Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 17
ERLENT
Síðasti öruggi skiladagur
á jólapökkum til landa utan Evrópu
er föstudagurinn
á jólapökkum til Evrópu
er mánudagurinn
á jólapökkum innanlands
er þriðjudagurinn
3.12.
13.12.
21.12.
www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á
Komdu tímanlega
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
IS
P
25
98
4
1
2/
20
04
með jólapakkana
AÐ MINNSTA kosti 340 manns fórust af völdum flóða og
aurskriðna í austurhluta Filippseyja í fyrrinótt og minnst
150 manna til viðbótar var saknað.
Að minnsta kosti 306 manns fórust af völdum skriðna í
Quezon-héraði sem er um 70 kílómetra austur af Manila.
Nítján létu lífið í Aurora-héraði, minnst átta í Rizal-
héraði, einn í Manila og einn í héraðinu Camarines Norte.
Vegir lokuðust í flóðunum og aurskriðunum og ekki
var því hægt að flytja hjálpargögn til bæja sem urðu
verst úti eða bjarga fólki sem hafðist við á húsþökum, að
sögn Corazon Soliman, ráðherra almannavarna í stjórn
Filippseyja. Björgunarmenn þurftu að varpa niður mat-
arpökkum á húsþökin úr þyrlum vegna þess að hvergi
var hægt að lenda þeim.
Soliman sagði að manntjónið hefði verið mest í þremur
bæjum í Quezon-héraði. 114 hefðu farist í bænum Real,
hundrað í Infanta og 92 í General Nakar. Að minnsta
kosti 150 var saknað í Real.
Ekki var hægt að komast til bæjanna þriggja vegna
þess að brýr á milli þeirra eyðilögðust í flóðunum.
Í vikunni sem leið fórust yfir hundrað manns í fellibyl á
þessu svæði.
Hundruð Filippseyinga fórust í flóðum
AP
Íbúar í bænum Infanta höfðust við á húsþökum vegna flóða og biðu þar eftir björgun.
Manila. AP, AFP.
NÝR tölvuleikur hefur vakið
mikla hneykslan og viðbjóð í
Bandaríkjunum en hann gengur
út á að endurtaka morðið á John
F. Kennedy Bandaríkjaforseta.
Nýi leikurinn, „JFK Reload-
ed“ frá skoska tölvuleikjafram-
leiðandanum Traffic, kom á
markað í Bandaríkjunum 22.
nóvember sl. en þá var rétt 41 ár
liðið frá morðinu á Kennedy.
Leikurinn gengur út á það að
vera Lee Harvey Oswald með
riffilinn uppi á sjöttu hæð í bóka-
safnsbyggingu í Dallas í Texas. Í
gegnum kíkinn á rifflinum má
sjá forsetahjónin, John og Jacq-
ueline Kennedy, koma fyrir
götuhornið á opna bílnum og inn
í miðið. Eftir skotið má sjá and-
litsdrætti Kennedys í dauðanum
og einnig Jacqueline er hún
faðmar að sér deyjandi eigin-
mann sinn.
„Þetta er alger viðbjóður og
ekkert meira um það að segja,“
sagði Edward Kennedy, bróðir
Johns F. Kennedys, um tölvu-
leikinn, sem vakið hefur mikla
hneykslan vestra.
Réttlæting framleiðandans er
sú, að taki nógu margir þátt í
leiknum, verði hægt að afsanna í
eitt skipti fyrir öll þá kenningu,
að fleiri hafi verið að verki en
Lee Harvey Oswald einn.
„Svo geta menn
líka skotið Jacqueline“
„Í leiknum er hægt að skjóta
Kennedy svo oft sem hver vill og
það er ekki svo erfitt, bara
kannski dálítið óhugnanlegt.
Þrautin er hins vegar að skjóta
„sömu“ þremur skotunum og
skotið var í Dallas 22. nóvember
1963. Það fyrsta hitti ekki bílinn,
annað hitti forsetann í hálsinn og
það þriðja hitti hann í höfuðið.
Því nær sem leikendur komast
þessu, því fleiri stig fá þeir. Svo
geta menn líka skotið Jacqueline
eða bílstjórann ef þeir vilja,“
sagði Kirk Ewing, talsmaður
framleiðandans.
Tölvuleik-
ur vekur
viðbjóð
HERINN hefur lengi verið stolt Ísr-
aela og þeir hafa stært sig af því, að
öfugt við það, sem annars sé venjan í
þeirra heimshluta, þá hafi hann ávallt
haft í heiðri mjög strangar siðareglur.
