Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 30
30 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einhver sem þú þekkir vel mun koma
þér verulega á óvart í dag. Hugsanlegt
er að viðkomandi sýni þér nýjan tækni-
búnað. Einnig kemur til greina að þú fáir
gjöf.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hugsast getur að furðulegur ein-
staklingur verði á vegi þínum í dag. Þú
hefur gaman af fundi með viðkomandi og
færð nýja sýn á tilveruna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú færð góðar hugmyndir sem tengjast
tölvum eða raftækjum og sérð mögu-
leika til þess að bæta aðstæður á vinnu-
stað.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Andagiftin er þér í brjóst blásin núna.
Treystu óvenjulegum og ferskum hug-
myndum. Ungviðið í fjölskyldunni gæti
komið þér að óvörum. Vertu vakandi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú stendur mikið fyrir dyrum á heim-
ilinu, til að mynda vegna endurbóta,
flutninga, eða gistiheimsókna. Eitthvað
óvænt gerist í dag í tengslum við þetta.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ný kynni færa þér ferskar hugmyndir
og breytingar á reglubundinni rútínu
gera daginn eftirminnilegan. Atburða-
rásin er hröð. Ef þú sofnar á verðinum
missir þú af tækifærum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú átt á hættu að kaupa eitthvað af fljót-
færni í dag. Kannski að nýstárlegt tæki
reki á fjörurnar og að þú finnir hjá þér
hvöt til þess að eiga það.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú skellir skollaeyrum við hverjum þeim
er reynir að draga úr þér kjark og
standa í vegi fyrir þér í dag. Þú ert til í
að taka áhættu og finnur til dirfsku og
ævintýraþrár.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú gætir fengið tækifæri til þess að sýna
kunnáttu sem þú felur alla jafna frammi
fyrir hópi fólks. Eitthvað innra með þér
knýr þig til þess að kanna aðstæður.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagleg rútína fullnægir þér ekki um
þessar mundir. Þig þyrstir í að innleiða
nýjar og bættar aðferðir á vinnustað þín-
um. Þú vilt umbætur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ævintýraþrá þín knýr þig til djarfra og
óvenjulegra athafna í dag. Þú gætir tek-
ið upp á því að bóka þig í ferðalag eða að
prófa eitthvað alveg glænýtt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú vilt lifa lífinu af ástríðu núna og sérð
þar af leiðandi nýja möguleika. Það er
engu líkara en að augu þín hafi verið lok-
uð og hafi síðan opnast.
Stjörnuspá
Frances Drake
Sporðdreki
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur mikla trú á sjálfum þér og hæfi-
leikum þínum. Hugrekki og sjálfsagi eru
eiginleikar þínir og þú hleypst ekki und-
an merkjum. Þú gætir þess að undirbúa
þig og ert því ævinlega til reiðu þegar á
hólminn er komið. Þolinmæði, árvekni
og ástríður eru ríkar í þínu fari.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 sláttur, 8 lund, 9
falla, 10 mergð, 11 ull, 13
óskir, 15 karldýr, 18 tví-
und, 21 ætt, 22 skúta, 23
vesæll, 24 trassafenginn.
Lóðrétt | 2 eyja, 3 harma,
4 andartak, 5 kæpan, 6
óblíður, 7 brumhnappur,
12 ögn, 14 stormur, 15 al-
in, 16 reiki, 17 rifa, 18 lít-
ilfjörlegur matur, 19 þulu,
20 gömul.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 tukta, 4 stétt, 7 púlum, 8 efins, 9 tel, 11 ráma, 13
buna, 14 tyfta, 15 baga, 17 ríkt, 20 aða, 22 rósin, 23 kætin,
24 arana, 25 róaði.
Lóðrétt | 1 tapar, 2 kýlum, 3 aumt, 4 stel, 5 élinu, 6 tuska,
10 erfið, 12 ata, 13 bar, 15 borga, 16 gusta, 18 ístra, 19
tonni, 20 anga, 21 akur.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Kvikmyndir
Háskólabíó | Norrænir Kvikmyndadagar,
síðasti dagur: Kops kl. 18, Midsommer kl.
