Morgunblaðið - 23.11.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.11.2004, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans. ÆFINGABOLTAR FRÁ polafsson.is Trönuhrauni 6 // 220 Hafnarfjörður // Sími: 565 1533 Væri Peter Carl Fabregénú á lífi, sá sem bjó tilhin frægu gullskreyttupáskaegg fyrir síðustu rússnesku keisarahjónin, mætti hann bara fara að vara sig, hugsaði ég þegar ég horfði á hin glæsilegu skrautegg sem Hildur Ársælsdóttir hefur búið til á síðustu mánuðum í litlu herbergi í íbúð sinni uppi í Grafarvogi. Þau eru af mismun- andi stærðum, allt frá hænueggjum upp í strútsegg. En eins og gefur að skilja hafa þau geng- ið í gegnum talsverða umbreytingu til þess að verða að þeim skraut- gripum sem þau nú eru. En það er einmitt kúnstin – að umbreyta venjulegum hænu- eða gæs- areggjum í skrautgripi. Hvern- ig skyldi standa á að Hildur hófst handa við þessar aðgerðir? „Ég datt inn í þetta á Net- inu,“ svarar Hildur. „Ég sá þar jólaegg með myndum af Maríu og Jesú- barninu og datt í hug að kannski væri hægt að setja aðrar myndir á eggin. Það eru tvö ár síðan ég rakst á þetta á Netinu en framan af var ég bara að velta þessu fyrir mér.“ Hildur starfar á sambýli og eyðir nú nánast öllum frístundum sínum í eggjagerðina og skortir greinilega ekki handlagnina. Fékk það sem til þurfti frá Ástralíu og Ameríku „Ég byrjaði á að kaupa egg og blása þau. Ég kunni að blása egg frá því í gamla daga þegar ég var að búa til mál- uð páskaegg. Svo fór ég að lesa mér meira til og loks komst ég í samband við konu í Ástralíu sem sendi mér allt það sem ég þurfti á að halda til að geta skreytt eggin. Hún hefur raunar taugar til Ís- lands, systir hennar kynnt- ist manninum sínum í Vík í Mýrdal fyrir 20 árum.“ En hvað skyldi það vera sem gerir eggin svona gljá- andi eins og úr postulíni séu? „Ég lakka þau tólf sinnum og læt þau þorna á milli um- ferða, sem og þarf ég að pússa þau fyrir hverja lakkumferð. Ég hef brotið fjölda eggja í þessum tilraunum og einnig vildi áletrunin á eggjunum leka til, ég hef verið í tæpt ár að þreifa mig áfram en hef nú komist upp á lagið með réttu aðferðina.“ Strútseggin afar spennandi Ég hef notað hænuegg og íslensk gæsaegg. Kunningjakona mín í Ástr- alíu sendi mér þarlend gæsaegg og strútsegg. Þau síðarnefndu eru með 2 millimetra skurni, mér finnst þau mjög spennandi efniviður. Einn vinur okkar hjóna hefur útbúið fyr- ir mig sérstaka loftdælu til þess að blása með eggin, svo ég nota ekki lengur gömlu munnaðferðina. Maðurinn minn sér um að hreinsa eggin. Ég sé um að mála og prenta út það sem ég set á egg- in. Það þarf að prenta myndirnar á sérstakan pappír sem ég fæ frá Ameríku, ég hef þurft að leita víða fanga við þetta.“ Eins og fyrr sagði eru egg Hild- ar mörg hver afar skrautleg – skyldu egg sjálfs Fabregé vera fyr- irmynd þeirra? „Já eiginlega er það svo, skreyt- ingarnar eru þaðan ættaðar sumar en auðvitað nota ég hvorki gull né gimsteina. Ég hef hins vegar séð egg á Netinu sem eru skreytt með gulli og eðalsteinum og seljast fyrir stórfé, jafnvel milljónir króna. Þessi eggjalist á sér margra alda sögu í Evrópu að mér skilst, þó ekki á Norðurlöndum að því ég best veit. Hér á Íslandi veit ég ekki um neinn sem er í þessu nema sjálfa mig.“ Hvað með sölu á fram- leiðslunni? „Ég byrjaði að kynna þessa eggja- gerð í sumar en núna fyrir jólin verð ég með framleiðsluna í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Fólk hefur í ríkari mæli pantað hjá mér egg að und- anförnu, einkum egg með mynd- um. Þau eru keypt í skírnar-, brúðkaups- og af- mælisgjafir. Göm- ul kona sá svona egg og var ösku- reið þegar henni var sagt hvernig þau væru búin til. „Öllu má nú ljúga í mann,“ sagði hún og fór án þess að næðist að út- skýra betur fyrir henni hvernig að væri farið.“ Lampafætur og skálar úr eggjum Eru svona handgerð egg ekki dýr? „Auðvitað eru svona handgerðir hlutir dýrari en verksmiðjufram- leiðsla en ég fæ samt ekki mikið tímakaup, ég hef bara gaman af þessu, annars væri ég ekki við þetta. Ég er bara í þessu með manninum mínum, ég vil byrja smátt og sjá hvernig gengur.“ En er hægt að búa til margt úr eggjunum? „Já, mjög margt, ég hef séð á Netinu bæði lampafætur, skálar og margt fleira. Ég hef lesið það sem ég hef komist í um eggjagerðina, það er forvitnilegt að sjá hvaða aðferðir aðrir nota. Ég hef t.d. komist í sam- band við konu í Argentínu sem bæði er í eggjagerð en er einnig með svokallað kalt postulín. Ég hef hug á að fá hana til að gera fyrir mig postulínstré sem ég gæti svo búið til egg á, t.d. kríuegg. Þannig mætti búa til glæsilegt ættartré með myndum og áletr- unum á eggjunum fyrir hvern einstakling.“ Eins og fram hefur komið er hægt að kynna sér skraut- eggjaframleiðslu Hildar um helgar í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Þar kvaðst hún geta skrifað á tilbúin egg á staðnum en það tekur um viku að fá myndir settar á eggin. Einnig verða egg með perlum og gyllingu til sölu og þau stærri má nota t.d. sem skartgripaskrín.  HANDVERK | Fékk hugmyndina á Netinu Hænueggin verða að handgerðum skrautgripum Hildur Ársælsdóttir býr til falleg skrautegg. Guðrún Guðlaugsdóttir fór til hennar og fékk að sjá þessi stórfallegu og óvenjulegu egg sem vart eiga sína líka á Íslandi. Morgunblaðið/Jim Smart Egg Hildar eru með ýmsum hætti. Hildur Ársælsdóttir með eitt skrauteggja sinna. Með sérstökum aðferðum eru myndir prentaðar á eggin. Eins og sjá má eru þessi egg Hildar verulega falleg. Áhugasamir geta sent póst á egglist@internet.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.