Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Golli Þorgeir Ólafsson afhenti Stefáni Jóni Hafstein sextant afa síns, Jóns Eiríkssonar, við stofnun sjóminjasafnsins. Þor- geir sagðist vona að tækið myndi hjálpa safninu að ná öruggri höfn eins og það hefði hjálpað afa hans í gegnum tíðina. VÍKIN – Sjóminjasafn Reykjavíkur var stofnað formlega í húsnæði safnsins við Grandagarð 8 í gær, og var það síðasta skipulagða embætt- isverk Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóri Reykjavíkur að skrifa undir samning um rekstur sjóminjasafnsins. Nú í framhaldinu verður unnið að því að afla fjár til að setja upp fyrstu sýningu safnsins, og er stefnt að því að opna fyrstu sýninguna á sjómannadaginn 6. júní 2005. Stef- án Jón Hafstein var í gær kjörinn stjórnarformaður safnsins, og sagði hann að safnið mundi verða ein af höfuðskrautfjöðrum Reykjavíkur, bæði hvað varðar menningu og eins skemmtanagildi. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra hélt stutta tölu, og fagnaði hann sérstaklega hugmyndum um að sýna lífríki sjávar í glerbúrum í safninu, og sagði skömm að því að einungis eitt safn fyrirfyndist hér á landi þar sem hægt sé að sjá lifandi fiska, og vísaði þar til Náttúru- gripasafnsins í Vestmannaeyjum. Reyndar mun fiskasafn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal opna í dag, og því fékk ráðherrann ósk sína uppfyllta, og trúlega fyrr en hann átti von á. Undirbúningur að stofnun safns- ins hófst árið 2001 þegar borgarráð skipaði starfshóp til að undirbúa stofnun sjóminjasafns. Hópurinn ræddi við fjölmarga aðila sem hafa tengsl við sjósókn og siglingar, og fengu góðar undirtektir. Fyrir rúmu ári keypti Reykjavíkurborg svo húsnæðið að Grandagarði 8 fyr- ir safnið, en þar var áður frystihús og því bæði staðsetning hússins og fyrri notkun vel við hæfi fyrir sjó- minjasafn. Sjóminjasafn formlega stofnað í Reykjavík Safnið verði ein af skrautfjöðrum Reykjavíkur BANKALÁN, yfirdráttur og úttektarheimild á greiðslukorti upp á um 650.000 krónur var höf- uðstóllinn sem rúmlega tvítugur maður notaði til að kaupa um 2 kíló af hassi í Danmörku í júní í fyrra og flytja til landsins. Ágóðann af sölunni notaði hann til að kaupa fimm kíló af hassi tveimur mánuðum seinna og í desember var hann kominn með nægt fé til að flytja inn átta kíló. Þessum viðskiptum mannsins lauk þegar toll- gæslan í Reykjavík fann síðustu sendinguna í vöruafgreiðslu við Sundahöfn. Aðalmeðferð yfir manninum, föður hans og tveimur öðrum sem ákærðir eru í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrstu ferðinni tók höfuðpaurinn sér far með Norrænu til Danmerkur, keypti 2 kíló af hassi og faldi það í varadekkinu á bifreið sinni áður en hann hélt aftur heim. Næsta sending kom í sept- ember en þá flaug maðurinn til Kaupmanna- hafnar, keypti hassið af sömu aðilum í borginni og bjó um það í dekkjum sem hann keypti ytra. Fram kom að hann hafði lengi unnið á hjól- barðaverkstæði og því átti hann ekki í neinum vandræðum með að koma hassinu fyrir í dekkj- unum án þess að hafa til þess sérstök verkfæri. Raunar valdi hann dekkin sérstaklega með það í huga að auðvelt væri að koma þeim upp á felgur. Í báðum tilvikum gekk smyglið að óskum og vikurnar eftir að hassið kom til landsins sáu fé- lagar hans og jafnaldrar um að selja það fyrir hann. Þeir hjálpuðu honum síðan við að skipta ágóðanum í danskar krónur til að undirbúa áframhaldandi fíkniefnaviðskipti. Mennirnir tveir fengu grammið á 1.500 krónur og máttu sjálfir hirða ágóðann af sölunni, ef einhver varð, auk þess sem höfuðpaurinn sá þeim fyrir hassi, mat og sígarettum. Þremenningarnir játuðu að mestu ef ekki öllu leyti sinn þátt í málinu fyrir fjölskipuðum