18, Smala Susie kl. 20, Mors Elling kl. 20,
Buddy kl. 22, Miffo kl. 22
Myndlist
Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson sýnir
„Arkitektúr“. Kristján vinnur verk sín í
ýmsa miðla og gerir tilraunir með form og
aðferðir í myndlist, m.a. með því að leika
sér með skynjun á því hvað teikning er.
Gerðuberg | Sýningin nefnist Efnið og and-
inn en þar sýnir Guðríður listsaum. Við
hverja mynd hefur listakonan samið ljóð.
Sýningin stendur frá 5. nóv–16. jan.
Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum Jónu
Þorvaldsdóttur og Izabelu Jaroszewska.
Nánari upplýsingar á heimasíðum lista-
mannana: www.jaroszewska.eaf.com.pl og
www.jonathor.is.
Hafnarborg | Sýning á verkum Boyle-
fjölskyldunnar frá Skotlandi.
Hrafnista Hafnarfirði | Sýning á verkum
Sigurjóns Björnssonar í menningarsalnum
stendur til 16. nóvember. Sigurjón fékkst
við myndlist í frístundum til ársins 1956 en
hætti þá að mestu vegna starfsanna. Eftir
að Sigurjón komst á eftirlaun fór hann aft-
ur að mála og eru margar myndir á sýning-
unni málaðar á Hrafnistu. Kl. 10–10.
Kaffi Espresso | Nú stendur yfir sýning
Guðmundar Björgvinssonar listmálara. Um
er að ræða akrýlmálverk og er viðfangs-
efnið mannlífið. Sýningin stendur til 15. nóv.
Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur |
Listakonan Heidi Strand sýnir textílverk
sín milli 10 og 18.
Söfn
Kringlan | Sýning á vegum Borg-
arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringl-
unnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jóla-
haldi landsmanna og sérstaklega fjallað
um jólin 1974, m.a. sýnd jólakort frá ýms-
um tímum. Einnig fjallað um hvað var að
gerast í Reykjavík árið 1974. Opin á sama
tíma og Kringlan. www.skjaladagur.is.
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein-
ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem
að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í
skjölum. Tilviljað að rifja upp með fjölskyld-
unni minningar frá árinu 1974.
Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Ís-
lands er með sýningu um „Árið 1974 í
skjölum“, á lestrarsal safnsins að Lauga-
vegi 162. Sýnd eru skjöl sem tengjast
þjóðhátíðinni 1974, skjalagjöf Norðmanna
og opnun hringvegarins. Opin skjaladaginn
13. nóv. kl. 11–15, en annars á sama tíma og
lestrarsalur.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun fyrir efnalitlar einstæðar
mæður með börn á framfæri er á mið-
vikudögum kl. 14–17 að Sólvallagötu 48.
Svarað er í síma 5514349 þri.–fim. kl 12–16
og þá er einnig tekið við fatnaði, mat-
vælum og öðrum gjöfum.
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands |
Aðstoð við börn innflytjenda við heima-
nám og málörvun. Það eru kennarar á eft-
irlaunum og nemar við H.Í sem sinna að-
stoðinni í sjálfboðavinnu. Aðstoðin er veitt
í Alþjóðahúsinu á mánudögum kl. 15–16.30.
Aðstoðin er fyrir börn á aldrinum 9–13 ára.
Skráning í s. 545 0400.
Verslunin La Senza | La Senza tekur þátt í
átaki til styrktar rannsóknum á brjósta-
krabbameini. Brjóstamæling er ókeypis
þjónusta sem La Senza býður uppá og fyrir
þær konur sem koma í mælingu á tíma-
bilinu 15. október til 15. nóvember greiðir
La Senza 100 kr. til Krabbameinsfélagsins
til styrktar rannsóknum á Íslandi.
Námskeið
www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið
fyrir byrjendur verður 28. nóvember kl. 13
18 að Völuteigi 8 í Mosfellsbæ. Skráning á
ljosmyndari.is eða 898–3911 Leiðb. Pálmi
Guðmundsson.
www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið
fyrir byrjendur verður 27. nóvember kl. 13
18 að Völuteigi 8 í Mosfellsbæ. Skráning á
ljosmyndari.is eða 898–3911. Leiðb. Pálmi
Guðmundsson.
