi til að gera slíkt hið saman. Ársæll bar fulltrúum Snæfells- ness kveðju Sverris Hauks Gunn- laugssonar sendiherra Íslands í London, en vegna annarra emb- ættiserinda gat hann ekki verið viðstaddur afhendinguna. Tæpleg- ar tuttugu íslenskir sýnendur voru á sýningunni og fögnuðu þeir, ásamt öðrum gestum, innilega þessum stóra áfanga sem Snæfells- nes hefur náð í umhverfismálum og stefnu í sjálfbærri þróun. Snæfellsnes fær umhverfisviðurkenningu á World Travel Market „Ótrúlegur árangur á stuttum tíma“ Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Að lokinni afhendingu viðurkenningarinnar. F.v. Ásthildur Sturludóttir, Hildibrandur Bjarnason, Cathy Parsons, forstjóri Green Globe 21, Óli Jón Gunnarsson, Sigríður Finsen, Kristinn Jónasson, Ársæll Harðarson og Geoffrey Lipman, stjórnarmaður í Green Globe 21. VESTURLAND Borgarnes | Nýjar reglur um niður- greiðslur á daggjöldum vegna barna í gæslu hjá dagmæðrum í Borgarbyggð tóku gildi í byrjun þessa mánaðar. Samkvæmt ákvörðun fræðslunefndar Borgarbyggðar á að greiða niður dag- gjöld vegna barna sem eru í daggæslu í heimahúsum og eiga lögheimili í Borg- arbyggð. Reglur þessar gilda einnig um foreldra barna sem eiga lögheimili í Borgarbyggð en dvelja tímabundið vegna náms eða starfa í öðru sveitarfé- lagi. Niðurgreiðslur eru háðar því að dagforeldri hafi leyfi yfirvalda og að barnið sé á aldrinum 9 mánaða til 6 ára. Sótt er um á eyðublöðum sem fást á bæjarskrifstofunni og þurfa námsmenn að skila vottorði skóla um fullt dagnám í upphafi hverrar annar. Daggjöld eru greidd niður 11 mánuði á ári, er föst upphæð eftir fjölda tíma á dag, en gjald- skrána má finna á vef Borgarbyggðar. Niðurgreiðslur miðað við 9 tíma vistun geta mest orðið 13.950 fyrir hjón eða sambúðarfólk, 18.000 ef annað foreldri er í námi, 27.000 fyrir einstæða foreldra eða ef foreldrar eru báðir í námi. Viðbót- argreiðslur eru ennfremur vegna systk- ina. Vonast til að dagmæðrum fjölgi Ásthildur Magnúsdóttir, forstöðumað- ur fræðslu- og menningarsviðs Borgar- byggðar, segir að niðurgreiðslurnar séu ekki hlutfall af gjaldi dagmæðranna, enda sé bannað að hafa samráð um gjaldskrá. ,,Því miður hefur þetta ekki enn leitt til þess að dagmæðrum fjölgi, en ég vona svo sannarlega að það verði, enda er vandamál í uppsiglingu þar sem fólk fær ekki gæslu fyrir börnin sín.“ Hún staðfestir að tímabundinn biðlisti sé á leikskólann og á meðan losna ekki pláss hjá þeim dagmæðrum sem eru starfandi. Ástæðurnar eru þær að óvenju lítill árgangur hóf grunnskólagöngu í haust og þ.a.l. fá pláss sem losnuðu á leikskólanum, auk þess sem börnum fjölgar mjög í Borgarbyggð. Daggjöld hjá dag- mæðrum niðurgreiddAkranes | Íslenska járnblendi- félagið ehf. og Knattspyrnufélag ÍA, rekstrarfélag meistara- og 2. flokks félagsins, hafa gert með sér samning til tveggja ára um að Íslenska járnblendifélagið verði einn af stærstu styrktaraðilum fé- lagsins. Helgi Þórhallsson, aðstoðarfor- stjóri Íslenska járnblendifélags- ins, sagði við undirritun samn- ingsins að fyrirtækið hefði allt frá stofnun tekið þátt í ýmsum verk- efnum hjá félagasamtökum og íþróttafélögum án þess að allir hafi vitað af þessum styrkjum. „Við teljum það okkar skyldu að taka þátt í því samfélagi sem meirihluti okkar starfsmanna kemur frá. Fyrirtækið verður markmið að fjölga þeim sem sækja knattspyrnuvelli og það er okkar markmið að knattspyrnan sé fjölskylduvæn.