Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðtöl við framliðið fólk GUÐMUNDUR KRI STINSSON Æ Ð R I H EIM A Framliðnir segja frá andláti sínu og lífinu fyrir handan TIL ÆÐRI HEIMA Hér eru frásagnir 26 fram- liðinna af fyrstu lífsreynslu fyrir handan og ítarleg frásögn einkasonar, sem fórst í bílslysi í marz 2002. Runólfur, stjórnandi Hafsteins, segir sögu sína. Sýnir Bjargar við dánarbeð og gerð er grein fyrir hug- myndum þjóðkirkjunnar um dauðann og annað líf og áhrifum spíritismans á trúarskoðanir þjóðarinnar. Árnesútgáfan Sími 482 1567 Svona, það er ekkert að óttast, elskan, ég bara fresta kjarnorkustríðinu þangað til við verðum búin að selja. Spölur gæti lækkaðveggjald um Hval-fjarðargöngin veru- lega með því að ná fram lækkun á vaxtakostnaði fyrirtækisins en til þess þarf að endurfjármagna lán sem tekin voru vegna byggingar ganganna, þar sem mun lægri vextir eru í boði nú en voru á þeim tíma sem lánin voru tekin. Þetta kemur fram í at- hugun Ríkisendurskoðun- ar sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið. Í henni segir að ná megi fram kostnaðarlækkun hjá fyrir- tækinu með endurfjármögnun. Telur Ríkisendurskoðun að með skuldbreytingu innlendra lána gætu sparast 50 milljónir í raun- vaxtakostnað á ári og að endur- fjármögnun erlendra lána gæti einnig skilað verulega lægri vaxtakostnaði til lengri tíma mið- að við vaxtastig eins og það er í dag, þrátt fyrir nokkuð háan upp- greiðslukostnað sem bundinn sé í núverandi samningum við erlendu lánardrottnana. Endurfjármögnun í skoðun Stjórn Spalar, sem hefur raun- ar um nokkurra mánaða skeið haft til skoðunar þann möguleika að endurfjármagna lán félagsins, tekur undir þetta álit Ríkisendur- skoðunar, þó með þeim fyrirvara að tala hennar um vaxtasparnað vegna innlendu lánanna sé í hærri kantinum þar sem dýrasti hluti innlendra lána við ríkissjóð, sem beri 9,2% vexti, verði greiddur upp strax á næsta ári. Líklegast sé því að sparnaðurinn gæti numið 28–29 milljónum króna en minnt er á innlendu lánin, sem nemi lið- lega tveimur milljörðum króna, séu öll hjá ríkissjóði sem hafi því nokkuð um kjörin að segja og því þurfi að semja um skuldbreytingu þeirra; fulltrúar Spalar hafi þegar átt fund með fulltrúum fjármála- ráðuneytisins vegna málsins. Þá telur Spölur að það þurfi að fara afar vel yfir málin að því er varðar endurfjármögnun erlendra lána; uppgreiðslukostnaðar á lán- um geti numið 450–550 milljónum og því þurfi menn að vera alger- lega vissir um að slík aðgerð skili árangri. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að nettótekjur af um- ferð um göngin nema rúmum 930 milljónum króna í ár. Þegar tekið hafi verið tillit til rekstrarkostn- aðar standi eftir rúmar 700 millj- ónir króna til greiðslu afborgana og vaxta eða sem jafngildi 76% af nettótekjum fyrirtækisins, en þetta hlutfall hafi verið frá 74% upp í 85% á undanförnum fimm árum. Fram kemur að rekstrarkostn- aður Spalar hækkaði úr liðlega 102 milljónum árið 2000 í 172 milljónir í ár, á verðlagi hvers árs. Mest var hækkunin milli áranna 2001 og 2002 en þá hækkaði rekstrarkostnaðurinn úr 109 milljónum í 165 milljónir, meðal annars vegna hækkunar iðgjalda á tryggingum félagsins í kjölfar atburðanna 11. september 2001. Fram kemur í athugun Ríkis- endurskoðunar að meðalveggjald um göngin hefur lækkað um 22% síðustu fimm árin miðað við verð- lag hvers árs, eða úr 839 krónum árið 1999 í 653 krónur í ár. Það megi rekja til mikillar fjölgunar ökutækja á tímabilinu eða úr um einni milljón árið 1999 í tæpa eina og hálfa milljón í ár og aukinni sölu afsláttarkorta. Þá kemur fram að langtíma- skuldir fyrirtækisins námu 5,4 milljörðum króna í september síð- astliðnum og höfðu lækkað um 200 milljónir króna frá árinu áður. Lánin skiptast nokkurn veginn að jöfnu milli erlendra og innlendra aðila, þar sem ríkissjóður er lang- stærstur innlendu aðilanna. Erlendu lánin eru í dollurum, pundum og evrum