Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 26
26 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Rennismiður
Okkur vantar rennismið í fast starf.
Tölvukunnátta æskileg.
Okkur vantar einnig mann í rafsuðu o.fl.
Frábær vinnuaðstaða.
Upplýsingar á staðnum og í síma 544 8500 á
milli kl. 16 og 18.
Style International ehf.
Miðhrauni 12, 210 Garðabæ
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Information meeting MBA/MSc
Date: Tuesday, November 16
Time: 18.00 - 19.30: MBA (Executive MBA)
19.30 - 20.15: Master of Science (BScB)
Venue: Radison SAS Hotel Saga
BI Norwegian School of Management, one of the leading private business schools in Europe, will be holding
an information meeting in Iceland to present its graduate programs: MSc and MBA. Icelandic BI alumni will
be present to answer your questions. For those interested, information about the international full-time
Bachelor of Science in Business(BScB) and part-time Executive MBA program will also be available.
The “Business School of the Future”, BI's new campus in Oslo, will open August 15, 2005.
MBA – 11 MONTHS FULL TIME
General management MBA with a focus on Strategic Leadership and Team Dynamics
MASTER OF SCIENCE – TWO YEARS FULL TIME
MSc in Management, Financial Economics, International Marketing & Management, Organizational
Psychology, Business & Economic History
More information:
www.bi.edu
study@bi.no
+ 47 22 98 50 50
MÍMIR 6004111519 II
HEKLA 6004111519 IV/V
GIMLI 6004111519 III
I.O.O.F. 19 18511158 0*
I.O.O.F. 10 18511158
mbl.is
ATVINNA Auglýsingasími: 569-1111 - Netfang: augl@mbl.is
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUMÁ FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
✝ Hákon Pálssonfæddist á Akur-
eyri 19. júní 1910.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
hinn 7. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Hansína Berg-
vinsdóttir húsmóðir,
f. 31. desember
1880 í Klömbum í
Aðaldal, og Páll
Jónsson bakari á
Akureyri og síðar á
Húsavík, f. 29. des-
ember 1883 í Fagra-
nesi í Öxnadal. Systkini Hákonar,
sem öll eru látin, voru Karl, El-
ínborg, Bergþóra og Hannes. Há-
kon missti móður sína níu ára
gamall og flutti þá að Miðhvammi
í Aðaldal og ólst þar upp.
Hann lærði trésmíði og síðar
2) Svala Hrönn Haraldsdóttir,
sambýlismaður Sigurður Ingvi
Hrafnsson og eiga þau saman tvo
drengi, Hákon Arnar og Atla
Hrafn. 3) Fannar Víðir Haralds-
son.
Börn Hákonar með Helgu
Gunnarsdóttur, Akureyri, f.
1921, eru Hákon, f. 1945, og Sig-
urbjörg Svanhvít, f. 1949, d.
1980.
Börn Hákonar Hákonarsonar
og konu hans Úlfhildar Rögn-
valdsdóttur eru Hákon Gunnar
Hákonarson, sambýliskona Petra
Halldórsdóttir og eiga þau tvö
börn, Álfhildi Rögn og Hákon
Birki. Helga Hlín Hákonardóttir,
sambýlismaður Unnar Sveinn
Helgason, Helga Hlín á dótturina
Aðalborgu Birtu Sigurðardóttur.
Hákon lét af störfum sem raf-
veitustjóri á Sauðárkróki árið
1976 vegna aldurs. Hann flutti til
Akureyrar árið 1986, fyrst á
Dvalarheimilið Skjaldarvík og
síðar að Kjarnalundi.
Útför Hákonar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
vélsmíði á Húsavík og
vann þar einnig sem
bílstjóri og við sjó-
mennsku. Hann vann
sem vélgæslumaður
við Laxárvirkjun þar
til fjölskyldan fluttist
til Sauðárkróks 1949
er Hákon varð raf-
veitustjóri þar.
Hákon kvæntist 19.
júní 1934 Hallfríði
Gísladóttur sem fædd
var 31. janúar 1910 á
Egg í Hegranesi og
ólst upp á Bessastöð-
um í Sæmundarhlíð.
Hallfríður lést árið 1982. Kjör-
sonur þeirra var Haraldur Hann-
es Hákonarson, f. 1946, d. 2002.
Börn Haraldar og konu hans
Svanborgar Magnúsdóttur eru: 1)
Magnús Þór Haraldsson, sam-
býliskona Inga S. Kristinsdóttir.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur hljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason.)
Með nokkrum orðum vil ég
minnast tengdaföður míns Há-
konar Pálssonar sem lést á Akur-
eyri 7. nóvember sl. 94 ára gamall.
