Morgunblaðið - 23.11.2004, Side 42

Morgunblaðið - 23.11.2004, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR andstæður einkenndu tónleika Camerarctica í Bústaða- kirkju á sunnudagskvöldið. Fyrir hlé gat að heyra glaðlega kvart- etta bæheimska tónskáldsins Heinrich Ignaz Franz von Biber, en í seinni hálfleik var endað á þrettánda strengjakvartettinum eftir Shostakovich. Hann minnir óþægilega á tónlistina úr kvik- myndinni Psycho. Biber er ekki mjög þekktur hér á landi, en hann var uppi á ár- unum 1644 til 1704 og var heims- frægur fiðluleik- ari auk þess að vera tónskáld. Kvartettarnir sem leiknir voru á sunnudags- kvöldið eru fal- legar tónsmíðar, kannski ekki mjög rismiklar en láta vel í eyr- um, sérstaklega sem bakgrunnstónlist. Flutningur Camerarctica var á margan hátt ágætur; helst mátti finna að dálít- ið bragðdaufri spilamennsku Hildigunnar Halldórsdóttur, en fiðlan hennar var heldur mjóróma og karakterlaus. Að öðru leyti var túlkunin lífleg og í anda tón- skáldsins; hraðaval var sannfær- andi og laglínurnar yfirleitt rétt mótaðar af hópnum í heild. Hugs- anlega hefðu styrkleikabrigði þó mátt vera ríkulegri til að draga betur fram spennuna í tónlistinni. Tveir strengjakvartettar eftir Shostakovich, sá sjöundi og sá þrettándi, voru sömuleiðis nokkuð góðir; krafturinn sem einkennir flest verk tónskáldsins var til staðar í þeim fyrri og stemning í þeim síðari var töluvert dulúðug. Heildarhljómurinn var þó örlítið hrár og sumt var ekki alveg hreint, en þar eð rétta andrúms- loftið var til staðar gerði það lítið til. TÓNLIST Kammermúsíkklúbburinn Verk eftir Biber og Shostakovich í flutn- ingi Camerarctica, sem samanstóð af Hildigunni Halldórsdóttur, Sigurlaugu Eð- valdsdóttur, Guðmundi Kristmundssyni (í Biber), Jónínu Auði Hilmarsdóttur (í Shostakovich), Sigurði Halldórssyni og Guðrúnu Óskarsdóttur (í Biber). Sunnu- dagur 21. nóvember. Bústaðakirkja Jónas Sen Dmitri Shostakovich TVÆR ljósmyndasýningar með trúarlegu ívafi standa nú yfir í Sverrissal og Apoteki í Hafn- arborg. Annars vegar er það sýn- ing Jónu Þorvaldsdóttur, Á mörk- um veruleikans, og hins vegar sýning Izabelu Jaroszewsku, De Profundis. Er það markmið Jónu að sýna heim handan hins sjáanlega heims, þó með því að mynda veru- leikann. Með tilheyrandi skugga- spili og þokukennd í svarthvítum myndum nær hún að skapa næga dulúð í til að gefa mynd af óáþreifanlegum veruleika. Jónu er augljóslega mikið í mun að skapa rétta stemmningu og fer alveg að mörkum í dramatík í þeim efnum, kannski yfir strikið í sumum til- fellum. Það virðist málið þessa dagana að hafa „soundtrack“ með myndum á sýningum í Hafnar- borg. Hugleiðslumúsik eftir Frið- rik Karlsson hljómar í hátölurum svo maður svífur um salinn í léttu móki. Kyrrlátar myndir, kyrrlát músik og vissulega notaleg stund. Sýning pólsku listakonunnar Izabelu Jaroszewsku í Apoteki er öllu innihaldsríkari að mínu mati, enda ber yfirskriftin þess merki, De Profundis sem lauslega þýðir dýpt. Leitast hún við að mynda fólk í tilbeiðslu sem er án efa feg- ursta ástand mannsins. Hefur listakonan kosið að mynda Karm- elíta-systur á Póllandi og Íslandi og vinnur jafnframt í sumar myndirnar þannig að ljósgeislar virðast fylgja systrunum. Mynd- irnar eru litlar og þykir mér það vel við hæfi, ýtir undir auðmýkt. Ég verð þó að játa að mér finnst að listakonan hefði mátt kafa dýpra þegar hún hugaði að fram- setningunni, dökkt og mikið kart- on gleypir myndirnar og lokar á hrynjandi í rýminu. Spurning hvort rammalausar myndir á MDF eða frauði hefðu ekki gefið rýminu meiri fyllingu þótt þær tækju minna pláss. Fókusinn hefði þá verið á myndirnar í rýminu en ekki í römmunum og nærvera þeirra fengið að njóta sín til fulls. MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11– 17. Sýningu lýkur 29. nóvember. Ljósmyndir – Jóna Þorvaldsdóttir og Izabela Jaroszewska Ein af myndum Izabelu Jaroszewsku af Karmelíta-systrum. Jón B.K. Ransu JONAS Ohlsson er sænskur lista- maður sem vinnur allt í senn sem myndlistarmaður, tónlistarmaður og DJ, blanda sem er þónokkuð vinsæl í dag þegar mörkin milli myndlistar og tónlistar eru stund- um óljós. Samstarf myndlist- armanna og tónlistarmanna er heldur ekki óalgengt, t.d. má nefna Björk og Gabríelu og af ís- lenskum myndlistarmönnum má nefna t.d. Egil Sæbjörnsson. Á út- skriftarsýningum Listaháskólans undanfarin ár hefur einnig mátt sjá tilhneigingu í þessa átt, kannski er það hópvinnan sem á sér stað innan hljómsveita sem heillar og er ábyggilega oft meira gefandi en einveran á vinnustof- unni. Aukið samstarf milli mynd- listarmanna er e.t.v. einnig af þessum rótum runnið. Ég er ekki kunnug tónlist Ohlssons en hann hefur m.a. unnið með Heimi Björgúlfssyni úr Stilluppsteypu og sýna þeir nú saman á Ísafirði. Myndlist sinni finnur hann hins vegar farveg í gegnum tjáning- arríkar og tilfinningaríkar teikn- ingar í plakatastíl, þær sem hann sýnir í Kling og Bang núna eru flestar frekar grófar og sýna ýmsar kynferðislegar