og eru með frá 6,7% upp í 8,1% vexti eftir mynt- um. Innlendu lánin eru verð- tryggð með 6% og 9,2% vöxtum. Iðgjöld lækki um 10 milljónir Ríkisendurskoðun bendir einn- ig á í athugun sinni að ná mætti fram tíu milljóna króna lækkun á tryggingum fyrirtækisins og einn- ig komi til greina breytingar á mannahaldi ef tekin yrði í notkun sjálfvirk innheimta veggjalds. Stjórn Spalar segir þegar hafa verið unnið að þessu og þannig muni iðgjöld trygginga lækka úr um 60 milljónum í tæplega 50 en tryggingaiðgjöld séu hæsti ein- staki útgjaldaliðurinn í almennum rekstrargjöldum félagsins. Að því er varðar sjálfvirka inn- heimtu veggjalds bendir Spölur á að þegar göngin hafi verið opnuð hafi verið kannaðir ýmsir kostir til innheimtu veggjalds en niðurstað- an hafi verið sú að hafa vakt við göngin allan sólarhringinn, fyrst og fremst vegna öryggissjónar- miða. Reynslan hafi sýnt og sann- að að vakt í gjaldskýlinu geti skipt sköpum ef eitthvað bjátar á í göngunum eða við þau. Bent er á að mikill meirihluti vegfarenda noti nú þegar sjálfvirkan inn- heimtubúnað. Einhver sparnaður næðist með því að leggja niður vakt í gjaldskýli en það væri óveruleg fjárhæð þegar horft væri til þess að öryggi vegfaraenda myndi minnka verulega. Fréttaskýring | Er hægt að lækka veggjald í Hvalfjarðargöngin? Skoða endur- fjármögnun Ríkisendurskoðun telur Spöl geta lækk- að vaxtakostnað og þar með veggjald Umferð um göngin hefur aukist mikið. Uppgreiðslukostnaður allt að 450—550 milljónir  Spölur hefur um skeið haft til skoðunar að endurfjármagna lán félagsins en minnir þó á að inn- lend lán þess séu öll hjá ríkinu sem hafi því nokkuð um kjörin að segja. Þá þurfi að fara afar vel yfir málin að því er varðar end- urfjármögnun erlendra lána, uppgreiðslukostnaðar þeirra geti numið 450–550 milljónum og því verði menn að vera algerlega vissir um að slík aðgerð skili ár- angri áður en ákvörðun er tekin. arnorg@mbl.is „FYRIR mér er Reykjavík mið- borgin,“ sagði Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanks Íslands, þegar hann tók við viðurkenningu Þróunar- félags miðborgarinnar, en félagið veitir viðurkenningu þeim sem hafa með eftirminnilegum hætti stuðlað að þróun og uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Viður- kenningin var veitt í tólfta sinn og var verðlaunagripurinn hannaður af Sigríði Ágústsdóttur leir- listakonu. Jakob H. Magnússon, formaður Þróunarfélags miðborgarinnar, sagði Landsbanka Íslands vel að viðurkenningunni kominn því bankinn hefði „styrkt miðborgina með myndarlegum hætti, haldið hugmyndasamkeppni meðal al- mennings um miðborgina – og síð- ast en ekki síst tekið ákvörðun um að höfuðstöðvar bankans verði í miðborginni, eins og verið hefur frá stofnun hans árið 1885.“ Hann sagði bankann vera órjúfandi hluta miðborgarinnar og vonaði að það yrði um langa framtíð. „For- ráðamenn bankans hafa sýnt og sannað að þeir eru hollvinir mið- borgarinnar og vilja hag hennar sem mestan og bestan.“ Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, veitti viðurkenningunni viðtöku og þakkaði fyrir hönd bankans. „Við erum stoltir af þessu og við viljum leggja okkar skerf fram, og við gerum það að miklum hug,“ sagði Björgólfur og bætti reyndar við að bankinn væri í vandræðum með að fá leyfi til að gera eitthvað. „Eitt er að vilja gera eitthvað og annað er að fá leyfi til að gera það en þetta stendur allt til bóta.“ Hann sagði ástæðuna á bak við hugmyndasamkeppnina vera þá að kanna hver hugur borgarbúa væri til miðborgarinnar. „Það var rosa- lega mikil þátttaka sem sagði okk- ur að fólk vill hafa lifandi mið- borg,“ sagði Björgúlfur og bætti við að þátttakan hefði komið mönnum geysilega á óvart og ver- ið ánægjuleg. Morgunblaðið/Kristinn Jakob H. Magnússon, formaður Þróunarfélags miðborgarinnar, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. „Fólk vill hafa lifandi miðborg“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.