Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 35
VINCE VAUGHN BEN STILLER
www.laugarasbio.is
DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP
Nýr og betri
Sýnd kl. 6.
Þorirðu að velja á milli?
Toppmyndin á
Íslandi í dag
Hverfisgötu ☎ 551 9000
Gwyneth Paltrow lJude Law Angelina Jolie
kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.
Kr. 500
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára.
J U L I A N N E M O O R E
HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR
UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT?
SÁLFRÆÐITRYLLIR AF BESTU GERÐ
SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
Engin bjór... ekkert net...
endalaust diskó......
en svo kom pönkið!
Frábær heimildarmynd um
pönkið og Fræbblanna!
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
www.regnboginn.is
Mbl.
Tvíhöfði
Dr. Gunni.
„Skyldumæting“
DV.
Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON
PIERCE BROSNAN
SALMA HAYEK
WOODY HARRELSON
DON CHEADLE
Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON
PIERCE BROSNAN
SALMA HAYEK
WOODY HARRELSON
DON CHEADLE
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.
Ein besta spennu- og grínmynd ársins
Ein besta spennu- og grínmynd ársins
Billy Bob Thornton
er slæmi jólaveinninn
Frumsýnd 18. nóv
...þú missir þig af hlátri
og hættir að trúa á jólasveininn!
Frábær gamamynd
Frumsýnd
18. nóv
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 35
Einni stærstu og þekktustukvikmyndahátíð Frakk-lands, fyrir utan Cannes-
hátíðina, er nýlokið í Montpellier.
Það er Miðjarðarhafshátíðin, Fest-
ival Cinéma Méditerranéen, haldin
í 26. skipti, vel sótt, mjög fjölbreytt.
Hluti af hátíðinni var helgaður
uppáhaldinu, Orson Welles, og
þangað tók ég strikið í stað þess að
kasta mér á eitthvað nýtt frá Slóv-
eníu, Bosníu, Rúmeníu.
Það má líta svo á að þessi höf-
uðsnillingur kvikmyndasögunnar,
eins og hann er kallaður í pró-
gramminu, hafi flúið Bandaríkin ár-
ið 1948, þegar hann fór til Evrópu
og vonaðist til að geta fundið mynd-
um sínum betri jarðveg. Hann
skildi eftir sig slóð af hálfköruðum
meistaraverkum á löngu Miðjarð-
arhafsflippi – Spánn, Frakkland,
Ítalía, Júgóslavía, Marokkó.
Á hátíðinni í Montpellier skoðaði
ég sjónvarpsmynd sem hann gerði
um nautaat í höfuðborg þess, Ma-
drid, árið 1955. Það er sama hverju
Orson Welles kemur nálægt, alltaf
snilldartaktar, og þóttu mér aðrir
sjónvarpsmenn blikna borið saman
við hann sem nautaats-fréttaskýr-
anda. Og ég efast um að því barbar-
íska sjói undir glæsileikaslæðunni
hafi verið gerð betri skil á mynd í
annan tíma.
Enn ein ókláruð mynd eftir Or-
son Welles var heimildarmynd frá
Frakklandi, ca 1955, sem Frakkar
tjösluðu nýlega saman og gerðu
heimildarmynd utan um hana. Hún
fjallar um eitt frægasta sakamál
Frakklands og heitir Dominici mál-
ið. Ensk yfirstéttarhjón og tíu ára
dóttir eru myrt uppi í afskekktri
franskri sveit, þar sem þau hafa
slegið tjaldi sínu yfir nótt. Gamli
bóndinn á bænum er sakfelldur, en
við sögu
koma líka
synir hans.
Annar
þeirra lá
fyrst undir
grun, enda
hafði hann hróflað við líkunum og
flutt þau til áður en lögregla kom
að.
Tilfinning Orson Welles fyrir
fólki og aðstæðum er næm og sterk,
og seint gleymist andlitið á grá-
skeggjuðum öldungnum sem var
fundinn sekur, og svo leystur úr
fangelsinu, af de Gaulle. Áfram var
hann lokaður á stofnun og Orson
Welles myndaði hann þar úti undir
múrveggnum þannig að sjaldan
hafa innilokun verið gerð betri skil
á mynd.
Snillingurinn Orson Welleshættir aldrei að koma manniá óvart. Ég er nýbúin að
skoða á dvd frábæra mynd eftir
hann um þýskan stríðsglæpamann
sem er eltur uppi í Bandaríkjunum.
Myndin heitir The Stranger, frá
1946. Orson Welles leikur vonda
manninn og stjórnar myndinni.
Þetta er ein allra besta spennu-
mynd sem ég hef séð, innihaldsþétt,
með miklum tilþrifum í mynd. Ekki
spillir Edward G. Robinson sem
hinn slyngi stríðsglæpaveiðimaður.
Það er ekki hægt annað en hvetja
alla þá sem á annað borð horfa á
bíómyndir til að fiska upp hvern bút
sem til er eftir Orson Welles. Fyrir
nú utan það að horfa á meist-
araverkin sér til hugarvíkkunar
með reglulegu millibili, ekki síst
Citizen Kane. Þar er Orson Welles
höfundur í orðsins fyllstu merk-
ingu, eða eins manns hljómsveit:
leikstjóri, handritshöfundur, fram-
leiðandi og aðalleikari - tuttugu og
fimm ára, takk.
Bíókvöld kringum Orson Welles
Snillingurinn og
Miðjarðarhafið
„Snillingurinn“
Orson Welles.
Steinunn Sigurðardóttir
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122