Málstofur
Kennaraháskóli Íslands | Samræmd próf
og einstaklingsmiðað nám er efni opinnar
málstofu í KHÍ 17. nóvember kl. 16.15.
Fjallað verður um það hvernig auknar
áherslur á samræmd próf og hug-
myndafræði einstaklingsmiðaðs náms fara
saman og hvort aukin áhersla sé á sam-
ræmd próf í andstöðu við jafnréttissjón-
armið.
Málþing
Umferðarstofa | Umferðarþing Umferð-
arstofu og Umferðarráðs verður haldið á
Grand Hótel, Reykjavík dagana 25. og 26.
nóvember n.k. Skráning er hafin á heima-
síðu Umferðarstofu á http://www.us.is/
page/umferdarfraedsla.
Fundir
Borgarleikhúsið | Samstöðufundur með
Palestínu. Steingrímur Hermannsson,
fyrrv. forsætisráðh. Ögmundur Jónasson,
form. BSRB og Sveinn Rúnar Hauksson,
form. FÍP ávarpa gesti. Ljóð og tónlist:
Diddú, Vilborg Dagbjartsdóttir og KK. Að-
gangur ókeypis. Félagið Ísland–Palestína í
samvinnu við samtök launafólks o.fl.
Spegillinn – Aðstandendahópur | Grúppu-
fundur fyrir aðstandendur átrösk-
unarsjúklinga (anorexiu / bulimiu) er hald-
inn annan hvern mánudag kl. 20 á Túngötu
7. Allir velkomnir. Frekari uppl. á heimsíðu
Spegilsins http//:www.spegillinn.is.
Íþróttir
Hellisheimilið | Næsta hraðkvöld Hellis fer
fram í kvöld 15. nóv. og hefst kl. 20 og eru
tefldar 7 umferðir með 7 mínútna umhugs-
unartíma. Hraðkvöld Hellis fara fram í
Hellisheimilinu, Álfabakka 14a, þriðju hæð.
Sjá nánar á www.hellir.com.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Í ár bjóðum við uppá
þá nýjung að hægt er að fara frá Reykjavík
eða Hvolsvelli. Verð 9400/10900 eða
6700/8900 kr. Börn 6 ára og yngri fá frítt
og börn 6–16 ára eru á hálfu gjaldi. Kjörin
ferð til að upplifa byrjunin á aðventunni í
faðmi fjölskyldunnar og Bása.
Ferðafélagið Útivist | Mánudagur. Útivist-
arræktin, gengið frá gömlu Toppstöðinni í
Elliðaárdalnum kl. 18. Fimmtudagur. Úti-
vistarræktin, gengið frá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18.
Ferðafélagið Útivist | Útivist ætlar að nota
styrk úr starfsmenntaráði til að fræða far-
arstjóra félagsins og gera þá hæfari til að
starfa fyrir félagið. Í vetur er áætlað að
halda mörg námskeið. Námskeiðin eru
auglýst á www.utivist.is. Þau verða haldin í
húsakynnum Útivistar að Laugavegi 178.
Nauðsynlegt að skrá sig.
Ferðafélagið Útivist | Árviss aðventuferð
jeppadeildar í Bása verður 4. til 5. desem-
ber. Lagt verður af stað frá Hvolsvelli kl. 10
á laugardagsmorgunn. Fararstjórar eru
Guðrún Inga Bjarnadóttir og Guðmundur
Eiríksson. Verð 2400/2900 kr.
Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer á
mánudögum frá gömlu Toppstöðinni í
Elliðaárdalnum kl. 18.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
ÓL í Istanbúl.