Þessi mynd hefur þó verið að breyt-
ast á undanförnum mánuðum og nú
síðustu vikurnar hefur hvert hneyksl-
ið rekið annað.
Í síðustu viku var foringja í hernum
birt stefna en hans eigin undirmenn
báru hann þeim sökum, að hann hefði
tæmt byssu sína í líkama 13 ára gam-
allar, palestínskrar stúlku. Gerði
hann það eftir að hún hafði verið skot-
in til bana er hún var á leið í skóla.
Í þessari sömu viku birtu ísraelskir
fjölmiðlar skelfilegar myndir af ísr-
aelskum hermönnum þar sem þeir
voru að misþyrma líkum Palest-
ínumanna, sem þeir höfðu áður skotið
til bana. Að auki birtu þeir myndir af
ísraelskum hermönnum er þeir
neyddu palestínskan tónlistarmann
til að leika fyrir þá á fiðlu er hann fór
um eina varðstöðina í Nablus á Vest-
urbakkanum.
Vegna þessara atburða hafa ísr-
aelsku mannréttindasamtökin
B’Tselem krafist þess, að Moshe
Yaalon, forseti ísraelska herráðsins,
segi af sér og þau vekja líka athygli á
því, að þótt 1.369 óvopnaðir borgarar
á hernumdu svæðunum hafi verið
drepnir síðan uppreisn Palest-
ínumanna hófst fyrir fjórum árum,
hafi aðeins einn hermaður verið
ákærður.
Búinn að tapa áttum?
„Herinn er búinn að tapa áttum“
var aðalfyrirsögnin í hinu hægri-
sinnaða Jerusalem Post fyrir
skömmu og í leiðara blaðsins var
spurt hvort afstaða Yaalons og ann-
arra foringja væri í stuttu máli þessi:
„Lítil stúlka drepin, sem sagt bara
eins og hver annar dagur á skrifstof-
unni“?
Mordechai Bar-On, ísraelskur
sagnfræðingur og fyrrverandi foringi
í hernum, segir engan vafa á því, að
áframhaldandi hernám Ísraela á pal-
estínsku landi hafi haft siðspillandi
áhrif á herinn.
„Hernám einnar þjóðar á annarri
leiðir alltaf til slíkrar spillingar. Við
sjáum það nú, ekki aðeins á fram-
komu ísraelskra hermanna við araba,
heldur einnig við aðra hermenn, for-
ingja sína og herinn. Háttsettir for-
ingjar ættu ekki að þola neins konar
brot og refsa mjög harðlega fyrir
þau.“
Því fer hins vegar fjarri, að her-
mönnum hafi verið refsað fyrir
grimmd og harðræði og jafnvel æðstu
menn í Ísraelsher eru orðlagðir fyrir
skeytingarleysi um þjáningar fólks á
hernumdu svæðunum.
Fyrir rúmum hálfum mánuði var
Dan Halutz, varaforseti herráðsins og
fyrrverandi yfirmaður flughersins,
harðlega gagnrýndur af hæstarétti
Ísraels fyrir framferði sitt er hann lét
ráða einn leiðtoga Hamas-hreyfing-
arinnar af dögum á Gaza. Þá féllu 17
menn og tugir manna slösuðust vegna
þess, að Halutz lét nota sprengju,
sem vó eitt tonn, í þéttbýlu borg-
arhverfi.
Grefur undan réttlætingu
fyrir tilvist ríkisins
Hinn kunni, ísraelski rithöfundur
Yoram Kaniuk segir, að „niðurlæg-
ingin“, sem fólst í því að neyða palest-
ínska tónlistarmanninn til að leika á
fiðlu fyrir hermennina, grafi undan
sjálfri réttlætingunni fyrir tilvist Ísr-
aelsríkis.
„Tilvera okkar í þessum arabíska
heimshluta var réttlætt og er enn
réttlætt með þjáningum okkar,“ sagði
hann í grein í blaðinu Yediot Ah-
aronot.
„Við ólumst upp í styrkleika, sem
rekja mátti til þess óréttlætis, sem við
urðum fyrir. Ef við leyfum hermönn-
unum að neyða palestínskan tónlist-
armann til að leika á fiðlu svo þeir geti
hlegið að honum, þá erum við siðferði-
lega gjaldþrota.“
Ísraelum ofbýður siðleysið í hernum
Jerúsalem. AFP.
Reuters
Palestínsk kona grætur eftir að Ísr-
aelar ráku hana og fjölskyldu henn-
ar af lóð hennar í A-Jerúsalem.
’Hernám einnar þjóðará annarri leiðir alltaf til
spillingar.‘