héraðsdómi í gær. Varð ekki var við neysluna Faðir höfuðpaursins er ákærður fyrir að hafa í félagi við son sinn skipulagt smygl á 8 kílóum af hassi en sú sending fannst við tollskoðun, eins og fram hefur komið. Faðirinn neitaði sök og sagðist eingöngu hafa leyft syni sínum að nota nafn sitt á vörusendinguna þar sem sonurinn hefði ekki verið viss um að vera kominn til landsins á undan sendingunni. Hann kvaðst ekkert hafa vitað um hassið og sonur hans bar á sama veg. Fimmtán kílóum af hassi smyglað til landsins í dekkjum Bankalán var upphafið að um- fangsmiklum hassviðskiptum Framburður sonarins hjá lögreglu var tals- vert frábrugðinn því sem kom fram fyrir dómi í gær. Lögreglumaðurinn sem handtók hann greindi frá því að hann hefði m.a. rætt um að faðir hans hefði sagst ætla að taka á sig sök í málinu ef eitthvað færi úrskeiðis og ekki annað á honum að skilja en að faðirinn væri fullkomlega meðvitaður um smyglið. Þessu neitaði sonurinn fyrir rétti í gær. Fyrir dómi kom fram að hann hefði átt við þunglyndi að stríða og sagði lög- reglumaðurinn að þegar hann var handtekinn hefði hann brotnað niður og rætt um að hann vildi helst koma sér fyrir. Gæta hefði þurft sér- staklega að honum. Þegar seinni ferðirnar tvær voru skipulagðar bjuggu allir ákærðu saman í íbúð í Hraunbæ. Aðspurður kvaðst faðirinn ekki hafa mikið orðið var við hassreykingar á heimilinu en hann hefði mikið verið fjarverandi vegna vinnu. Hjá full- trúa ríkissaksóknara kom á hinn bóginn fram að „stæk kannabislykt“ hefði verið í íbúðinni þegar lögreglan lét til skarar skríða. Auk refsingar krefst ríkissaksóknari þess að fjármunir að upphæð rúmlega 2,8 milljónir verði gerðar upptækar hjá höfuðpaurnum og 1,7 milljón hjá einum samverkamanni hans. 12 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LATIBÆR ehf. hefur verið dæmdur til að gefa út og afhenda Nýsköpunar- sjóði atvinnulífsins hluti í fyrirtækinu að nafnvirði 305.154 krónur vegna 20 milljóna króna láns sem sjóðurinn veitti fyrirtækinu. Þetta eru rúmlega 1,5% af skráðu nafnvirði hlutafjár í Latabæ og má gera ráð fyrir að verð- mæti þess sé a.m.k 60 milljónir þó lík- lega sé það talsvert meira. Ágreiningur var um 20 milljóna króna lán sem sjóðurinn veitti fyrir- tækinu í desember 2001. Í samningi um lánið fólst réttur til að breyta lán- inu í hlutafé í Latabæ en deilt var um hvort sá réttur hefði fallið úr gildi. Ágreiningurinn snerist um yfirlýs- ingu sem Nýsköpunarsjóður taldi endurnýja breytiréttinn og á þau sjónarmið féllst dómurinn. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að breytiréttur Nýsköpunarsjóðs hafi verið tvíþætt- ur. Annars vegar var um að ræða breytirétt með 30% afsláttarkjörum frá gengi hlutabréfa í stefnda við næstu hlutafjáraukningu eftir útgáfu lánssamnings. Þessum rétti þurfti að beita innan þriggja mánaða frá til- kynningu um hlutafjáraukninguna og féll hann niður á fyrrihluta árs 2003 án þess að sjóðurinn nýtti sér hann. Síðast metið á 1,5 milljarða Það sem varð til þess að dómurinn féll sjóðnum í vil var yfirlýsing sem stjórn Latabæjar gaf út í maí 2003 og var einkum tekist á um túlkun og gildi hennar. Þar segir að breytirétturinn sé staðfestur og eigi að gilda í 12 mán- uði frá síðustu útborgun á láni Ný- sköpunarsjóðs, þ.e. til október 2003, en Latibær taldi að rétturinn hefði fallið niður vegna þess að samningar hefðu náðst við erlenda aðila um kaup á þáttunum um Latabæ. Fimm dög- um áður en 12 mánaða fresturinn rann út tilkynnti sjóðurinn að hann hygðist nýta sér breytiréttinn. Hér- aðsdómur taldi að líta yrði á yfirlýs- ingu stjórnarinnar sem sjálfstæða og hún fæli í sér endurnýjun á breyti- réttinum. Nýsköpunarsjóður gerði kröfu um að fá 366.947 