Hákoni kynntist ég eftir að við
sonur hans höfðum ruglað saman
reytum, en áður hafði ég heyrt
ömmu mína í Mývatnssveit tala um
hve hann hefði verið bráðmyndar-
legur og mikill hagleiksmaður þeg-
ar hann bjó fyrir austan og kom í
sveitina vegna starfa sinna hjá
Laxárvirkjun.
Hagleiksmaður var hann svo
sannarlega. Hann var lærður tré-
smiður og vélsmiður og þurfti í
störfum sínum sem slíkur að smíða
bæði tæki og tól og annast við-
gerðir.
Í tómstundum fékkst hann við
silfursmíði og var snillingur í víra-
virkisgerð. Hann smíðaði upphlut-
ssilfur til margra ára og annaði
aldrei eftirspurn á því sviði.
Íslenska steina sagaði hann og
slípaði í vélum sem hann smíðaði
sjálfur. Steinana notaði hann í silf-
urskartgripi, aðallega hálsmen sem
hann hannaði sjálfur eins og mest
af upphlutssilfrinu sem hann smíð-
aði, en annað vann hann eftir hefð-
bundnum munstrum.
Hákon var hraustmenni og hafði
yndi af útivist og veiðum, bæði lax–
og silungsveiðum, en einnig var
hann góð skytta.
Hann var mikill ræktunarmaður
og kynnti sér skógrækt m.a. í Nor-
egi. Þau hjónin gróðursettu fjöl-
breytta flóru bæði við rafstöðvar-
húsið á Sauðárkróki og
sumarbústaðinn og við heimilið í
Birkihlíð.
Hákon var rausnarlegur í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
HÁKON
PÁLSSON
Elsku Sæunn, mér
finnst svo stutt síðan
við sátum hlið við hlið
í öllum tímum sem við deildum í
MK.
Ég var að skoða útskriftarbókina
okkar og þar er teiknuð mynd af
þér með diet-kók flösku! Ég rak
augun strax í það, því síðast þegar
við hittumst varstu svo stolt af því
að þú hafðir ekki drukkið gos í 14
mánuði eða frá því að Hlynur Freyr
fæddist.
Ég man þegar þú varst ólétt að
Sóleyju Söru og þið bjugguð heima
hjá pabba þínum og mömmu. Þið
voruð ekkert að flýta ykkur að
segja þeim frá kúlubúanum, mig
minnir að þau hafi ekki komist að
þessu fyrr en þú varst gengin með
um 5–6 mánuði!
Það sem kom upp um þig var
kjóllinn sem þau keyptu úti fyrir
einhverja frænkuna í jólagjöf. Þig
langaði svo í hann á þitt barn, ef
það yrði stelpa og það varð stelpa,
yndisleg, Sóley Sara, og að sjálf-
sögðu fékkst þú kjólinn!
Þarna var sko prakkarinn Sæunn
að verki!
Þegar dóttir mín kom í heiminn
SÆUNN
PÁLSDÓTTIR
✝ Sæunn Pálsdótt-ir fæddist í
Reykjavík 7. febr-
úar 1979. Hún lést á
heimili sínu,
Hamraborg 38 í
Kópavogi, aðfara-
nótt mánudagsins 1.
nóvember síðastlið-
inn, og var útför
hennar gerð frá
Digraneskirkju 8.
nóvember.
lánuðuð þið okkur allt
sem þið mögulega gát-
uð, fötin, bílstólinn,
hoppróluna, ömmustól-
inn, útigallana og allt
tilheyrandi sem
fannst.
Þitt mottó var svo
sannarlega að það
væri engin ástæða að
liggja á einhverju uppi
í skáp þegar maður
gæti deilt því með öðr-
um.
Svona varstu alltaf
gagnvart mér og minni
fjölskyldu, alltaf boðin
og búin að aðstoða með hvað sem
var.
Ég er svo fegin að við skyldum
ákveða að eyða síðasta föstudags-
kvöldinu þínu saman, horfa á Idol,
borða jarðarber með súkkulaði,
grænmetissnakk og kjafta og
kjafta.
Það var svo gaman að sjá breyt-
inguna á þér, öll komin í hollustuna,
byrjuð í ræktinni og loksins farin
að lifa fyrir þig sjálfa. Við ræddum
það á heimleiðinni hvað þú hefðir
litið vel út, bjartsýn og brosandi
þrátt fyrir erfiðleikana sem þið
Maggi voruð að ganga í gegnum og
svo full tilhlökkunar til framtíðar-
innar.
Aðeins eitt líf sem endar fljótt,
en kærleiksverkin standa.
Elsku Sæunn, þú átt alltaf sér-
stakan stað í hjarta mínu og ég
kem áfram til með að kjafta við þig
þó að það verði ekki í símann eða
yfir eldhúsborðið.
Þín vinkona
Kolbrún Rakel.