Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 18

Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 18
18 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENDINGAR eru lánsöm þjóð. Að geta gengið út í banka og fengið 100% lán til að kaupa sitt fyrsta hús er ekki allra. Hér þarf ekki að hugsa út í á hvers landi skal byggja eða hver á ólífutrén hinum megin við veginn. Fyrst og fremst vegna þess að hér vaxa engin ólífutré en einnig vegna þess að hér spretta ekki heldur upp átta metra háir steypuveggir sem aðskilja landareignir ósáttra nágranna. Íbúar Palestínu eru ekki jafn lánsamir og við. Stoðir samfélags- ins eru við það að bresta og atvinnu- leysi er mikið, allt frá 37 til 67 pró- senta á sumum svæðum skv. samtökunum Palestine Monitor. Á Íslandi er atvinnuleysi undir fjórum prósentum. Þrátt fyrir stanslaust ónæði og hernaðaraðgerðir ná- granna sinna reyna Palestínumenn að lifa eðlilegu lífi eftir bestu getu. Ísraelar aftur á móti lifa í stöðugum ótta um að hver kveðjustund geti verið hin síðasta, sérstaklega ef al- menningssamgöngur eru notaðar eða kosið er að gera sér eitthvað til dægrastyttingar. Til að halda lífi er best að gera sem minnst og halda sig innan veggja heimilisins. Þann mun- að er varla að finna í Palestínu. Ógnin leynist alls staðar og þá kannski sér í lagi ein- mitt heima hjá hverjum og einum, sérstaklega ef svo óheppilega vill til að viðkomandi býr við landamærin. Þann 16. júní 2002 var hafist handa við að byggja risavaxinn átta metra múrvegg á landamærum Vesturbakkans og Ísraels eða við hina svokölluðu „grænu línu“ sem gaf til kynna landamærin fyrir Sex daga stríðið og innrás Ísraela árið 1967. Græna línan sem alþjóða- samfélagið viðurkennir sem hin lög- mætu landamæri Ísraels er þó að engu höfð við byggingu steypu- veggjarins og er hann sums staðar byggður sex kílómetra inn á palest- ínskt land. Ef verkið verður klárað mun múrinn teygja sig yfir 750 kíló- metra en samliggjandi landamæri Ísraels að Vesturbakkanum eru að- eins rúmur fjórðungur þeirra vega- lengdar eða 200 kílómetrar. Nú þeg- ar hafa yfir 100.000 ólífu-og sítrustré verið felld, öll af svæðum Palestínumanna til að rýma fyrir byggingu múrsins. 218 byggingar hafa verið jafnaðar við jörðu og á næstunni stendur til að rífa niður 20 heimili og einn grunnskóla. Stað- setning þeirra þykir ekki henta og þá skulu þau eyðilögð, án skaðabóta fyrir fjölskyldurnar sem eru reknar út á gaddinn. Hvað fyndist Reykvík- ingum ef þeim væri hent út úr sín- um eigin húsum og skóli barnanna eyðilagður, ekki einu sinni af yf- irvöldum heldur af ósamvinnuþýð- um nágrönnum og það að öllum óspurðum? Það yrði ekki látið við- gangast, hvorki af okkur né alþjóða- samfélaginu. Ef Veggurinn verður kláraður mun hann gera að minnsta kosti 395 þúsund Palestínumenn heim- ilislausa, fleiri en samanlagða íbúa- tölu Íslands. Veggurinn hefur gíf- urlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir allt samfélag Palest- ínumanna, ekki bara atvinnu og landbúnað. 71 heilsugæslustöð er útilokað að sinna sjúklingum sínum og hátt í 3000 námsmenn hafa orðið að hætta námi vegna veggjarins, einungis vegna þess að þeir komast ekki á milli skóla og heimilis. Hver sá sem heldur því fram að aðskiln- aðarmúrinn þjóni aðeins þeim til- gangi að vernda Ísraela fyrir sjálfs- morðsárásum Palestínumanna ætti að hugsa sig um tvisvar. Er ekki langtímaáætlun múrsins sú að rífa niður mátt og vilja palestínsku þjóð- arinnar? Og þá sérstaklega að rýma til fyrir ólöglega landnema? Öll eigum við rétt á mannsæm- andi lífsskilyrðum og að geta rækt- að land okkar. Það er skoðun al- þjóðasamfélagsins að Palestínumenn hafa verið sviptir þessum réttindum og Sameinuðu þjóðirnar fordæma yfirdrifna land- töku Ísraela á landsvæðum Palest- ínumanna. Í júlí síðastliðnum sam- þykktu Sameinuðu Þjóðirnar (SÞ) með miklum meirihluta (150 lönd á móti 6) ályktun sem fordæmir bygg- ingu aðskilnaðarmúrsins. Hún fylgdi í kjölfar úrskurðar Al- þjóðadómstólsins í Haag sem dæmdi sama múr ólöglegan og kvað á um að hann gengi gegn mann- úðarsjónarmiðum og hagsmunum Palestínumanna, sem og að hann skyldi rifinn. Þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu og hneykslan hefur sama og enginn þrýstingur verið settur á Ísraela um að hætta bygg- ingu múrsins tafarlaust. Ísraelar halda uppteknum hætti eins og ekk- ert hafi í skorist. Þeir hunsa al- þjóðalög og fá samt stuðning Bandaríkjanna. Þjóðir heims verða að berjast sameiginlega fyrir því að al- þjóðalögum og úrskurðum sé fram- fylgt í hvívetna. Þó þær hafi ekki vald til að refsa löndum sem ekki hlýða getur Öryggisráð SÞ beitt ríki ákveðnum þrýstingi. Væri ekki til- valið að Íslendingar yrðu í forsvari friðarferlisins fyrir botni Miðjarð- arhafs með því að beita Ísraela póli- tískum þrýstingi og fengju önnur Norðurlönd, svo og Evrópuríki í lið með sér? Slík staðfesta og ákveðni myndi hjálpa Íslandi að marka sér sess innan Öryggisráðsins. Þjóðin öll ætti að krefjast öflugrar fram- göngu af hálfu forsvarsmanna sinna í þessu máli sem varðar alla heims- byggðina. Nú er rétti tíminn til að sá fræjum í frjósaman jarðveg. Hver veit nema upp frá þeim vaxi ólífutré, sameiningartákn friðar? Samstöðudagskrá Íslands– Palestínu stendur yfir dagana 15. nóv.–1. desember. Upplýsingar á vefsíðunni www.palestina.is. Fræ friðar í höndum Íslendinga? Sara M. Kolka skrifar um Palestínu ’Þjóðir heims verða aðberjast sameiginlega fyrir því að alþjóðalög- um og úrskurðum sé framfylgt í hvívetna.‘ Sara M. Kolka Höfundur er fjölmiðlafræðingur. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Í DV hinn 10. nóvember voru þessi ummæli um starfslok mín hjá Reykjavíkurborg höfð eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Miðað við að borgarstjóri sé á sömu launum og forsætisráð- herra og 19 mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu hverfur Þórólfur Árnason á braut með 20 milljónir króna. Nú spyr ég þig, Vilhjálmur: Eru þessi orð rétt eftir þér höfð? Ef svo er ekki er málið dautt. Ef hinsvegar svo er, spyr ég: Hyggstu draga þennan róg til baka, því vitaskuld vissirðu bet- ur? Ef þú gerir það ertu maður að meiri og málinu lokið af minni hálfu. Já eða nei, Vilhjálmur? Þórólfur Árnason Já eða nei, Vilhjálmur? Höfundur er borgarstjóri. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.