Norður
♠G3
♥862 N/Enginn
♦K1084
♣DG43
Vestur Austur
♠ÁD ♠K1096542
♥D97543 ♥KG
♦G7 ♦5
♣752 ♣1096
Suður
♠87
♥Á10
♦ÁD9632
♣ÁK8
Sömu spil voru spiluð í úrslita-
leikjunum tveimur, í opna flokknum
milli Ítala og Hollendinga, og í
kvennaflokki milli Rússa og Banda-
ríkjamanna. Í opna flokknum vakti
austur á þremur spöðum á báðum
borðum í spilinu að ofan. Hollending-
urinn í suður valdi að passa og þar
lauk sögum. Vörnin var ónákvæm og
sagnhafi fékk níu slagi: 140. Á hinu
borðinu doblaði Lauria þrjá spaða og
spilaði svo fimm tígla eftir sömu
sagnir og á öðru borðinu í kvenna-
flokki:
Vestur Norður Austur Suður
Sokolow Pono Molson Gromova
-- Pass 3 spaðar Dobl
Pass 4 lauf Pass 4 tíglar
Pass 5 tíglar Allir pass
Fimm tíglar er fallegur samning-
ur og vinnst slétt: 400 í NS. Ítalir
unnu því stórt á spilinu í opna
flokknum, og það gerðu rússnesku
konurnar einnig í kvennaflokknum.
Hinum megin vakti austur varlega á
„multi“ tveimur tíglum til að sýna
veika tvo í öðrum hálitnum:
Vestur Norður Austur Suður
Gala. Mayers Lebedeva Montin
-- Pass 2 tíglar * 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Innákoma Montin á tveimur
gröndum er vanhugsuð, því hún get-
ur búist við að litur norðurs sé spaði.
Mayers hlaut að hækka í þrjú grönd
og Galaktinova var ekki í vandræð-
um með að lyfta spaðaás í byrjun,
svo vörnin fékk fyrstu sjö slagina:
þrír niður og 11 IMPar til Rússa.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. a3
g6 5. g3 Bg7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 d6 8.
h3 Rd4 9. e4 c6 10. d3 Rxf3+ 11.
Dxf3 a5 12. Be3 a4 13. Had1 Rd7
14. De2 Rc5 15. f4 exf4 16. gxf4 f5
17. e5 De7 18. Df2 Re6 19. exd6
Dxd6 20. d4 g5 21. d5 Rxf4 22.
dxc6 Db8 23. Bc5 bxc6 24. Bxf8
Bxf8 25. Hd8 Dc7 26. Hfd1 Kf7 27.
Re2 Rxg2 28. Kxg2 Ha5 29. Df3
Be7 30. Dh5+ Kg7 31. De8 He5 32.
Dh8+ Kh6 33. Rg3 Be6
Staðan kom upp á Ólympíu-
skákmótinu sem lauk fyrir skömmu
í Calviu á Mallorca. Skoski stór-
meistarinn Paul Motwani (2.544)
hafði hvítt gegn Helga Ólafssyni
(2.531). 34. H8d6! og svartur gafst
upp enda yrði hann mát eftir 34. –
Bxd6 35. Df6#.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
LISTAMAÐURINN Haukur Dór opnaði á
laugardag myndlistarsýningu á Veggnum í
Mirale.
Haukur Dór hélt sína fyrstu sýningu á
Mokka 1962 eftir fjögur ár á kvöld-
námskeiðum í Myndlistaskólanum í
Reykjavík, en seinna sama ár hélt hann
utan til náms í myndlist við Edinburgh
College of Art í Skotlandi og þaðan í Köb-
enhavns Kunst Akademi í Danmörku.
Eftir námið setti hann upp vinnustofu og
vann jöfnum höndum sem málari og leir-
listarmaður.
Eftir margra ára búsetu í Danmörku og
ársnámsdvöl á Spáni sneri Haukur Dór
aftur til Íslands. Hann er nú búsettur hér
á landi og hefur alfarið snúið sér að mál-
aralist.
Á fjörutíu ára ferli hefur Haukur Dór sýnt
reglulega á Íslandi og erlendis.
Verk Hauks eru óhlutbundin, en hann
bregður nokkuð á leik með form og liti og
má greina nokkurs konar dansandi form í
myndum hans.
Sýningin er opin á afgreiðslutímum Mi-
rale, en hún stendur til 5. des.
Frá Mokka yfir á Mirale
Fréttir á SMS
50 ÁRA afmæli. Ídag, 15. nóv-
ember, er fimmtug
Helga Hannesdóttir,
Álftártungukoti.
Í tilefni afmælisins
tekur hún á móti gest-
um í félagsheimilinu
Lyngbrekku laug-
ardaginn 20. nóvember frá kl. 20.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is