krónur hlutafjár að nafnvirði en dómurinn dæmdi honum talsvert lægri fjárhæð eða 305.154 krónur. Þá var málskostnaður látinn falla niður. Skúli J. Pálmason dæmdi, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hdl. flutti málið f.h. Nýsköpunarsjóðs en Tómas Þorvaldsson hdl. var til varna fyrir Latabæ ehf. Síðast þegar viðskipti áttu sér stað með hlutafé í fyrirtækinu var það metið á 1,5 milljarða króna. Þetta var á haustdögum 2002. Síðan þá má ætla að verðmæti félagsins hafi aukist um- talsvert. Sé miðað við að verðmæti þess sé nú 3 milljarðar er verðmæti hlutafjársins sem Latibær verður að afhenda um 47 milljónir króna. Nýsköpunarsjóður vinnur mál gegn Latabæ í héraði Fær rúmlega 1,5% af hlutafé Latabæjar BJÖRGVIN Njáll Ingólfsson sér- fræðingur hjá Nýsköpunarsjóði segir að yfirleitt láni sjóðurinn ekki fé held- ur kaupi hlutafé í fyrirtækjum. Þegar lán séu veitt sé á hinn bóginn algengt að kveðið sé á um að sjóðurinn geti breytt því í hlutafé líkt og gert hafi verið þegar Latibær fékk lánaðar 20 milljónir í desember 2001. Björgvin segir að á þessum tíma hafi fyrirtækið verulega þurft á áhættufjármagni að halda og starf- semi þess hafi alls ekki verið tryggð. Björgvin segir að samskiptin við Latabæ hafi ávallt verið afar góð og honum finnst slæmt að til málaferla skyldi hafa komið, sjóðurinn hafi teygt sig langt til að ná samkomulagi. Á endanum hafi honum síðan verið dæmt hlutafé svipað að fjárhæð og hann krafðist. Björgvin minnir á að sjóðurinn leggi fé í áhættufjárfest- ingar. Eðli málsins samkvæmt geti orðið tap á slíkum fjárfestingum og því mikilvægt að sjóðurinn njóti hagnaðar þegar vel gangi. Alls lánaði Nýsköpunarsjóður 30 milljónir til Latabæjar. 10 milljónum hefur þegar verið breytt í hlutafé og samkvæmt dómnum þarf að breyta 20 milljónum til viðbótar í hlutafé. Sjóðurinn á því rúmlega 2% í fyrir- tækinu. Sé miðað við að verðmætið sé 3 milljarðar hefur sjóðurinn fengið 100% ávöxtun á fjárfestingunni. Málinu verður ekki áfrýjað af hálfu Nýsköpunarsjóðs. Talsmaður Lata- bæjar segir að verið sé að íhuga hvort dómnum verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Gert hafi verið ráð fyrir þess- um útgjöldum hjá fyrirtækinu áður en breytirétturinn féll niður, að mati fyrirtækisins en ekki héraðsdóms. Slæmt að málið fór fyrir dómstóla Morgunblaðið/Þorkell Bæjarstjóri Latabæjar. VEFSVÆÐIÐ www.visir.is hefur verið tek- ið út af lista Samræmdrar vefmælingar sem fyrirtækið Módernus sér um í samvinnu við Verslunarráð Íslands. Í tilkynningu sem birt er á vef Módernus segir að á síðustu vikum hafi visir.is tekið mjög miklum breytingum sem séu jákvæðar fyrir notendur vefjarins. Uppfyllti ekki reglur „Svo örar og miklar breytingar, sem m.a. fela í sér innlimun þekktra vefja á borð við www.folk.is, ýmsa vefþjónustu sem veitt er í nafni Norðurljósa o.fl. eru hins vegar mjög flóknar fyrir samstarf eins og Samræmda vefmælingu®, þar sem leitast er við að sýna heildarnotkun eftir tilgreindum lénum (url). Innlimun Vísis.is á bloggvefnum www.folk- .is, og sameiginleg vefmæling þessara tveggja vefja dagana 22.11. til föstudagsins 26.11. uppfyllti ekki reglur Samræmdrar vefmælingar® á þessum tíma. Þær lúta m.a. að því sem kallað er „look and feel“, eða upplifun notandans. Til þess að notendur megi teljast sem notendur eins vefs, er afar mikilvægt að þeir sjálfir, þ.e.a.s. notendur vefsins, velkist ekki í vafa um hvaða vef þeir eru að nota hverju sinni. Þessu þótti ábóta- vant varðandi sameiningu folk.is við visi.is og því kom ekki til birtingar talna vefsins að þessu sinni,“ segir í tilkynningu frá Mód- ernus. Visir.is tekinn út af lista Módernus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.