Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 37 LAND Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur AKUREYRI Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI 4 og 6. Ísl tal./4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal. H.L.Mbl.  ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 . Ísl tal. Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki! SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.40, 5.50, 8 OG 10.10. P P F O R L A G Sími: 568-7054 www.ppforlag.is „ ... gjörsamlega undur- samlegur og heillandi lestur.“ Södermanlands Nyheter „ ... vel unnin í öllum smáatriðum, bregður upp mismunandi fegurð af vægðarlausri nákvæmni. Sannfærandi skáldsaga, athyglisverð glæpasaga.“ Blekinge Läns Tidning IMAGO – drengurinn í mýrinni Leiðb. út söluv. 3. 490,- Tilboðsv erð 30% afsl.: 2.4 90,- „GRALLI Gormur er rottulegur músastrákur sem býr hjá galdra- norn og þarf á hjálp barnanna að halda til að töfra fram stafi og staf- setja orð.“ Þannig lýsir Bergljót Arnalds að- alpersónunni í nýjum tölvuleik, Gralla Gormi, sem hún bjó til og er nýkominn í verslanir. Á diskinum eru fimm mismunandi leikir sem börn geta spilað og á sama tíma þjálfað sig í lestri og fínhreyfingum. Bergljót segir að hugmyndin að leiknum sé að krakkar geti haft gaman af því að læra og leikið sér í leiðinni í tölvunni. Þetta er ekki fyrsti tölvuleikurinn sem Bergljót gerir, því hún gaf einn- ig út tölvuleikinn Stafakarlarnir, sem varð geysivinsæll og seldist vel. Hann miðaðist einnig að því að þjálfa börn í lestri og segir Bergljót að leikirnir séu af svipuðum toga, þó þeir séu ólíkir. Gralli Gormur varð til sem sögu- persóna í bók sem Bergljót skrifaði og heitir Gralli Gormur og stafaseið- urinn mikli. Í tölvuleiknum er hægt að velja um fimm ólíka leiki til að spila. Í einum leiknum á að hjálpa Gralla að galdra fram alla stafina í íslenska stafrófinu. Í öðrum flýgur nornin, sem Gralli býr hjá, á kúst- inum sínum en á móti henni streyma alls konar stafir. Til að stafa ákveðið orð þarf nornin að gleypa þá stafi sem eru í orðinu en ef hún gleypir vitlausan staf ropar hún herfilega, að sögn Bergljótar. Þriðji leikurinn er útgáfa af hinum þekkta leik „Hangman“ þar sem Gralli Gormur heldur á níu blöðrum og þarf sá sem spilar að geta upp á réttu orði. Í hvert skipti sem hann gerir vitlaust springur ein blaðran. Fjórði leik- urinn er svo feluleikur þar sem Gralli hefur falið sig og krakkarnir þurfa að finna hann. Síðasti leik- urinn er svo föndurhorn þar sem not- endur geta sett saman eigin myndir með per- sónum og bak- grunnum úr leiknum. Aðspurð hvort leikurinn sé hugsaður til kennslu í skólum segir Bergljót að leikurinn sé fyrst og fremst seldur á almennum markaði. „Hins vegar hefur bókin um Gralla ratað inn í marga skóla, svo það er aldrei að vita með diskinn,“ segir hún. Bergljót er menntuð leikkona og hefur auk þess að skrifa barnabæk- ur skrifað leikrit og handrit fyrir út- varp og sjónvarp. Hún starfaði í tvö ár fyrir SkjáEinn og sá þar um þátt- inn 2001 Nótt, sem var barnaþáttur. Hún hefur verið búsett hér á landi en gerði tilraun til að flytja til Par- ísar í haust, eins og hún segir sjálf. Flutningarnir hafa hins vegar geng- ið hægt, enda hefur hún þurft að vera mikið hér á landi vegna útkomu disksins. „Það er ennþá á stefnu- skránni að flytja til Parísar og ég tek flugið þangað strax í fyrramálið,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Nýr tölvuleikur kom út á föstudaginn Bergljót Arnalds er að gefa út sinn annan tölvuleik. Báðir leikirnir miða að því að veita börnum færi á að læra að lesa og stafsetja. Músastrákurinn Gralli hjálp- ar krökkum að stafsetja MUGISON hélt útgáfutónleika í Ed- inborgarhúsinu á Ísafirði á laug- ardaginn til að kynna nýja plötu sína Mugimama Is this Monkey- music? Platan hefur fengið af- bragðs dóma og af stemmningunni á Ísafirði að dæma var ekki annað að sjá en áhorfendum líkaði tónlist- in vel. Rúmlega 100 manns mættu á tónleikana. Mugison er nú á tónleikaferð um landið og verður á Egilsstöðum í kvöld og Seyðisfirði á þriðjudags- kvöldið. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Mugison var með tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gærkvöldi. Mugison á Ísafirði RAPPARINN þekkti, Ol’ Dirty Bastard, eða O.D.B eins og hann kall- aði sig undir það síðasta, varð bráðkvaddur á laugardaginn, 35 ára að aldri. Dánarorsök er ekki þekkt en Ol’ Dirty hné niður í upptökustúdíói og lést skömmu síðar. Hann hafði kvartað undan verkjum fyrir brjósti og átti við eiturlyfjavanda- mál að stríða. Hann hafði auk þess orðið fyrir skoti í skotárás fyrir nokkrum árum. Ol’ Dirty hét upphaflega Russell Jones og kom raunar fram undir ýmsum nöfnum á ferli sínum, þ. á m. Dirt McGirt og Big Baby Jesus. Hann var þekktastur fyrir að hafa verið í rappsveitinni Wu-Tang Clan í upphafi tíunda áratugarins en í hljómsveitinni voru níu valinkunnir rapparar, þar á meðal Method Man, RZA og Ghostface Killah. Wu-Tang átti miklum vinsældum að fagna meðal yngri kyn- slóðarinnar hér á landi og átti ekki síst þátt í að koma rappi á kortið með- al íslenskra ungmenna. Ol’ Dirty þótti skraut- legur og lenti í ýmiskon- ar ævintýrum um ævina og komst oftar en ekki í kast við lögin. M.a. var hann dæmd- ur í tveggja til fjögurra ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa fíkniefni und- ir höndum. Samstarfsmenn hans hafa þó minnst Ol’ Dirty með miklum hlý- hug í erlendum fjölmiðlum eftir andlát hans og segja hæfileikaríkan tónlistarmann látinn. Ol’ Dirty Bastard bráðkvaddur Ol’ Dirty Bastard var í hinni geysivinsælu rapp- sveit Wu-Tang Clan. LEIKKONAN Angelina Jolie lét sig ekki muna um að sveifla þessari myndarlegu slöngu um hálsinn á sér þegar hún kom fram í þýska sjónvarpsþættinum Wetten Dass...? Titil þáttarins mætti þýða sem „Viltu veðja?“ og er hann einn vin- sælasti þátturinn í þýsku sjónvarpi. Reuters Angelina hvergi bangin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.