athafnir sem flestum þættu lítt fýsilegar. Verk Ohlsson einkennast þó einna helst af ádeilu, eiginlega á allt milli himins og jarðar. Að ganga inn í sýningarrýmið er dá- lítið eins og tímastökk aftur til sjöunda eða áttunda áratugar síð- ustu aldar og maður verður eig- inlega hissa að sjá listmann vinna á þennan hátt í dag, en um leið er það líka hressandi. Það er hægt að nota fleiri tól en tölvur við gerð myndverka, blýanturinn stendur alveg fyrir sínu og Jonas er ágætur teiknari. Sterkust fundust mér þau verk sem lista- maðurinn virðist hafa lagt hvað mest í, litríkar teikningar. Sýn- ing Jonasar er að hluta til spurn- ing um stöðu listamannsins í dag, er eitthvert vit í því að vera með svona mótmæli og ádeilu innan öruggra veggja gallerís þar sem tiltölulega fáir eiga leið um? Færri en eiga leið um götuna fyrir utan á ég við. Og eru mót- mæli áhugafólks sem ekki er virkt í stjórnmálaflokkum ein- ungis friðþæging, jafnvel sunnu- dagaskemmtun? Kröfuganga og kaffi á eftir og hvað við erum nú meðvituð og stöndum okkur vel í baráttunni. Á morgun förum við aftur á vinnustofuna og í kosn- ingum skilum við auðu? Á að tak- marka pólitísk mótmæli við póli- tíkina? Tæpast, því þá væri listin að hluta til rænd möguleikum sínum. Eftir stendur að það er erfitt að gera list sem tekið er eftir, sem vekur athygli, sem nær í raun því markmiði að hafa ein- hver áhrif – ef það er markmiðið. Engu að síður getur sýning eins og sýning Jonas Ohlssons vakið aðra myndlistarmenn til umhugs- unar um möguleika myndlistar- innar, nokkuð sem ætti að vera sífellt uppi á borðinu. MYNDLIST Gallerí Kling & Bang Sýningu lokið. Blönduð tækni, Jonas Ohlsson Ragna Sigurðardóttir Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Litla stúlkan með eldspýturnar lau. 27. nóv. kl. 14 – sun. 28. nóv. kl. 14 Hvar ertu Rómeó? -aríur og söngvar eftir Gounod, Bellini, Bernstein og Sondheim Hádeigistónleikar í samvinnu við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar Fimmtudaginn 25. nóv. kl. 12:15 í DUUS húsum, Keflavík Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Kurt Kopecky píanó Gestir: Maríus Sverrisson og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Miðasala við innganginn Aldan stigin – ljóð úr heimi ræðara, far – og fiskimanna - ljóð við lög eftir Schubert Hádeigistónleikar þriðjudaginn 30. nóv. kl. 12:15 Ágúst Ólafsson baritón og Izumi Kawakatsu píanóleikari Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 (hádeigistónleikar) upp í 6.500 – og allt þar á milli Gjafakort seld í miðasölu Miðasala á Netinu: www.opera.is CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 26/11 kl 20, Fö 3/12 kl 20, Lau 4/12 kl 20 HUGSTOLINN - KAMMERÓPERA Marta Hrafnsdóttir, Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson Mi 24/11 kl 20 - UPPSELT Fi 25/11 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 26/11 kl 20, Lau 4/12 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI - Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingar að eigin vali Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins - Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Lau 27/11 kl 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 28/11 kl 14, Su 5/12 kl 14, Su 2/1 2005 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er Su 28/11 kl 20 - AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Fö 26/11 kl 20, SÍÐASTA SÝNING BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 28/11 kl 20, - UPPSELT Fi 2/12 kl 20, Fö 3/12 kl 20, Fö 10/12 kl 20, Su 12/12 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGA NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA Í kvöld kl 20 - Gísli Sigurðsson ☎ 552 3000 EKKI MISSA AF KÓNGINUM! AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR EFTIR: • Fimmtudag 25/11 kl 20 NOKKUR SÆTI • Sunnudag 12/12 kl 20 AUKASÝNING • Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is TVEIR FYRIR EINN á netinu Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Ausa og Stólarnir Fös 26/11 kl 20 örfá sæti Lau 27/11 kl 20 örfá sæti Umræður eftir sýningu Síðustu sýningar á Akureyri ÓLIVER! forsala er hafinÓliver! Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 örfá sæti Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 02/01 kl 14 örfá sæti Sun 02/01 kl 20 örfá sæti Fim 06/01 kl 20 örfá sæti Fös . 26 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 27 .11 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 04 .12 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 11 .12 20 .00 LAUS SÆTI F im. 30 .12 20 .00 LAUS SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Loftfimleikahóp- urinn „Trio Aerial Cube“, sem sam- anstendur af Genevieve Ber- ube, Genevieve Drolet og Marie- Pier Trepanier, er hér á æfingu fyrir sýningu sína „Die Gaukler Son- ate“ í München í gær. Sýningin verður frumsýnd á föstudag og stefnt er að því að sýna út árið. List- sköp- un í lofti Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.