Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 17 ERLENT TUGÞÚSUNDIR manna söfnuðust í gær saman á Sjálfstæðistorginu í Kíev, höfuðborg Úkraínu, og í fleiri borgum til að mótmæla stjórnvöldum og meintum kosningasvikum þeirra. Er búið var að telja meira en 99% at- kvæða í forsetakosningunum á sunnudag var Viktor Janúkovítsj for- sætisráðherra kominn með 49,42% en keppinautur hans, Viktor Jústsj- enkó, með 46,69%. „Ég trúi því að ég hafi sigrað en ríkisstjórnin … stóð fyrir viðamiklum kosningasvikum á Donetsk- og Lúgansk-svæðunum,“ sagði Jústsjenkó í ræðu á torginu. Kjörsókn var sögð hafa verið um 96% í umræddum tveimur héruðum sem eru í austanverðu landinu. Meirihluti íbúanna þar er rússnesku- mælandi og vitað var að stuðningur væri þar mikill við forsætisráð- herrann. Á landsvísu var kjörsókn um 78%. Borgarstjórnir í Kíev og annarri stærstu borg landsins, Lvív, sögðust neita að taka niðurstöður stjórnvalda gildar. Erlendir eftirlitsmenn sögðu kosn- ingarnar ekki hafa farið fram í sam- ræmi við vestrænar lýðræðishefðir. Meðal annars hefði ríkisfjölmiðlum verið beitt blygðunarlaust í þágu Janúkóvítsj. „Seinni umferð forseta- kosninganna fullnægði ekki fjölda skilyrða sem eru forsenda lýðræðis- legra kosninga,“ sagði Bruce George, yfirmaður nefndar Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í Kíev. Rússar studdu ákaft Janúkóvítsj og Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendi honum skeyti með hamingju- óskum. Stjórn Úkraínu sök- uð um kosningasvik Reuters Stuðningsmenn Jústsjenkós á Sjálf- stæðistorginu í Kíev í gær. Kíev. AFP, AP. ENN er ekkert vitað um afdrif einn- ar milljónar Íraka sem hurfu í stjórnartíð Saddams Husseins, að sögn Bakhtiars Amins, ráðherra mannréttinda í bráðabirgðastjórn landsins, í gær. Þegar hafa fundist 283 fjöldagrafir en skortur á rétt- armeinafræðingum gæti valdið því að 30 ár liðu áður en hægt yrði að staðfesta hvað varð um hina horfnu. Aðeins 20 réttarmeinafræðingar væru í Írak. „Saddam breytti landinu í glæpa- safn, land fjöldagrafanna,“ sagði ráðherrann og sagðist búast við að enn fleiri grafir ættu eftir að finnast. Milljón manna saknað Sarajevo. AFP. STJÓRNVÖLD í Íran lýstu yfir því í gær, að þau ætluðu að frysta alla starfsemi tengda auðgun úrans og hefðu þegar hafist handa við það. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, fagnaði yfirlýsingunni og taldi hana draga úr ótta við, að Íranir hyggist koma sér upp kjarnavopnum. „Við ætlum að standa við gerða samninga og í samræmi við það höf- um við þegar byrjað að frysta þá starfsemi, sem hafin var við að auðga úran,“ sagði Abdollah Ramazanz- adeh, talsmaður Íransstjórnar. Mohamed ElBaradei, yfirmaður IAEA, fagnaði yfirlýsingunni og sagði, að vonandi gætu eftirlitsmenn stofnunarinnar staðfest það strax á fimmtudag, að vinna við auðgun úr- ans hefði verið stöðvuð. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írana í síðustu viku um að vinna að þróun eldflauga, sem borið gætu kjarnaodda. Kvaðst hann hafa séð gögn, sem bentu til þess. Segjast hættir að auðga úran Teheran. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.