“ Ekkert fékkst uppgefið um fjárhagsliði samningsins en gera má ráð fyrir að ÍA fái allt að tveimur milljónum kr. á ári vegna samningsins. flokks ÍA, sagði að menn væru hæstánægðir með samninginn sem væri einn af stærstu samn- ingum félagsins á þessu sviði. „Við teljum það mikið fagnaðar- efni að Íslenska járnblendifélagið skuli sjá sér sóknarfæri með sam- starfi við okkur. Það er nýjung í þessum samningi að hafa það sem sýnilegra fyrir vikið og að sjálf- sögðu erum við að leggja góðu máli lið. Knattspyrnan skipar stóran sess í samfélagi Akurnes- inga en við höfum á undanförnum árum einbeitt okkur að yngri flokkum í íþróttastarfinu og ekki aðeins í knattspyrnu. En að þessu sinni förum við inn á þessa braut. Að auki munu starfsmenn félags- ins fá aðgang með fjölskyldum sínum á einn af heimaleikjum liðs- ins en við eigum eftir að komast að samkomulagi um hvaða leikur verður fyrir valinu,“ sagði Helgi. Einn stærsti samningur félagsins á þessu sviði Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélags meistara- og 2. Járnblendifélagið með fjölmennt lið á Akranesvelli Morgunblaðið/Sigurður Elvar Johan Svensson forstjóri undirritar samninginn f.h. framkvæmda- stjórnar Íslenska járnblendifélagsins ásamt Gunnari Sigurðssyni. Borgarnes | Fyrsti sparkvöllur Knattspyrnu- sambands Íslands (KSÍ) var formlega vígður sl. fimmtudag en hann er á lóð Grunnskólans í Borgarnesi. Af því tilefni flutti Bæjarstjóri Borgarbyggðar, Páll Brynjarsson, ávarp þar sem hann rakti aðdraganda og framkvæmd verksins. Hann rifjaði upp að fjórir ungir drengir hefðu komið með undirskriftalista fyrir margt löngu og skorað á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að gerður yrði gervi- grasvöllur við skólann. Þessir drengir voru því sjálfskipaðir í að klippa á borðann þegar völlurinn var vígður. Börnin biðu spennt eftir grænu ljósi Mættir voru fulltrúar KSÍ þeir Eyjólfur Sverrisson og Geir Þorsteinsson, fulltrúar Borgarbyggðar, Grunnskólans, og frá styrkt- araðilum KSÍ-sparkvallanna að ónefndum hópi af krökkum sem biðu eftir grænu ljósi til bletti. Að lokum blessaði séra Þorbjörn Hlyn- ur Árnason sóknarprestur að Borg á Mýrum völlinn og hyggur nú gott til glóðarinnar með tilvonandi fermingarbörn, en hann áætlar að skella sér með þeim í fótbolta núna við bætt- ar aðstæður því malbikið sem þarna var fyrir var orðið svo viðsjárvert til fótboltaiðkunar. að fara nota völlinn. Auk Páls tóku til máls Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ og Aðalsteinn Sím- onarson formaður knattspyrnuráðs Skalla- gríms. Allir málshefjendur voru afar ánægðir með niðurstöðuna og vænta mikils af þessum Sparkvöllur vígður í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, Jóhann Traustason, Magnús Sigurðarson, Bjarni Bachmann, Björgvin Ríkharðsson, Eyjólfur Sverrisson og Geir Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.